Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1887, Page 3

Fjallkonan - 18.03.1887, Page 3
y FJALLKONAN. 31 ið hver hjá öðrum, því að við það sparast vinna við I hleðslu þeirra. Mikið haganlegra mundi því, að hýsa ær yíir nætr á sumrum, heldr enn að hafa þær í nátthögunum. Að sönnu er hægt að segja, að sunnanlands og við- j ar séu fénaðarhús óvíða í svo góðu lagi, að gerandi sé að hýsa fé í þeim á sumrin, sökum þess að of- mikii svækja og loftleysi mundi verða i þeim. Enn þau eru þá ekki heldr hentug á vetrum. Yæri því full þörf að bæta húsin; og óvist er að það yrði meiri kostnaðr að koma upp góðu húsi, sem mætti hýsa ær i á sumrum, heldr enn að byggja tvo eða fleiri nátthaga á sama bæ. Mikill munr er þó á hús- j eigninni og nátthagaeigninni; því að húsið er hægt að nota mestan hluta ársins, og viðhald á því verðr varla meira enn á nátthögunum. Hús, sem ætluð eru til sumarnotkunar, verðr að byggja á túnjaðri, svo að ærnar troði eigi túnið. Enn fremr verða þau að vera há, björt, lofthrein og nægilega rúmgóð. Enn í þessa kosti þurfa vetrarhús einnig að hafa; svo að i þegar hentugt sumarhús er bygt, þá er um leið bygt hentugt vetrarhús. Þau hús, sem höfð eru til sumarhýsingar, verða einnig að hafa tvær hurðir, aðra ofar, enn hina neðar, og skyldi hafa efri hurð- ina opna á nóttum; því að þá er síðr að óttast of mikinn hita og loftleysi. Einnig væri haganlegt, að hafa grindr úti fyrir, sem væru svo stórar, að mik- ill hluti áuna gæti komizt fyrir í þeim. Svo þegar ! veðr væri gott og þurt, ætti að hafa húsin opin, svo ! að ærnar gætu verið úti eða inni eftir vild. Enn þeg- ' ar votviðri væru, ætti að loka neðri hurðinni; þvi að annars er hætt við, að eitthvað af ánum liggi úti fyrir. Þegar ær eru hýstar á nóttum, verðr þess vel að gæta, að bera daglega hœfilega mikið í húsin af þuru ! rofi, mold, ösku, moðsalla, mosa, afraki eða þess hátt- ar, svo að liúsin séu alveg þur; þvi að ófært er, að ærnar liggi í bleytu, svo að þær verði óhreinar; enn fremr verðr áburðrinn beztr og mestr með þessu móti. Þegar þannig er farið að, þá geta menn hagnýtt á- burðinn eftir vild sinni, hvort sem þeir vilja nota hann til þess, að rækta betr túnið, eða ef það er í j góðri rækt áðr, þá að auka það út. Enda er það mikið hentgura heldr enn að hafa túnbletti hingað og þangað „út um hvippinn og hvappinn", sem ekki er þó hægt að nytja nema endr og sinnum. Það er orðíð nokkuð algengt um norðrland og víð- ar að hýsa ær á sumrum. Flestir láta vel yfir því, ef húsin eru hentug og vel hirt; þó fer þetta nokk- uð eftir því, hvernig sumarhagar eru. Þar sem hag- ar eru lélegir og langsóttir, hefir hýsing ekki þótt gefast vel. Þar á móti er mikil leitun á nátthögum ; um alt norðrland, eða að þeir séu notaðir. Að norð- an getr því ekki verið fengin reynsla fyrir kostum þeirra, enn þar á móti eru þeir nokkuð reyndir vestra. Fyrirspurnir. 1: Hvað á að gera til þess að venja menn af þvi að slæpast iðjulansir í búðunnm? 2. Má ekki panta blöðin hjá póstafgreiðslumönnunum eðapóst- meistaranum í Keykjavik? (Svör næst). Heilbrigðisþáttr. IV. Arfgengi. Eftir Dr. med. J. Jónassen. öllum er knnnugt, að barnið tekr i arf eftir toreldra sina ýmsa hæfilegleika, anuaðhvort til sálar eða likaiua; öllum er og kunnugt. að sjúkdómar gauga í erfðir. Uessir hæfilegleikar eða sjúkdóniar, sem barnið erfir, eru oft með ýmsu móti nokk- uð frábrugðnir þeim bæfilegleikum eða sjúkdómum, sem annað- hvort foreldrið hafði; þeir geta komið fram á barninu svo að meiri eða minni brögð eru að, og þá verðum vér að ætla, að hjá barninn sé meiri eða minni nwttœkilegleiki fyrir þeirn hæti- legleikum eða sjúkdómuin, sem vórn hjá toreldrunum. Barnið tekr þannig oft beinlínis í arf sjúkdóm annarshvors toreldris sins, enn það ber og eigi sjaldan við, að sjúkdómrinn á rót sina eigi beinlínis hjá föður eða móður, heldr hjá afa eða öiumu eða hjá eiuhverjum lengra úti ættinni (Atavismus). Maðrinn tekr arf sinn frá treimr, nfl. trá báðum foreldrunum, föður og móðnr, og með þvi að þessu cr þannig varið, þá getr verið nokkur munr á því, hversu mikil líkindi sén til, að maðr taki i arf þann sjúkdóm, sem annaðhvort foreldrið hatði. Ef bæði faðir og móðir hafa liaft, sama sjúkdóminn, þá eru mestu líkindi til, að barn þeirra erfi sama sjúkdóm, og ef þessi erfða- sjúkdómr fer nm marga liði, þá fer oft svo, að ættin annaðbvort veslast upp, eða deyr alveg út. Sé það aftr á móti annað for- eldrið, sem lvefir einhvern þann sjúkdóm, sem gengr í erfðir, t. a. m. faðirinn, enn móðirin er eins og gerist að heilsutari, nfl. hvorki mjög hraust né heilsulítil, þá er undir hælinn lagt. hvort sjúkdómrinn kemr fram á baruiuu, enn þvi er hœttarn rið að fá sjúkdóminn enn öðrum. Sé aftr á móti annað foreldrið mjög hraust að heilsu, þá hafa menn tekið eftir þvi, að þessi ágæta heilsa annars foreldrisins bæti nokkufl úr vanheilsu hins. og barni þeirra er síðr hætt við, að fá sjúkdóminn, og þegar barnið eld- ist og verðr fullorðið og giftist heilsugóðmn (kven)manni, ter oft svo, að sjúkdómstilefnið eða sjúkdómriun eins og hverfr, enn þess ber þó að geta, að þó getr þnð komið fyrir, að sjúkdómr- inn komi stundum aftr fram langt, um seinna í ættinni. Þegar vér tölum um erfðasjúkdóma, þá megum vér ekki ætla, að það sé sjálfsagt, að sjúkdómrinn komi fram á afkvæminu; það er svo langt frá því, að svo sé; enn á hinu bóginn eru á- valt nokkrar líkur til, að sjúkdómrinn kunni að koma frain; og oft er þá eitthvert tilefnið, seni kemr honum á stað; ég skal hér að eins nefna slæmt andrúmsloft, slæint viðrværi, slæm húsa- kynni, of mikla andlega eða likatnlega áreyuslu, drykkjuskap, of- kæling og ólifnað. Ég skal því næst fara nokkurum orðum um þá sjúkdóma, þar sem menn telja að arfgengi eigi mikinn lilut að máli. Þess- ir sjúkdómar geta verið bæði á líkamanmn og sálnnni. Ég skal fyrst taka fyrir hina líkamlegu. Það kemr fyrir, að margir í sömu ættinni veikjast sérstak- lega af einhverjum sjúkdómi á vissum stöðum á likamanum; svo virðist, sem sérstakr sjúkdómr eins og ríki í vissri ætt; þannig vill það til, að margir í einni ætt deyja af einhverjum sjúkdómi í kviðnum, að margir í ættinni deyja af sjúkdómi í heilanum eða hjartanu, og þannig sýnist eins og einhver veíkl- nn á vissnm stöðum í líkamanum bafi gengið i erfðir. Það er öllum kunnugt, að feitlægni gengr oft í erfðir og eins hármissir; það kemr oft fyrir, að sonrinn verðr sköllóttr eins og faðirinn, og það er skrítið, að skallinn er oft alveg eins á syninum eins og á föðurnum og kemr á sama aldri, enn þetta er eiginlega ekki sjúkdómr. Ég skal aftr á móti nefna sjúkdóm, sem mjög alment gengr i erfðir, og það er nœrsýni. Menn vita nú, að nærsýni kemr til af því, að bygging augans eigi er hin rétta, angað er beldr stórt á alla vegu, enn einkum er víddin fram og aftr of mikil; af þessu leiðir, að sú mynd, sem að réttn lagi ætti að koma fram á nethimnu augans, kemr fram fyrir framan hana og að eins óglögg mynd kemr á sjálfa nethimnuna. Barnið hefir eigi að eins erft nærsýni eftir annaðhvort foreldri sitt, heldr hefir

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.