Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.03.1887, Blaðsíða 4
36 FJALLKONAN. ast nabbarnir í önnur líffæri, svo sem i garnirnar (garnatæring). heilann (heilatæring. heilabólga), barkann, nýrun og viðar, og allsstaðar þar sem nabbarnir setjast að, magnast þeir og eyða út frá sér og gjöreyða oft heilt líffæri. Menn eru nú komnir að raun um, að tæringin líkt og holds- veikin sé nœmr sjúkdómr, jafnframt því sem liann er arfgengr, og mönnum hefir tekizt að finna og sýna hinar smáu agnir (bakteríur), sem ekki að eins bera sjúkdóminn frá einum á auu- an, heldr og eru í raun og veru aðal-sjúkdómsefnið. Ti 1 ritstjóra „Fjallkonunnar“. Hr. ritstjóri! — Ég hefi frá upphafi keypt blað yðar og hefir mér í mörgu líkað vel við það, því að stefna þess er frjálsleg og fiestar greinir í blaðinu fremr vel ritaðar, þó að auðvitað verði oft talsverðr meiningamunr á smærri atriðum þeirra mála, sem að frumsetniugum og stefnu eru að þjóðar skapi. Blað yðar sneiðir sig að mestu hjá persónulegum deilum eða ver sem minstu rúmi til þess háttar ópólitiskra smámuna. — Nú er þó eitt, sem mér eigi hefir líkað við tvö tölublöð af blaði yðar og það er virðingarleysi fyrir trúarlegri helgi, sem kemr fram í myndasmiðsreikningnnm (í 4. tbl. þ. á.) og hægrimanna-„faðir- vori“. Þér ættuð framvegis að forðast slíka óvirðulega með- ferð helgra hluta, er sært getr viðkvæmar tilfinningar vand- lætisfullra manna. Ég treysti því, að þér sem góðr blaðamaðr hljótið þó að bera virðingu fyrir hinu helga og háleita, eink- um þar sem þér eruð sá eini af blaðamönnum nú, sem leitast við að benda á ýmsa galla þjóðkyrkjunnar og vekja hana af þeim doða, er um langan tíina hefir altekið hana, áðr enn doð- inn kemst allsstaðar inn að hjörtunum og engu verðr framar við bjargað uema með stórkostlegri byltingu. Prtstr. Svar ritstj. Hreinskilnilega skal ég játa það, að ofannefndr reikningr er óheppilega orðaðr, enn það var langt frá mér, að gera með honuin gys að trúarbrögðunum eins og þau nú eru. Beikuiugrinn er tekinn eftir nærri 200 ára gömlu sk.ja.li, og hann á einungis að sýua hjákátleik myndadýrkunarinnar og uppáhald fornfálegra mynda í kyrkjunum á fyrri tímum. — Um hægrimanna-„faðir-vor“ er hið sama að segja; það sýnir einungis að menn beita sárbeittustu orðtækjum til að sýna fram á hve mikinn átrúnað hægrimeun hafi á Estrup og ráða- neytinu. Það sé fjarri mér, að vilja i nokkuru draga dár að trú eða trúrækni; ég veit, að menn mega eigi fara gálauslega með það, sem þorra inanna er kærast og helgast. Ég skal einnig heita því, að varast alt slikt framvegis í blaðinu og jafnframt alt persónulegt smámuna-þras sem blaðið hef- ir stundum ekki verið laust við að nndanförnu. Nóg annað efni er fyrir hendi. Srör. (Sjá spurningarnar í siðasta blaði). —:o:— 1. Nokkurir kaupmenn hér í bænum hafa látið prenta aug- lýsingar og fest þær upp í búðunum, þess efnis, að öllum komu- mönuum, sem ekki ætla sér að kaupa eitthvað, er bannað að standa í búðunum. Svo virðist sem menn skeyti lítt þessu banni og álíti sér heimilt að slæpast í búðunum sem þá lystir og vefjast þar fyrir starfaudi mönnum. Til þess að venja menn af þessum ósið ættu verzlunarmenn að brýna iðulega fyr- ir slæpingunum, hve svívirðilegr landeyðuskapr það er, að eyða þannig tímanum til ónýtis, enn dugi ekki slíkar fortölur, ætti þeir að reka slæpingana út úr búðunuin; þeir hafa fulla heim- ild til þess; eða ef þeir vilja eigi gera það, mundi bæjarfóget- inn gera það, ef hann væri til kvaddr, enda gerði Ulstrup bæj- arfógeti það á sinni tíð og varð góðr árangr af því. 2. Sainkvæmt póstlöguuum (9. gr. i tilskipun um póstmál á íslandi 26. febr. 1872), má panta dagblöð og tímarit hjá póstmeistara og póstafgreiðslumönnuin. Er póststjórnin skyld að annast um sendingu blaðanna eða timaritanna til áskrifenda og krefr hún andvirði þeirra. Þeir sem þykjast verða fyrir vanskilum á blaðasendingum ættu helzt að panta blöð hjá póst- stjórninni og skifta eingöngu við hana. AUGLÝSINGAR. Nýtt hús til sölu, á góðum stað, um 14 álna langt og rúml. 10 álna breitt, einloftað, við ein» aðalgötu bæjarins. Mjög vægt verð og líðun á andvirði. Ritstj. vísar á seljanda. Efnafræði, samantekin af Benedict Gröndal, 5 arkir. Verð 50 aura. Fæst hjá Sigm. Guðmundssyni. „Hugsaðu sjálfr“, eftir Robert Ingersoll, þýtt á norsku af Björnstjerne Björnson, og á íslenzku af góð- um þýðara, kemr bráðum út á minn kostnað. Verðr selt mjög ódýrt. Sigm. Guðniundsson. Tannlækningar. Eftir að ég hefi verið í Parísarborg á Frakklandi og numið þar bæði bóklega og verkl. tannlækning, þá leyfi ég mér hér með, að láta hina heiðruðu landa mina vita, að ég tek að mér alls konar tannlækningar, hvort heldr er að rétta skögul- tennr eða munn á mönnum innan 40 ára aldrs, eða þá að búa til tannraðir heilar eða i pörtum. Sé þess óskað, geta fengizt tennr settar í munna án um- gerðar, og er það hin þægilegasta og jafnframt hin bezta tannviðgerð, sem fengizt getr, þegar tennr á annað borð þurfa. Þess skal og getið, að við tannlækninguna verðr ekki höfð sú að- ferð, að rífa eða draga út tennr, nema í ýtrustu nauðsyn, þar eð slík aðferð getr bakað mönnum bæði sjbnar- og heyrn- arleysi eftir skoðun hinna beztu tannlækna i Parísarborg nú. Öll þau verhfæri, sem nauðsynleg eru, hverju nafni sem nefnast, bæði við tanngerð og iannlœkning, hefi ég á vinnu- stofu minni; enn fremr skal þess getið, að tannverkr (tann- pina), sem hingað til hefir þótt ólœknandi, nema dregin sé út tönn eða tennr, læknast á 5—10 mínútum, án þess að tönnin sé tekin burtu eða á nokkurn hátt skert. Lækningar- aðferðin er með öllu hættulaus, já, svo hættulaus, að menn geta rent því niðr, sem upp í þá er látið. Meðul sel 'eg engin út frá mér; verða því allir, er kynnu að vilja nota hjálp mína, að koma heim til min. Ég leyfi mér hér með. að setja verð á liinu helzta, er menn venjulegast þnrfa á að lialda frá tannlækni: Tannir með umgerð í allan muun kosta mest frá 50—60 kr. eftir gæðnm. ----i hálfan munninn frá 25—30 kr Ein einstök tönn með uingerð 3—4 kr. 2 tannir í senn (eftir gæðum) 5—6 kr. Að draga út tönn (o: eina tönn) 1 kr. Að fylla tennr verðr eftir því, hvað mikið er að gera við þær. Að fylla eina tönu kostar 1,50. Margar í senn verðr minna en 1,50 fyrir liverja eina. Reykjavík 23. marz 1887. Páll Þorkelsson. Bækr þessar verða keyptar á skrifstofu Fjallkonunnar: Árbækr íslands XII. deild. Safn til sögu íslands, 1. hefti. —------------------------------------------------------------ Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá rit- stjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. ■-------------------------------------------------------------- jtT BL6Ð sem verða keypt á skrifstofu „Fjallku. | Islandske Maanedstidender. — Minnisverð tiðindi. — Ingólfr. — 1 Þjóðólfr. 1.—32 árg. — Baldr. — ísafold. — Norðri — Norð- ! anfari. — Norðlingr. — íslendingr meiri og minni. — Tím- ] inn. — Fróði. — Leifr. _______ _ Prentuá hjá Sigm. GuBmundssyni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.