Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1887, Side 3

Fjallkonan - 28.04.1887, Side 3
F.TALLKO N A N . 47 gerir erfiðleika á því að eitt þjóðkyn fái yfirhönd i Evrópu. Enn það eru og fleiri ástæður sem mæla móti þvi. Hargir halda, að slafneska kynið muni þegar fram líða stundir verða ofan á, og er sú ætlun sprottin af því, að þeim miklast hin stórkostlega víðátta rúss- neska ríkisins. Enn þesskonar ytri stærðarhlutfóll eru alls enginn mælikvarði. Slafneska kyniðerengu nær einingunni enn hið germanska og rómanska. Það vantar og mikið á, að það taki germanska kyn- inu fram að fólksfjölda og pólitískri þýðingu. Slaf- neska kynið skiftist í hið rússneska, pólska, tschecho- slafneska og suðr-slafneska, sem alt er innbyrðis ó- samþykt, enn að tölu gerir það 120 miljónir manna. Það er að eins eitt stórríki, sem slafneska kyninu hefir tekizt að mynda, nefnilega rússneska ríkið. og fyrir utan Evrópu hafa þeir engu komið á laggir, sem stórlega kveði að í pólitisku tilliti, því Sibería er of lítið ræktuð til þess enn, að hún verði talin sem þýðingarmikil slafnesk nýlenda. Þá kveðr þó meira að frainförum Rómana, enn langt eru þeir þó einnig frá þjóðríkislegri sameingu, því þeir hafa framleitt heila röð af ríkjum. nefnilega Frakkland, Spán, Portúgal, ítaliu og Rúmeniu; af þessum ríkjum er það Frakklaud eitt, sem verulega pólitiska þýðingu liefir, þótt Ítalía sé reyndar einnig talin með stórveldum. — Enn i nýlendugerð eru Rómanar langt um fremri Slöfum; það eru víðáttu- j mikil svæði í Norðr-Ameríku og Suðr-Ameríku, sem Spánverjar og Portúgalsmenn hafa nýbygt og rækt- að (kólónísérað); aftr hefir Frakkland afkastað meiru í Afríku. Enn þrátt fyrir þetta eru Rómanar i öll- um heimsálfum samtals ekki flciri enn 100 miljónir. Fjölgunin hjá þeim verðr ininni ár írá ári, og fólks- tala þeirra stendr nálega i stað. Og þótt því sé sízt að neita, að þeir hafi gert talsvert til að út- breiða mentun og menningu. þá standa þeir samt Germönum á baki, sem eru góðum mun manníieiri enn Slafar og Rómanar. Þjóðiruar af hinu germanska kyni hafa stofnað þrjú stórríki, þýzka ríkið, hið enska lieimsriki og hið engilsaxneska friveldi Bandarikjanna i Norðr- Ameríku. Þjóðverjar hafa myndað afburðamikið ríki í Evrópu, og Engilsaxar, sem einnig eru af germönsku kyni, hafa stofnað tvö stórríki, annað í gamla heim- ; inum enn hitt í nýja heimi; þar á mót hetír Skaud- ínöfum (norðrlandamönnum), sem lika eru af ger- mönsku kyni, ekki enn þá auðnazt að koma voldugu ríki á legg. Af hinum þremr aðalgreinum ger- manska þjóðkynsins, hinni þýzku, engilsaxnesku og skandinafiskn (er innibindr Svía, Norðmenu og Dani), er hin engilsaxneska lang-fólktíest, með nærfelt 100 miljónum manna; þar næst er hin þýzka með nær- felt 80 miij., þar sem Skandinafar eru að eins eitt- hvað 14. milj. að tölu; þannig eru Germanar að öllu samtöldu 194 milj. og skortir eigi mjög mikið (einar 25 miljónir) á að þeir séu eins mannmargir og Slaf- ar og Rómanar til samans, enn þeir eru 220 miljónir. Með því mikla fjölgunarmegni, sem fylgir hinu ger- manska kyni, má óhætt gera ráð fyrir, að eigi líði á mjög löngu áðr enn Germanar eru orðnir Slöfumjog Rómönum yfirsterkari að tölu. Enn að því er til ríkjamyndunar kemr, þá eru Germanar hinum miklu fremri, því aðþeir liafa stofn- að þrjú stórriki, Þýzkaland, England og Bandaríkin i Norðr-Ameríku, enn þessi riki yfirstíga stórum að aflsmunum og atkvæði öll önnur ríki, sem stofnuð hafa verið af þjóðum hins slafneska og rónmnska kynstofns. Mest er þó um það vert, að í nýlendu stofnunum skara Germaimr langt fram úr báðum hinum, og sanna þar með andlega og líkamlega yfirburði sina. Hvort Indland sé móðurland Gernmna þeirra. sem eru af hinni arisku þjóðætt, er nú álitið mjög svo vafasamt. Enn hvað sem öðru liðr. þá er það vist, að Germanar lmfa í elztu fornöld komið að sunnan, og að bygð þeirra var hringinn i kring um Eystrasalt áðr enn sögur liófust. Skandinafía(Norðrlönd) Norðr- Þyzkaland, rússnesku fylkin við Eystrasalt og Finn- land vóru frumbygðir hinna bláeygu, bjarteygu, há- vöxnu og langleitu Germana. Fyrir sunnan þá bjuggu hinir dökkhærðu og dökkeygu, stuttleitu og herða- breiðu Keltar. sem smámsaman hafa orðið ofrliði bornir af Germönum. Keltneskir frumbyggjar hafa átt lieima í Galiziu, Máhren, Bæheimi, öllu Suðr- Austrríki, Bajaralandi, Schwaben og Frakklandi. Þjóðfræðilegar rannsóknir á seinni timum hafa sýnt og sannað, að dökki augna og liára litrinn er yfirgnæfandi á Suðr-Þýzkalandi, enn liinn bjarti þar á móti í Norðr-Þýzkalandi, og er þetta því máli til styrkingar, að frumþjóðin á Suðr-Þýzkalandi lmfi ver- ið keltnesk. Þessu samkvæmt má þa skoða Suðr- Þjóðverja eins og keltnesk-germanska blendinga; enn það, að þýzka málið liefir borið liærra hlut, jiað sýnir að Germanar hafa verið Keltum þrekmeiri. Hvervetna þar sem germönsku og keltnesku kyni hefir lent saman i löndum þciin er Þjóðverjar byggja, hefir germanska kynið borið efra hlut, og þótt víða séu drefjar eftir af hinu dökkleita Kelta-kyni, þá er meðvitundin samt liorfin um, að það sé keltneskt; alt sem þar er upprunalega keltneskt, skoðar sig nú sem germanskt. Svo hafa þá Germanar á elztu tímum gert Suðr- Þýzkaland germanskt, og þarsem Slafar höfðu smeygt sér inn í norðrhlutann, þar lmfa Germanar bolað þá út. í stuttu máli, Germanar liafa í Mið-Evrójm og Norðr-Evrópu orðið yfirsterkari hinum þjóðkynj- unum (Kelturn og Slöfum) og sýnt svo mikinn kraft til að breiðast út og samlaga sér önnur þjóðkyn, að sliks eru ekki dæmi; hvorki Slafar né Rómanar hafa orkað öðru eins. Viðlíkt liefir átt sér stað á Englandi; þar liafa liinir harðfylgnu, germönsku Engilsaxar bolað út eða tillíkt sér hina keltnesku Britta (Fornbreta), fra og Skota. Og þar á eftir liafa þeir haldið yfir hafið og stofnað stórriki. Slíkt hið sama eru það Germanar einir sein flutt hafa menninguna yfir i austrhlut Evrópu; fyrst hafa þeir reist borgir í hinu forna pólska riki, komið á borgaralegri félagsreglu og lagt hina fyrstu menn- ingarlegu undirstöðu í verzlun, atvinnubrögðum og akryrkju. Þar næst hafa þeir gróðrsett fyrsta menn-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.