Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1887, Page 1

Fjallkonan - 28.03.1887, Page 1
Kemr út þrisvar 4 ni4n- uöi, 36 blöð um 4riö. Árg. koetar 2 krónur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKGNAN. VaUlimar Ásmumlarson ritstjóri þessa blaös býr 1 Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 9. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 28. MARZ 1887. Lansn frá prestskap yar veitt 19. þ. m. Jóhanni Knóti Bene- diktssyni presti á Kálfatellsstað (vígð. 1849). Óveitt prestakall er því Káltafellsstaðr (776 kr.) Skipskaði. 20. þ. m. drnknaði i lendingu í Varaósi íRosm- hvalaneslireppi Magnós Magnósson, mórari frá Meiðastöðum og tveir menn aðrir. 23. þ. m. druknaði af skipinu „To Venner“ ungr maðr Jón- as Sigurðsson, féll ótbyrðis af þilfari. Skipstrand. 19. þ. m. strandaði frönsk íiskiskóta Petite Jeanne á Hraunsfjörum í Grindavík. Páll Þorkeisson gullsmiðr hér ór bænum hefir dvalið í Par- ís í vetr til að nema tannlækningar. Hann er nó kominn heim aftr með góðum vitnisburði kennenda sinna og byrjaðr á tann- lækningum og tannsmíði. Er það vel gert af óskólagengnnm manui að ljóka þessu námi á svo stuttnm tíma. Enn hr. Páll er einhver liinn skarpasti námsmaðr, og einkum hefir hann frá- hæra málfræðisgáfu; frakkneskan hefir ekki orðið honum til fyrirstöðu, því að hann skilr hana og talar mæta vel. Bókmentafélagið. Á fundi 26. febr. samþykti Hafnardeild- in tillögu Reykjavíkrdeildariunar (sjá Fjallk. 4. thl. þ. á.) um að leggja heimflutningsmálið í gerð þriggja manna, og kaus frá sinni hálfu sem gerðarmann stiftamtmann Hannes Finsen í Rípum, enn hafnaði sem oddamanni geheimeetazráði A. F. Krieger, er Reykjavíkrdeildin hafði kosið til þess, enn sem oddamann kaus Hafnardeildiu prófessor Konráð Maurer. — Að því er rík- irskuldabréf félagsins snertir, samþykti Hafnardeildin, að „ekki gæti komið til greina, að nokkuð af félagssjóðnum yrði sent Reykjavíkrdeildinni“, og var þó í ráði, að fá þau ótborguð í peningum, enda gat Hatnardeildin fengið það nmmælalaust frá hálfu „rikisskuldaforstjórans" án tillits til þess skilyrðis Reykja- víkrdeildarinnar, að henni yrðu sendar 9000 kr. af peningunum. Verzlunarfréttir frá ótlöndum líkar og i janóar. Heldr betra ótlit tyrir sölu á íslenzkum fiski á Spáni. Æðardónn að lækka í verði: 14—15 kr. Útlendar vörur við hið sama, nema kaffi heldr að liækka i verði. Þingmannaefni, sem bjóða sig fram í Vestmannaeyjnm, eru sögð 12 að töiu ; þar á meðal prestarnir síra Jón í Bjarnanesi og síra Þorkell á Reynivöllnm, Guðlaugr Guðmundsson cand. juris í Reykjavík og Móritz Halldórsson-Friðriksson læknir í Kliöfn. Allabrögð. Á Miðnesi komnir 3 hundr. hlutir, og allgóðr afli 1 Garðssjó á færi. í hinum veiðistöðunum við sunnanverð- an Faxafióa heldr tregr afli í net síðast. Nó fyrir helgina varð síldarvart í Kefiavik og aflaðist vel á hana, alt að 60 í hlut. Á Eyrarhakka eru eftir síðustu fréttum komnir 700 hlnt- ir, og í Þorlákshöfn 300. Fiskiskótur ór Rvík og í grendinni, er allar lögðu ót 14. þ. m., eru sumar komnar og eru að koma í dag, hafa aflað 2—4000. Framsýni, búnaðr, þekking, uppeldi. Framsýni er dýrmætr mannkostr, og sá, sem er eigi íramsýnn, getr eigi vænzt stöðugrar hagsæld- ar. Enn sá, sem f'ramsýnn er og neytir þannig skyn- semi sinnar, getr eigi farið á mis við hagsæld í mörg- um greinum. Enn hvað er framsýni? Það er fram- sýni, að skoða við ljós skynseminnar hverjar verða muni eðlilegar afieiðingar af þeim áformum og at- höfnum, sem maðr í hvert skifti tekr fyrir, og hvað af því leiði, að láta þetta eða hitt ðgert, svo og hverjar hindranir auðveldlega geta fyrir komið og hvernig hjá þeim verði sneitt eða dregið úr áhrifum þeirra. Sumum mönnum er meðsköpuð framsýni; þeiin vegnar oftast betr enn öðrum, sem virðast þð tara eins að; enn þegar betr er að gætt, er munr- inn auðsær og oft fólginn í smáatvikum, sem þorra manna virðast ómerkileg, eða jafnvel óráðleg. Sum- ir hirða t. d. ekkert um, að hafa góðan áburð á tún i sin og telja eigi ómnksvert að bera ösku og mold í Qósin; enn góðir búinenn reyna þar á mótiaðdrýgja áburðinn á allar lundir. Sumir velja sér haugstæði þar sem mest hallar frá haugnum, enn aðrir búa svo um, að ekkert geti runnið í burtu. Sumum þyk- ir áburðrinn einkis virði; aðrir telja hann beztu bú- manus eign. Hver verðr nú árangrinn? Báðir kosta jöfnu til. Annar fær miklu minni töðu og kraft- minni. Margir leggja jafnt á sig við heyskapinn og kosta jafnmiklu til, enn þó verðr oft mikill munr á uotagildi heyjanna. Sumir láta licy sitt sjaldan liggja flatt á nóttum ; aðrir láta það liggja hvernig sem viðrar, þar til það er orðið nægilega þurt eða svo kjarnlaust, að hættulítið er að hauga því sainan í tóft, og hirða ekkert þótt að nokkur liluti at því fóðrgildi, sem enn er eftir í því, brenni síðan í burtu. Hinir fyrnefndu ná heyi sínu með fullu fóðrgildi og vel þuru; mega þeir þá vera áhyggjulausir um hey- feng sinn og geta rólegir aflað sér meiri heyja, þar sem liinir síðarnefndu verða með óþreyju að eyða nokkuru af vinnukrafti sínum til að forða hálfnýt- um heyfeng frá algerðri eyðilegging. Þó sést fyrir- irhyggjuskortrinn víðast og glöggast á heyjaásetn- inginum, þrátt fyrir liátöluð viðvörunardæmi í allri búnaðarsögu landsins frá byggingu þess, þar sem fénaðr- inn liefir lirunið niðr í hordauða jafnharðan sem hann hefir fjölgað. Þannig hefir óframsýnin eða fyrirhyggju- leysið hefndina á hælum sér. Hafi menn nú eigi þekkingu á reynslu fyrri manna og eðli hlutanna, þá verðr hinn andlegi sjóndeildarhringr ærið þrðngr; ályktanirnar og úrræðin ærið tvísýn. Ætli maðr að byggja áform sín og athafnir á eigin reynslu, án 1 þess að leita sér þekkingar á eðli þeirra liluta er hagnaðinn gefa, þá er sú fyrirhyggja eins vis að verða til skaða sem hagnaðar, enn sá lærdómr, sem maðrinn þannig fær af eiginni reynslu, er sá dýr- keyptasti og oft óáreiðanlegr. Til dæmis; bóndi ber mikið af illa hirtum áburði á túnið og hefir að öllu leyti illa hirðing á túninu; þegar svo grasið sprettr miðr, enn bóndi vonaðist eftir, kennir hann það nátf- úrunni, jafnvei þótt aðrir, sem hafa aflað sér þekk- ingar hjá grasræktarfróðum mönnum, af ræðum eða ritum, þykist enga ástæðu hafa til slíkrar umkvört- unar. Sami bóndi dregr að hýsa fénað sinn fram i snjóa, þótt ótíð og hagleysur sé, og svo dregr hann

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.