Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.03.1887, Blaðsíða 2
26 FJALLKONAN. hlýtr guðfræð;n að vera breytingum undirorpin, svo sannarlega sem þeir menn eru ekki algervir að speki. Það á að kenna börnum algildan sannleik, enn ekki breytilegar skoðanir. E>að á að fræða um „facta“, þ. e. um hluti, sem hafa gerzt og gerast, | enn ekki um hluti, sem aldrei hafa gerzt, né munu j gerast, engar hugsmíðar, ekkert, sem efi getr á leik- ið. Þannig er t. d. viðrhlutamikið, að ég ekki segi 1 2 frekara, að fullyrða fyrir börnunum, að guð hafi frá eilífð til eilífðar unnið að sköpunarverki í sex daga j og síðan hvílzt og látið öllu sköpunarverki lokið ; því að slík kenning um sköpunarverkið hefir á móti sér alla vísindalega rannsókn og þekkingu; svo að jafnvel sumir guðfræðingar ráða til, að láta þá tala í þessu efni, sem rannsaka lög náttúrunnar1, og er það skynsamlegra, þar eð biblían er ekki ætluð til að kenna slíkt. Auðvitað eiga slíkar kenningar barnalærdómsins með íram rót sína í skoðun guðfræðinganna á biblí- unni, að minsta kosti þeirri, sem þar kemr fram. Hún er fram sett öll jafnt sem óyggjandi trúarbók, innblásin eigi að eins eftir andanum, heldr og eftir bókstafnunr; þjóðsögur gamla testamentisins metnar eius og kenningar nýja testamentisins, formæiingar Davíðs ekki síðr eun blessunarorð Krists; trúargrein- in um djöfia íiutt með eins mikilli áherzlu og kenn- ingin um guðs kærleika, o. s. frv. Það er sjálfsagt ein af höfuðvillum kyrkjunnar, að hún gerir ekki greinar mun á kenniugum ritningarinnar eða bendir ekki á liann, og hefir það skaðleg álirif á trúarfræði [ hennar og á mentun almennings. Að vísu kennir kver- , ið í einu orðinu, að kristindómrinn sé hin fullkomna trú, enn aftr í liinu orðinu, að biblían sé þóölljafut trúarbók kristinna manna; og virðist einfeldningrinn hljóta þar af að álykta, að Gyðingatrúin gamla liafi einnig vorið hin fullkomna trú. Þessir höfuðgallar barnalærdómsins, sem ég nú hefi nefnt, að liann blandar guðfræðisleguin skoðun- um innan um sannindi trúarinnar og greinir ekki j gull írá eiri í biblíunni, — þeir hafa eðlilega í för j með sér marga aðra galla. Sein við er að búast af I slíku kyrkjutrúarágripi, verðr námið þurt og þreyt- andi. I stað þess að glæða og vekja sálargáfur barn- anna liættir því við að depra þær og deyfa. Þar sem svo margt er kent, sem skilningr og hugleiðing kemst ekki að, þá íá þessir kraftar enga livöt til að beita sér. Það hnekkir framför skynseminnar enn j ofþyngir minninu, og svo leiðir eðlilega þar af, að j það sljóvgar námfýsiua. Síðan, þegar frá líðr, og þegar maðrinn eldist og honum hefir, fyrir guðs lijálp, vaxið sálarþroski þrátt fyrir kverið, þákvikna j eðlilega hjá mörgum efasemdirnar, sem sumir kalla „van- | trú þessarar aldar“. Hugsi menn ekki neitt, þá j koma þær auðvitað ekki, því að þá er alt sálarlíf sofandi; enn fari menn að hugleiða, verðr ekki kom- izthjá efasemdunum. „Á að beygja sig undir þennan bókstaf-1, spyrja þeir, „á að trúa jafnt öllu, ótrúlegu j 1) Sbr. Mynsters hugleiöingar, útg. 1853, bls. 122. 2) Martensens Dogmatik, útg. 1865, gr. 27, Anm., bendir pú á aðra réttari skoðun i pessu efni. sem trúlegu? Mun t. d. hinn sanni guð bjóða mann- dráp og blóðsúthellingar. eins og Jehóva gamla testa- mentisins er Iátinn gera? Og í annan stað : stendr endalaus fyrirdæming í nokkuru skiljanlegu hlut- falli við þetta veika og skammvinna líf? Hvaðan hafa guðfræðingarnir það? Er það bygt á höfuð- lcenningum nýja testamentisins, eða einungis á örfá- um vafasömum greinum ? Hvernig geta þeir farið að taka upp í barnalærdóm annað enn höfuðkenning- ar ? Þeir ættu ekki að ætla börnum annað enn ein- faldar og Ijósar kenningar, sem mæla með sérsjálfar. Og þegar nú postillunum og kennimönnunum ber á milli og segja sitt hver, á þá að trúa þeim öllum?“ Enn svo verðr sumum þessum mönnum það á, að þeir véfeugja meir enn vera skyldi. Hafi þeir upp- götvað villur í barnalærdómnum, hafi þeir komizt að raun um, að vísindin eða reynslan reki aftr eitthvað af því, sem þar stendr, þá hættir þeim því miðr við að missa virðingu fyrir fleiru. — Á þá ekki, má ég spyrja, kyrkjan sjálf talsverðan þátt í því, sem hún kallar vantrú aldarinnar? Ef sú setning er sönn, að það eitt sé sannr kristindomr, sem fullnœgir skyn- semi og samvizku og sannri trúarþörf mannsins, fidl- nœgir öllu því, sem dyþzt er og bezt í manneðlinu, þá fer kyrkjan vilt í því að bera fram kenningar, sem eigi verða samrýmdar skynsemi og samvizku, og einkanlega í því, að troða slíkum kenningum inn í æskulýðinn. Fermingin er sú athöfn, sem innsiglar og til lykta leiðir uppfræðing barna i kristindóminum. Að því loyti sem ungum mönnum eru þá gefnar áminningar fyrir lífið. þá er athöfnin góð og gagnleg. Enn svo hefir hún ekki fleira til síns ágætis. Eiðtaka ung- dómsins er barnalegr siðr og byggist á misskilningi. Það á að vinna menn til að iðka dygðina með því, að setja þeim fyrir sjónir élsku hins alg'oða föður og ágæti dygðarinnar sjálfrar, enn ekki með samning- um og svardögum. Það liggr í hlutarins eðli, að fermingareiðrinn er óþörf athöfn; því að vér eigum að ástunda hið góða sjílfs þess vegna; það er höfuð- atriðið, og það höfuðatriði má ekki ryra með því að gefa i skyn, að eiðrinn bindi oss nokkuð frekara eða fram yfir það, sem hið g'oða sjálft gerir. Mér kenir til hugar dæmi hins vitra Sókratesar, og gætum vér gjarna tekið það hér til samanburðar. Þegar læri- sveinar lians vildu gefa honum góð loforð. þá færð- ist liann undan og svaraði: „Ef þér ástundið þetta, sem ég alt af er að brýna fyrir yðr, og berið um- hyggju fyrir sjálfum yðr, þá munuð þér vinna þægt verk bæði mér og mínum og sjálfum yðr, enda þbtt þér engu lofið. Enn ef þér vanrækið yðr sjálfa og lagið ekki lifsferil yðar eftir því, sem vér bæði í dag og að undanförnu höfum um talað, þá mun fyr- ir lítið koma, þbtt þér nú heitið öUu fögru“. Hér lýsir sér svo mikil skynsemi og nærgætni hjá þess- um manni, að vér ættum að geta lært af því. Anuað athugavert við ferminguna er það, hvernig jieirri athöfn er fyrir komið. Það er naumast unt að varna þvi að öllu leyti, að hún komi inn þeirri skoðun hjá æskulýðnum, að þá sé öllu námi aflokið, þá sé búið að læra alt, sem nauðsynlegt er. Og af-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.