Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1887, Qupperneq 1

Fjallkonan - 18.03.1887, Qupperneq 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöd um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKGNAN. Vahlimar Asmundarson ritstjðri þessa blaðs býT 1 biiiKholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 8. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. MARZ 1887. Vanskil. Ef vanskil verða á sendingmn Fjallkon- unnar, eru útsölumenn og aðrir kanpendr beðnir að láta fitgef- andann vita það greinilega með fyrstu póstferð eða eigi síð- ; ar enn með annari pðstferð, sem fellr eftir að þeir hafa fcng- j ið eða áttu að fá blaðið. Ef þeir láta ekki útgefanda vita um i vanskilin í tækan tíma, mega þeir ef till vill bóast við, aðekki verði bætt úr þeim, þvf að upplagið er bráðum á þrotum. 1j ]SS! í nýju og vönduðu húsi við Hlíðarhúsaveg fást fleiri eða færri herbergi til leigu fyrir einhleypa eða familíu, frá 14. maí næstkomandi. Ritstjóri þessa blaðs vísar á húsráðaudann. Stefáni Jónassyni, sem fengizt liefir við búfræðisnám í Nor- egi, hefir ráðgjafinn veitt 300 kr. styrk til framhalds námi sínu og til að senda hingað og láta reyna sléttunarvél þá, er hann hefir fundið. Óveitt cmbætti. Fyrra kennara embættið við Möðruvalla- skólann. Laun 2000 kr. Fríkyrkjuprestr. 14. janúar staðfesti konungr kosningu Lárusar prests Halldórssonar til prests fríkyrkjusafnaðarins í Reyðarfirði. Sparisjóðr Reykjavíkr. Svo er til ætlazt, að frá byrjun aprílmánaðar, sem kemr, verði sparisjóð Reykjavikr steypt sam- an við landsbankann. Tekr þá landsbankinn til sparisjóðsslarfa, og er mælt, að hann muni greiða nokkuð hærri vöxtu af inn- j lögum enn sparisjóðrinn hefir gert. Hallærislán hefir landshöfðingi veitt Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu með venjulegum kjörum, 2200 kr. Mannalát. Nýdánir eru: Jón prestr Eiríksson, fyrrum að Stóra-Núpi, áttræðr. — Guðlaug Jónsdóttir á Dingeyruni, ekkja Ásgeirs Einarssonar alþingismanns, 80 ára. — Magnús Pétrs- sðn, bóndi á Holti á Ásum í Húnavatnssýslu, á 100. ári, merkr bóndi. — Margrét Sigmundardóttir, kona Tómasar Þorsteins- ssonar prests að Reynistaðarþingum. — Hólmfríðr Árna- dóttir, kona Jóns Eirikssonar á Stóra-Ármóti í Flóa. — Arn- grímr Gíslason, málari og listamaðr mikill, á Völlum í Svarfað- ardal. Frá honum mun síðar verða skýrt nokkuð í blaði þessu. Póstskipið kom í dag kl. 10 f. in. Krossar. Landshöfðinginn orðiun dannebrogsmaðr og báðir amtmennirnir riddarar. Allabrögð all-álitleg. í net hafa fengizt að sögn 15. þ. m. 20—70 til hlutar i syðri veiðistöðunum við Faxaflóa. Helztu útlendar fréttir. Danmörk. Kosningarnar til rlkisþingsins hafa fariö svo, aö hœgri fiokkr hefir komið mönnum slnum að í öllum kjördæmum Khafnar nema einu. Þar fengu sösíalistar komið sínum manni að kosningu. Eins heflrhægri- mönnum veitt betr í sumum kjördæmum út uiu land, enn alt fyrir þaö heflr ekki orðið nein veruleg breyting á jafnaðarhlutfalli flokkanna á rlkisþinginu, þvl mótstööuflokkr stjórnarinnar heflr þar enn þá yflrgnæf- andi meiri hluta. A Þýzkalandi hefir Ðismarck unnið eindreginn sigr við hinar nýju kosn- ingar til rlkisþingsins. Þó má þess geta, að sóslalistar hafa náð talsvert meiri atkvæðafjölda enn áðr 1 höfuðborginni sjálfri Berlin. Friðr helzt enn 1 Norðrálfunni enn allir hervæðast. Þjóðverjar og Frakk- ar standa herbúnir. Ungverjar veita Austrrikiskeisara allar fjárkröfur til herbúnaöar í einu bljóði og þykir liað vottr um, að þeir geri sérvissa von nm, að lanna Rússum lambið gráa undir forustu Haynaus 1846, sem þeir hafa aldrei fjrrirgeflö eins og vænta mátti. Uppþot nokkurt i Búlgariu; heflr hjaðnaö eftir þvi, sem siöustu fregnir segja. — ítaHa er mælt að hafi gert sóknar- og varnar samband viö Austr- riki og skuldbundið sig til að leggja fram 200000 herraenn gegn Rússum og jafn mikið liö gegn Frökkum, ef á liggi. — Allstaðar verðr vart við Bismarck sterku hönd i þessari tlö. — Hvar Englendingar veröi er alls- endis óráðið. — Eftir slöustu fregnum lá Vilhjálmr Þýzkalandskeisari veikr. — Jarðskjálftar miklir á Suðr-Frakklandi og Ítalíu 23. febr., og er mælt að farizt hafi 2000 manna. Bendingar um trúarkenslu o. fl. n. (Niðrl.). Á fátt eitt fleira vildi ég mega niinn- ast, sem snertir kenningaraðferð kyrkju vorrar; enn það skal ekki vera annað enn það, sem öllum niá liggja í augum uppi, að ástæða er til að ihuga og leiðrétta. Svo ég viki mér að handbók presta, þá má má það undarlegt þykja, að prestar skuli látnir lesa það upp við liverja skirn fyrir skirnarvottunum, að þeir (o: skírnarvottarnir) sé skyldir að annast kenslu barnanna í kristilegum fræðum, et foreldranna raissir við og þeir sjálfir eru börnunum svo nálægir, þar sem þó vitanlegt er að enqin skylda hvílir á skírnarvottunum í þessu tilliti. í kaflanum um hjóna- bandið er atliugavert, að sumar þær ritningargreinir, sem boðið er að lesa upp við hjónavígslu, eru miðr vel valdar, og finna til þess enda fáfróðir, og kemr fyrir ekki svo sjaldan, að brúðhjón fara bónarveg að presti um að fella það úr. Enn þvilíkt kann nú að þykja smáræði. Þá er að minnast á annað, sem er þýðingarmeira. Hvers vegna er kenningin í kyrkj- unni svo einskorðuð og undarlega takrnörkuð, að ekki má hafa upp frá altarinu nema sífelt sömu ritn- ingargreinir ár eftir ár, öld eftir öld? Þjóðkyrkjan segir, að öll biblían sé trúarbók kristinna manna, og þó eru prestar og söfnuðir bundnir ár og sið við sömu greinir. Aliir þeir pistlar og guðspjöll, sem fyrirskip- uð eru i handbókinni, munu vera samtals naumast 20 blöð úr nýja testamentinu (í ensku biblíunni) eða sem næst að eins einn fimmtindi partr af öllu nýja testamentinu; og það eru þessar greinir, sem verið er að endrtaka og ítreka livern einasta drottins dag, svo að söfnuðirnir líkjast bókstaflega börnum, sein alt af sitja í sömu lekziu. Er von á miklu andlegu lífi? Það er þó ekki tilgangur kyrkjunnar, að gera sálir manna „sjúkar af formi og cinstrengingsskap“. Hvernig er ástatt með þá u/,5 af nýja testamentinu, sem ekki má hafa uin hönd fyrir altarinu, ekki svo mikið sem stöku sinnum, sem til hvíldar og tilbreytingar ? Eða er það tönið sjálft, ómrinn fyrir eyrað, sem um er að gera, enn ekki fræðsla fyrir tilheyrendrna? Hvers vegna er ritningin afhent mönnum í heima- húsum, enn tekin af þeim í kyrkjunni? Satt er það, að nýlega hefir verið rýmkað nokkuð um prédikunartexta; því samkvæmt konungsúrskurði 13. sept. 1880 getr biskup veitt prestum leyíi eigi að eins til að leggja út af pistlum handbókarinnar (sem var óleyfilegt áðr), heldr og enda til þess „um vissan tíma að prédika út af öðrum textum eða köfl- um hins nýja testamentis eða litlu fræðum Lúthers“, að undanteknum „þeim sunnudögum á fóstunni, er prédika skal út af píningarsögu Krists“, enn þó þann-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.