Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.04.1887, Blaðsíða 4
44 F JALLKON AN. miklu skifta að rit Channings yrðu þýdd og lesin á íslenzku. Ef svo er, þá sé ég ekki betr, enn að yðr standi nær, að gefa þeim ritum meðmæli yðar, heldr enn að elta orð mín úr út- lendum blöðum — þótt þau orð komi kýmilega við hér, eða þótt þau aldrei nema bendi til, að ég gæti þegið lítinn styrk enskra mannvina, til þess að geta sýnt á prenti vandaða þýð- ing á einhverri þeirri ritgerð, sem ég þekki eins og skapaða til að efla sannarlegt frelsi og framfarir á voru fátæka landi, Ég hefl þýtt fjóra fyrirlestra eftir Channing, sem ég ekki get prentað að svo stöddu, enn boðið hef ég þá vorum mentafélög- um, enda með helmings afslætti af venjulegum ritlaunum, og þar hjá sagt, að fengi ég lítinn styrk erlendis, mundu þýðing- ar þessar fást hjá mér til prentunar fyrir engin laun. 15./3—87. Matthías Jochumsson. Svar ritstj. Fjallkonan tók upp ofannefnda grein úr hinu enska blaði einungis til þess, að fræða alþýðu um þýðingarstörf j síra M. J. Þet.ta hlaut að vera áreiðanlegt, þar sem hann sagði sjálfr frá. Slíka smámuni, sem innilokunarmerkið hirðum vér ei að eita. Annars gleðr það Fjallkonuna, að von sé á þýðing- um á ýmsum fyrirlestrum Channings. Leiðrétting. í síðasta bl. ísafoldar, 13. þ. m., er getið um lát sira Jóns Eiríkssonar, uppgjafaprests frá Stóra-Núpi, er andaðist 4. marz þ. á., og svo ætlar blaðið að fræða menn dá- lítið um ætterni hans og æviatriði, enn í stað þess segir það ævisögu síra Jóns Eirikssonar á Undirfelli. sem er dáinn fyrir 28 árum (1859), og gat því ekki dáið aftr í vetr. Þessum tveimr klerkum er þannig slengt saman, að tekinn er fyrri hlutinn af ævi síra Jóns á Stóra-Núpi, þ. e. blaðið lætr hann eiga foreldra og fæðingar-ár nafna sins á Undirfelli, o. s. frv. Það sem villunni veldr er líklega það, að þeir nafnar eru báð- ir útskrifaðir sama árið 1827 af biskupi H. G. Thordersen, er þá var prestr í Odda (enn ekki í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem ísaf. segir). Jóu Eiríksson á Undirfelli er var fæddr á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 23. sept. 1801 og dó 1859, er því allr annar maðr enn nafni hans síra Jón Eiríksson á Stóra- | Núpi, er dó í f. m., því að hann var fæddr í Ási í Holtum í Rangárvallasýslu 1807, og vóru foreldrar hans Eiríkr hrepp- stjóri Sveinsson, dhrm. í Ási (dáinn 6. des. 1844, 82 ára), systr- son Jóns Eiríkssonar konferensráðs1, og seinni kona hans Guð- rún Jónsdóttir, systir Steingríms biskups. Ólst hann fyrst upp 1 hjá foreldrum sínum í Ási, þangað til hann var á 13. ári; þá í fór hann að Odda til móðurbróðr síns, er þá var þar prófastr, og var hjá honum 4 ár (1820—24), enn svo var hann 1 ár hjá foreldrum sinum eftir að móðurbróðir hans var sigldr til bisk- j upsvigslu. 1825 var honum komið til kenslu hjá sira Helga i Thordersen í Odda, og var útskrifaðr af honum vorið 1827, og varð þá jafnskjótt skrifari hjá Magnúsi Stephensen, sýslumanni 1 í Vatnsdal, enn 6. júlí 1834 vigðist hann aðstoðarprestr til j sra Brynjólfs Árnasonar í Meðallandsþingum, fékk Stórólfshvolsþing j 11. des. 1839, enn Stóra-Núp 5. okt. 1859 og íluttist þangað vorið 1860. Hann fékk lausn frá prestsskap 28. júlí 1880, og fluttist svo að Hrepphólum í Ytri-Hrepp og andaðist þar hjá Sigurði syni sinum 4. f. m. áttræðr að aldri. — Kona hans var Guðrún dóttir Páls prests Ólafssonar i Guttormshaga, þess er druknaði með Þórarni sýslumanni Öfjörd 14. sept. 1823. Einn son þeirra hjóna var síra Páll í Hestþingum, (d. 1875). H. Þ. 1) Eiríkr var hróðir síra Bened. Sveinssonar i Hraungerði, afa Bened. sýslum. Sveinssonar. AUGLÝSINGAR. Frakkneska. Ég undirskrifaðr veiti tilsögn i frakknesku, einn tíma á hverjum degi, kl. 5—6. Ég haga kenslunni á praktiskan hátt og ven nemendr við að tala og rita málið. Páll Þorkelsson. Á næstliðnu hausti var mér dregin hvithyrnd gimbur vetr- gömul, með mínu rétta marki: blaðstýft fr. h., biti fr. v., enn að auki brennimerkt B 5. Hver, sem getr sannað eignarrétt sinn að kind þessari, getr snúið sér til mín. Hlíð í Hörðudal 22. marz 1887. Teitr Bergsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá rit- stjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja lát sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Tannlækningar. Eftir að ég hefi verið i Parísarborg á Frakklandi og numið þar bæði bóklega og verkl. tannlækning, þá leyfi éa' mér hér með, að láta hina heiðruðu landa mina vita, að ég tek að mér alls konar tannlækningar, hvort heldr er að rétta skögul- tennr eða munn á mönnum innan 40 ára aldrs, eða þá að búa til tannraðir heilar eða í pörtum. Sé þess óskað, geta fengizt tennr settar í munna án um- gerðar, og er það hin þægilegasta og jafnframt hin bezta tannviðgerð, sem fengizt getr, þegar tennr á annað borðþurfa. Þess skal og getið, að við tannlækninguna verðr ekki hofð sú að- ferð, að rífa eða draga út tennr, nema i ýtrustu nauðsyn, þar eð slik aðferð getr bakað mönnum bæði sjónar- og heyrn- arleysi eftir skoðun hinna beztu tannlækna í Parísarborg nú. ÖU þau verkfœri, sem nauðsynleg eru, hverju nafni sem nefnast, bæði við tanngerð og tannlœkning, hefl ég á vinnu- stofu minni; enn fremr skal þess getið, að tannverkr (tann- pína), sem hingað til hefir þótt ólœknandi, nema dregin sé út tönn eða tennr, læknast á 5—10 mínútum, án þess að tönnin sé tekin burtu eða á nokkurn hátt skert. Lækningar- aðferðin er með öllu hættulaus, já, svo hættulaus, að menn geta rent því niðr, sem upp i þá er látið. Meðul sel ég engin út frá mér; verða því allir, er kynnu að vilja nota hjálp mína, að koma heim til mín. Ég leyfi mér hér með. að setja verð á hinu helzta, er menn venjulegast þurfa á að lialda frá tannlækni: Tannir með umgerð í allan munn kosta mest frá 50—60 kr. eftir gæðum. ----i hálfan munninn frá 25—30 kr. Ein einstök tönn með umgerð 3—4 kr. 2 tannir í senn (eftir gæðum) 5—6 kr. Að draga út tönn (o: eina tönn) 1 kr. Að fylla tennr verðr eftir því, hvað mikið er að gera við þær. Að fylla eina tönn kostar 1,50. Margar í senn verðr minna en 1,50 fyrir hverja eina. Páll Þorkelsson. Brjóstnál úr silfri hefir fundizt á Reykjavíkr götum. Eigandinn má vitja hennar lijá ritstj. þessa blaðs gegn fundarlaunum og borgunfyrir aug- lýsiugu þessa. Þjóffrelsiswhisky (nokkurar flöskur til sumarmálanna) er til sölu. Ritstjóri vísar á seljanda. Ég finn það siðferðislega skyldu mína, að geta þess opinber- lega, að ungfrú Karitas Einarsdóttir, nú á Prestsbakka í Kleif- ahreppi, sem ég var samtimis heimilismaðr um tvö ár, gaf mér, þegar við skildum að samvistum, mjólkandi kvígu, auk margs annars veglyndis er hún ávalt auðsýndi mér meðan við dvöldum saman. Þessa stórmannlegu rausnargjöf bið ég náðar- ríkan guð að launa henni af rikdómi náðar sinnar. Sandaseli 20. marz. 1887. Guðríðr Arnadóttir. Prentuð b.j k Sigm. Guðmundssyni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.