Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.06.1887, Blaðsíða 2
70 FJALLKONAN. niðr óðara enn þau eru sett á stofn, og þrífast að eins eitt ár, þegar bezt lætr. Sundrlyndið og úlfúðin kemr ljósast fram í hin- um sífeldu málaferlum, er hér geysa eins og drep- sótt alls félagslífs. Hinar einu framkvæmdir, er gagntaka hugi manna hér og fara í vöxt með ári hverju, eru málaferli og þras, oft út af litlu eða engu tilefni. Svo má að orði kveða, sem spökum mönnum og friðsömum sé ekki lengr líft hér og engum öðrum vært enn þeim, er sjálfir eru gagnsýrðir og gróm- teknir af þessum trylta hugsunarhætti. Yarla hittast svo þrír menn að máli, að eigi sé við því að búast að þvaðrsögur og málaþras rísi út af þvi, nema því að eins, að menn bíti höfuð og sporð af hverju orði, segi aldrei sannleikann nema til hálfs. Þannig getr enginn um frjálst höfuð strokið. Það er ekki einu sinni að menn hafi hér óskert hugsunarfrelsi. Menn eru jafnvel þvingaðir til að segja hugsanir sínar og ímyndanir, þvingaðir til að sverja hvað menn ímyndi sér um þetta eða hitt. Svardagar eru nálega í hverju máli; menn eru að sverja hátíðlega „sáluhjálpareiða*1 annan hvorn dag. Það má nærri geta, að virðing manna fyrir helgi eiðsins vaxi eigi við þessa tiðu hversdagsbrúkun. Samfara hinum rnikla þvaðrburði og þrætugirni fer orðsýki manna hriðversnandi; ef flett er ofan af ódæði einhverra ónafngreindra manna, rjúka aðrir menn upp til handa og fóta og þykir sem komið só við sín kaun. Eitt hið áþreifanlegasta dæmi orðsýkinnar er það, að einn maðr hér í bæn- um hefir höíðað mál gegn ritstj. blaðs þessa fyrir hundsgrafskriftina i 8. tbl. Fjallk. þ. á. og virðist nú fyrir hvern mun vilja vera löngu dauðr og dysj- aðr hundr. Þegar svo kveðr ramt að, er næst að ætla að slikir menn sóu ekki með öllum mjalla eða sóu blindaðir af ofsóknaræði. Verst eiga ritstjórarnir. Hvert einasta orð, sem hrökkr úr penna þeirra, er óðara hent á lofti og skoðað í krók og kring í stækkunargleri illgirn- innar. Það virðist svo sem ofsóknaralda sú, er ris- ið hefir í Danmörku á síðustu árum gegn hinum frjálslyndu blaðamönnum, só nú runnin hingað. Of- ! sóknir einstakra manna gegn Þjóðólfi og Fjallkon- unni líkjast vitfirringaræði. Dómararnir egna upp ilt skap þrætugjarnra manna með því að svo hart er tekið á öllum meiðyrðum, einkum i blöðum, sem lög frekast leyfa. I slíkum málum eru sektir vanalega þyngri hér enn titt er í Danmörku; ætti þó eftir atvikum að dæma menn í lægri sektir hér, þar sem menn eru hór að jafn- aði fátækari enn þar. Ótal dæmi sögunnar sanna, að þvi harðari sem lög eða dómar eru, því tíðari verða afbrotin og yf- irsjónirnar. Harðir dómar í meiðyrðamálum verða því óbeinlinis til að ala strákinn í óorðvörum mönn- um. Hin dönsku (og íslenzku) hegningarlög taka langt of hart á meiðyrðum. Eðlilegast væri að lögunum væri breytt þannig, að hinn ákærði væri að eins dæmdr til að aftrkalla orð sín opinberlega og orð hans dæmd dauð og marklaus. Þetta væri í rauninni miklu tilfinnanlegra fyrir hinn ákærða enn ákvæði þau er nú gilda. — Það er altítt hór í Rvík að þeir menn sem dæmdir eru í háar sektir fyrir meiðyrði greiði eigi sjálfir sektirnar, heldr skjóta brjóstgóðir bæjarbúar sektafónu saman, er þeim rennr til rifja, að menn só á þennan hátt ef til vill gerðir öreigar. Hór líða þá allir fyrir einn. Jafnhliða sjálfstjórnarkröfunum hafa allar ment- aðar þjóðir á síðari árum krafizt umbóta á hinni fornu dómaskipun. Kviðdómar eru upp teknir í flestum þingfrjálsum Jöndurn (nú síðast á Spáni)._ Fyrirheit um kviðdóma eru jafnvel í hinum dönsku grundvallarlögum. Enn Islendingar eru harðánægðir með sína úr- eltu dómaskipun, og er það enn meiri furða þar sem (kvið)dómaskipunin hór á landi í fornöld hefir orðið stórfræg. Það mundi ekki ráðlegt að flytja hæstarétt inn i landið nema allri dómaskipun yrði breytt jafn- framt. Yfirdómrinn er of þunnskipaðr, þar sem í honum sitja að eins þrír menn, og það er ekki víst að hann verði til lengdar skipaðr jafngóðum mönnum og í honum eru nú. Hið fyrsta sem alþing ætti að gera í þessu efni ætti að vera það, að kviðdómar væru teknir upp í öllum meiðyrðamálum. JULES GRÉVY, forseti hins frakkneska þjóðveldis, er fæddr 15. á- gúst 1809 í Mons-sous-Vaudrez í Franche-Comté. Þar bjó faðir hans, sem var jarðeigandi. Hann gekk í latínuskóla í Poligny, og eftir að hann varð stúdent fór hann til Parísar og tók þátt ijúlí-upp- reistinni 1830. 1837 varð hann málflutningsmaðr, og tveim árum síðar varð hannþjóðkunnr sem verj- andi tveggja uppreistarmanna, Blanqui’s og Bern- ards. Meðan Loðvík Filip sat að ríki íókst Grrévy meira við borgaraleg mál enn stjórnmál, enn fókk þó mikið orð á sig. Þegar stjórnarbyltingin varð, 1848, gerði Ledru-Rollin Grrévy að umboðsmanni bráðabyrgðarstjórnarinnar í Franche-Comté og varð Jules Grévy. hann þar svo vinsæll, að hann var kosinn til þjóð- þingsins. Hann lét allmikið til sin taka á þinginu og var þar í miklum metum. Meðal annars hólt hann fram breytingartillögu við stjórnarskrána, er var í því fólgin, að forseti þjóðveldisins skyldi vera hinn sami maðr, sem forsæti hefði í ráðaneytinu. Um þetta sagði skáldið Lamartine: „Það er hægt að eitra lækinn (þjóðþingið), enn hafið (þjóðin) verðr ekki eitrað-1, enda var breytingartillagan feld. Eigi

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.