Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1887, Síða 2

Fjallkonan - 18.03.1887, Síða 2
30 FJALLKONAN.(j ig, að prestrinn skal ætíð tóna hið lögboðna frá alt- arinu, og annað hitt, að haíi prestrinn af sérstökum ástæðum notað sjálfvalinn texta, þá skal hann til- \ kynna það prófasti. Sjálfsagt er nú þetta leyfi mjög ! varkárlega veitt og takmörkum bundið — og þegar sá tími kemr, mun frelsisgjöf þessi merkiieg þykja að mörgu leyti — enn þó er mikilsvert, að prestr- inn fremr ekki layabrot lengr, þótt hann leggi út af einhverjum pistli í handbókinni eða einhverri grein í nýja testamentinu — hér er gamla testamentið ekkj haft með — einhverri grein, sem ekki er tekin upp i í handbókina, að segja, ef hann þá gleymir ekki til- kynningunum. Enn eins og ég hefi sagt, nær hið kon- unglega leyfi að eins til prédikunarstólsins, enn ekki inn að altarinu. Yið og við sést á prenti sú umkvörtun, að trúar- lífið í landinu muni vera dauft. Verið getr, að mér sé ekki full-ljóst, hvað við er átt, eða hvað verið er að krefja; enn svo mikið er víst, að fáar þjóðir munu sýna kyrkjustjórn sinni meiri trú og auðsveipni, enn íslendingar. Þó að alt hafi verið valdboðið söfnuð- unum: prestar og kyrkjur, prestgjöld og kyrkjugjöld, biskupar, barnaspurningar, sálmar, bænir, prédikuu- artextar, pistlar, guðspjöll o. s. frv., þá hafa þeir aldrei með öðru svarað, enn þögn. Er ekki þetta trú, og hún sterk eftir sinni tegund ? Er möguleg önnur meiri og barnslegri trú? Enn — hitt hefir sjaldnar verið kvartað um í hugvekjum eða bæna- bókum, að frelsislíf safnaðanna sé dauft. Enn hvað líðr því? Eigum vér málfrelsi í þessum efnum, og að hverju takmarki nær það? Það virðist vafasamt, hvort kyrkjustjórnin álítr það ná langt, því að hún hefir aldrei ávarpað söfnuði sína á þessa leið: „þið eigið sjálfir að ábyrgjast; fyrir því segið tii hisp- urslaust, hvers með þarf; finuið að öllu sem þið getið ; trúið engum dauðlegum í blindni; eigið undir yðr sjálfum ; leitið hins sanna; þótt skoðanir yðar kunni að vera eigi alls kostar réttar, þá berið þær fram, svo þær verði leiðréttar; fallið urn fram alt ekki í dá. Ef það fyrirkomulag, sem er, ætlar að svæfa ykkr, þá fáið annað sem fyrst. Ef þjóðkyrkj- an dugir ekki, þá fellið hana; því það er ekki hún, sem á að vara við um aldr og æfi, heldr sann- leikrinn, frelsið og íramfarirnar; það er ekki hin sýnilega, heldr hin ósýnilega kyrkja, sem áaðríkja“. Þannig hefði kyrkjustjórn vor auðvitað þurft að tala við söfnuði sina, ef hún vildi vera góðr leit.ogi, sem kunni að meta frelsið. Enn nú er svo komið, að fá- um virðist koma til hugar, að þeir hafi málfrelsi í þeim efnum, auk lieldr annað meira. Ég sendi yðr þetta, herra ritstjóri, sem sýnishorn af skoðunum nokkurra, enda alþýðumanna hér á landi. Þeir, sem skoðanirnar hafa, óska einskis framar, enn að fá leiðrétting, ef þeir hafa rangt fyrir sér, og að skoðanir þeirra verði reknar aftr með rökum hlífð- arlaust. Því þeir leita einskis nema sannleikans, og tilgangrinn er sá einn, að leitast við að færa kenn- ingar og kyrkjusiði nœr anda Krists, nær því, sem ritningin kallar guðsdýrkun „í anda og sannleika“. Enn sé þessar bendingar eigi á rökum bygðar, þá er rétt, að allir fái opinberlega að sjá „vantrú aldarinn- ar“, til þess að hægra sé við að gera. Enn hvað sem öðru líðr, þá segið landsmönnum i blaði yðar, að þeir þurfi að leggja kapp á tvent meðal bráð- ustu nauðsynja, og skal ég nefna það hér, þótt eigi sé fleiri ástæður færðar að sinni: 1. að losa kyrkju vora algjört undan útlendri stjórn, og síðan skuli þeir 2. dreifa valdinu út til réttra hlutaðeiganda, sem eru söfnuðirnir á íslandi, og gera þá einráða með öllu um kenningar og kyrkjusiði, og alt sem trú- arbrögðunum við kemr. X. Nátthagar. Eftir Hermanu Jónasson. f skýrslum búnaðarfélags suðramtsins fyrir árin 1884 —1886 sést, að töluvert hefir verið unnið að nátt- hagabyggingu hin tvö síðustu sumur. í skýrslu Sveins Sveinssouar búfræðings stendr meðal annars að hann hafi „í sumar starfað mest við vörzluskurði og byggiugu nátthaga. Það er kominn allmikill hugr í marga á þessari jarðabót (nátthögunum), sem menn þekkja af reynslu norðan og vestan frá. Nátt- hagarnir eru líka bezfa jarðabót“. Ef svo er, að margir hafi mikinn hug á að koma sér upp nátthögum, þá er málið þess vert, að það sé athugað á ýmsa vegu. Aðalkostir við nátthaga eru, að ærnar eru í sjálfheldu i þeim og nátthagiun ræktast. Enn þeir hafa og sína ókosti. Þegar kuld- ar og votviðri ganga um það leyti, sem ær eru hálf- berar, þá verðr þeim tilfinnanlegra, að vera kvíaðar í nátthögunum, enn ef þær væru frjálsar og gætu leitað sér skjóls eftir vild, alt fyrir það. þó skjól- garðar séu í nátthögunum. Enn fremr er það at- hugandi, að einkum er sókzt eftir að hafa nátthaga á sléttum eyrum eða grundum með fram ám, svo að eigi þurti að girða á alla vegu. Þar sem svo stendr á, er jarðvegr oft sendinn og grunnr og hefir því lítið bindingarafi, eða með öðrum orðum, áburðrinn geymist illa í honum, svo að búast má við, að á- burðrinn fari að forgörðum eða eyðist meira eða minna. Þegar nú nátthaginn er eigi að síðr orðinn svo ræktaðr, að hann megi nota til slægna, þá er eigi hægt að nota hann til fjárgeymslu; því að þá þarf hann að hafa næði til að spretta o. s. frv. Það verðr því að byggja annan nátthaga, sem hægt sé að nota þau sumur, er hinn nátthaginn endist til slægna. Að sönnu er liægt að halda nátthögunum í rækt, ef svo hagar til, að hægt sé að kvía lambfé í þeim á vorin. Óvíða hagar svo til, að áburðr sé aflögu frá tún- um, svo að hægt sé að halda nátthögunum við í rækt. Verðr því að láta ærnar rækta nátthagana til skiftis. Enn það er ekki hentugt, að rækta jörð- ina mjög mikið annan tímann, enn úttæma hana hinn tímann; enda veldr það ætíð meiri eða minni áburð- areyðslu. Enn séu nátthagar bygðir, þá verðr að hafa það hugfast að velja staði til þess, sem liggja í skjóli og að svo hagi til, að nátthagarnir geti ver-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.