Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 43 mæla sýnisbók alls heimsins frá elztu tímum fram á vora daga. J. Sclierr var eldheitr frelsismaðr og öll rit hans hin andrikustu. Stærsti stjörnukikir í heimi verðr sá, er verið er að smiða í stjörnufræðisstofnuninni á Hamiltcftisfjalli í Kaliforníu. Kíkirinn er 36 þuml. i þvermál. í kiki þessum færist tunglið svo að jörðunni fyr- ir auga áhorfandans, sem það væri 15 danskar mil- ur frá jörðu. Þegar þess er gætt, að loftslagið í Kaliforníu er eitt hið hreinasta og kyrrasta í heimi, má vænta þess, að stjörnufræðingar finni marga nýja himinhnetti, þegar þessi kíkir verðr notaðr, og eink- um, að menn verði margs visari um hnetti þá, sem næstir eru jörðunni, t. d. Mars, sein uú er talið vist, að bygðr sé mannlegum verum. Barnum, kynjasýningamaðrinn mikli í Ameríku, liefir að sögn í ráði að ferðast um Evrópu i sumar með töruneyti sínu, enda er mælt honum þyki sér verða miðr til fjár á síðustu áruuum. Hefir hann þó allgóðar tekjur; árið 1885 græddi hann t. d. á einum degi i Boston 60,000 kr. eða 400,000 kr. á rúmri viku. Enn á ferðum sinum kostar hann að jafnaði til 17000 kr. á hveijum degi; tekjurnar á dag eru að meðaltali 37000 kr. og dagsgróðinn er því 20,000 kr. í föruneyti sinu hefir liann um 700 manna, kynjamenn ýmsa, risa, dverga og villiraeun auk þjóna sinna. Hann hefir 400 hesta, 30 tíla og 18 ljón; og auk þess fjölda af ýmsum villidýrum, tígra, panþerdýr o. s. frv. Nátthagar. í áttnnda tbl. Fjallkonunnar þ. á. hefir herra Hermanu Jón- asson bútræðingr komið fram með skoðanir síuar á nátthöguin og gagnsemi og ókostum þeirra. Með því að ég ekki get ver- ið honum samdóma í áliti hans á þessu málefni, leyfi ég mér, að koma fram með nokkrar athugasemdir þessu viðvíkjandi. Aðalkostir nátthagauna, segir Hermann, eru það, að ærnar eru í sjálfheldu i þeim á nóttunni, og nátthaginn ræktast. — Mikið rétt; enn þetta eru heldr engir smáræðis kostir, ef svo er, að ærnar líða engin ónot við það, og það hefir hann ekki sýnt. Það er aðgætandi, að nátthagarnir ræktast svo að segja af sjálfu sér, án þess að maðr þurfi að taka nokkurn áburð frá túninu til þeirra, þar eð menn allvíðast, alt þangað til þeir komu sér upp nátthögum, liafa látið ærnar ganga úti í hög- unum á nóttunni og svo smalað þeim saman á morgnana, eins j og venja hefir verið, svo að áburðrinn hefir þannig tapazt frá allri ræktaðri jörð. Kostnaðrinn við nátthagana hefir einungis verið i fyrstunni sá, að koma upp girðingunum utan um þá, eun eftir því, sem landslagi liagar, kostar það misjafnt. Ef að jörðin er djúp með seigri grasrót er nóg að hafa garðinn ein- | hlaðinn, nefnilega þeim megin sem að haganum snýr, með breið- um skurði þeim megin. Maðr hleðr þá garðinn upp úr skurð- inum, og þannig þorr.ar nátthaginn með sama, ef að þar er deiglent. Af slíkum garði getr meðal verkmaðr hlaðið 6—8 | faðma á dag. Sé jarðvegrinn þar á móti grunnr og rótlaus verðr að hafa garðinn tvíhlaðinn, og þá getr maðrinn tæplega hlaðið meira enn 3 faðma á dag af gripheldum garði, og enn þá minna, ef hlaða skal úr grjóti og flytja það að; enn þetta kostar samt ekki meira enn túngarðarnir kosta. Að girða tvær dagsláttur i kring kostar þá með einföldum garði 24—30dags- verk; og með tveföldum um 50—60. — í Borgarfirði bjó ég til nátthaga vorið 1885, sem var um 3'/, dagslátta að flatar- máli; hann var með einhlöðnum garði, og gengu til þessa mill- um 30 og 40 dagsverk, enn ekki þurfti alveg að hlaða garð í I kringum á alla vegu. í þessum nátthaga vóru svo ærnar liýst- ar alt það sumar, og gerðu þær eins mikið gagn og áðr og vóru þó töluverðir kuldar og votviðri. — Siðastliðið sumar var hann svo sleginn, og fengust af honum 19 hestar eða rúmlega hálft kýrfóðr. Það er auðvitað, að maðr þarf að hafa tvo nátt- haga til þess að geta hýst ærnar hvert sumar og þó haft einn : til sláttar, enn hafi maðr þrjá getr maðr slegið tvo árlega, því maðr getr rekið í þá lambfé á vorin, hýst í þeim ærnar á sumrin, haft einatt i þeim hross og tjársöfn á haustin. — Ég heti heyrt alla, sem kunnngir eru, vera vel ánægða yfir árangrinuni af nátthagabyggingum sinum, og engan hefi ég heyrt kvarta yfir því, að ærnar geltust eða liefðu með öðrum liætti ilt af að vera hýstar í nátthögum. Sumir liafa enda haldið þvi fram, að ærnar mjólkuðu betr við það, að vera hýstar i nátthaga, heldr enn við að ganga lausar á nóttunni út i haganum, enn slíkt getr tæplega átt sér stað, nema þar sem rekstr er langr í og úr haga. — Það á betr við sauðfé, að liggja úti á nótt- um í bærilegu veðri i nátthaga, lieldr enn að vera lokað inni í húsi, eða í færikvium þar sem einatt er ekkert skjól. — Þegar mjög slæint er veðr að kveldi, hýsa menu venjulega ærnar í húsi, hvort sem nátthagi er til eða ekki. Það er enganveginn svo, eins og Hermann segir, að menn hafi svo víða sókzt eftir að byggja nátthaga á árbökkum, og svo er það ekki ætíð, að þar sé laus og grunnr jarðvegr; hanu er þar einatt leirblandinn og heldr vel áburði og er frjór at' nátt- úrnnni. — „Það er ekki hentugtu, segir Hennann enn fremr, „að rækta jörðina mjög ntikið annau timanu, er úttæma hana hinn timanu". Hanii meinar þet.ta til náttbaganua, sem fá á- burð annaðhvort sumar. Hvernig fara menn að viða erlendis? Þar bera þeir einatt ákaflega inikið á at áburði eitt eða tteiri ár í röð, og svo ekkert í uæstu 3—4 ár, enu slá þó áriega. — Að ekki sé hentugt að liafa túnbletti „liingað og þaugað út um hvippinu og hvappinn“ nær t.æplega til nátthaganna, því menn byggja þá helzt nálægt túnunum, enn verða þar á móti einatt að sækja mestan sinn útheyskap „út um hvippinn og hvappinn“. Er þá ekki nær fyrir menn að auka heyskapinn heima við bæina? — Næstnm ævinlega velja menn slétt svæði fyrir nátthaga, þar sera hægt er að koma þvi við, og ern þeir því venjulega langtum greiðari til aðvinnslu heldr enn túnin gerast oft. Flestir munu líka hafa nægilega heilbrigða skyn- semi til að finna það út sjálfir, að: „séu nátthagar bygðir, þá verðr að hafa það hugfast, að velja staði til þess, sem liggja i skjóli og að svo liagi til, að nátthagarnir geti verið Itver hjá öðrum, því við það sparast vinna við hleðslu þeirra". Hvað „reynslunni“ viðvikr í þessu efni, þá get ég ekki séð, að hér sé um óviss fyrirtæki eða neinar nýungar að ræða. Hér er ekki um það að ræða, að innfæra útlenda jarðrækt, eða nýj- ar jurtategundir. Nátthagarnir eru einungis endrbætt útgáfa af færikvíunum, sem hafa svo oft verið brúkaðar fyrir sjA.lt- heldu handa ánum á nóttunni. Hér er enn freinr einungis um það að ræða, hvort hyggilegra sé að loka sauðfé inni i húsum á nóttunni um hásumarið, eða hafa það úti undir beru lofti. Þetta er ekkert nýtt spursmál, lieldr er það gainalt, enn ég vona, að flestir séu á því síðara. Fyrir vestan hafa meim haft nátthaga *ú í allmörg ár og hafa þeir reynzt vel; þeir fiunast einnig fyrir norðau i Stranda- og Húnavatnssýslu, og nú uýlega eru þeir faruir að tiðkast hér sunnanlands. Sveinn búfrœðingr. Herra ritstjóri! Viljið þér vera svo frjálslyndr, að svara mér, sem blaðamaðr — ekki sem prívaticaðr, né heldr sem maðr, er ég þykist hafa fremr gert gott enn illt —: hver var tilgangr yðar með smá- greininni í 5. tbl. Fjallk. þ. á., með fyrirsögniuni: „Matth. Joch- umsson og Channing“ ? Eða því tókuð þér þá ekki hina enskn grein alla, og því hefir þýðing yðar orðið svo skökk og skæld? Þar sem t. d. stóð: „my (excellent) translation“, o. s frv. takið þér svigana bnrtu. Má vera, að mér hafi orðið á, að við hafa það naíva lýsingarorð (ég vil ekki þræta um það). og í ensk- unni stendr það, enn svigunum hafið þér kipt burtu; enn þótt yðr hafi langað mikið til að narta í mig með þessu, áttu þér ekki að gleyma að geta þess, að enskir blaðamenn taka oft klausur úr privatbréfum óredigeraðar eða ólagfærðar í samtin- ingsbálka sina; enn það á miðr við hjá oss, þar sem liver þekk~ ir annan. Líka vil ég spyrja yðr að því, hvort yðr þyki ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.