Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.06.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 71 að síðr réð G-révy miklu á þinginu og gekk örugg- lega fram í flokki vinstri manna. Þegar þjóðveld- ið leið aftr undir lok, hvarf Grévy að miklu leyti úr sögunni og tók til fyrri sýslana sinna. Hann var þó kosinn aftr á þing 1868 og fylti þá flokk hinna „yztu vinstri manna“. 1871 var hann kjör- inn forseti þjóðþingsins í Bordeaux. Þeir Thiers og hann höfðu oft verið andvígir hver öðrum í stjórnmálum (Thiers að mestu einvaldssinni, Grévy lýðvaldssinni), enn urðu nú mjög samtaka. 1878 sagði Grévy af sér forsetastörfum þingsins ennvar endrkosinn. Slepti hann þeim völdum algerlega 1875, enn hélt þó eftir sem áðr áfram politiskum störfum. Hann hélt þá i hemilinn á Gambetta, er ella mundi hafa orðið ráðríkr meðal vinstri manna. Þá er hin nýja stjórnarskrá var gild orðin, valdi fulltrúaráðið hann nál. í einu hljóði til forseta. Hélt hann þeim völdum þar til hann var kosinn lýðveldis forseti i janúar 1879, í stað Mac Mahons. Hefir hann síðan haldið þeim völdum með miklum heiðri. Útlendar fróttir. PÝZKALAND. 3. júní lagði Vilhj. keisari undirstöðusteininn til síkis gerðarinnar milli Eystrasalts og Norðrsj&var. Bismarck gat ekki veriö þar viðstaddr sakir giktveiki. Keisarinn sýktist eftir feröina, enn var batnað aftr. Um heilsubata krónprinzins eru menn nú göðrar vonar; hann var farinn til Lundúna til lækninga hjá. enskum lækni, Mackenzie að nafni. í UNGARN hafa orðið stórskemdir á ökrum af feikna vatnstlóði í Theiss- fljóti. í BELGÍU vóru verkmannarósturnar sefaöar um stund, enn framfara- flokkrinn þar í landi lieldr fast fram hinum fyrri kröfum, kosningarrétti fyrir alla, sem lesandi eru og skrifandi, ókeypis alþýðu uppfræðingu af rlkishálfu o. fl. Á FRAKKLANDI eru í hinu nýja ráðaneyti auk Rouviers og Ferrons hershöfðingja, er fyiT er getið i „Fjallk.u, Flourens fyrir utanríkismál- um og Spuller fyrir kenslnmálum. Ofstækisflokkrinn á Frakklandi er mjög óánægðr út af því, að Boulanger er farinn frá, og spá menn því, að ráöneyti þetta muni ekki verða langætt. ENGLAND. Þvingunarlögin á móti írum stóð til að yrðu bráðum sam- þykt af parlamentinu, og vóru þeir Gladstone og Parnell hættir að berj- ast á móti þeim þar, enn þreyta nú baráttuna fyrir „home ruleu eða sjálf- stjórn íra út um land meðal kjósenda; óáuægja manna með þvingunar- lögin fer sívaxandi og fjöldi manna bæði á Englandi og Skotlandi tekr í sama strenginn og írar, með því að þar þarf einnig umbóta við f líka stefnu og á írlandi, að því er samband jarðeigenda og leiguliða snertir. Gladstone hafði seinast farið til Wales, og var það sönn sigrför; heflr hann víðast flokksfylgi mikið, og er meiri von að Toilar lúti innan skams fyrir flokki Gladstones og Parnells. Júbilhátíð (50 ára stjórnar) Viktoríu drotningar fór fram í miðjum þessum mánuði, og var þá ekki lítið ura dýröir, urðu fangar frjálsir, veizlur haldnar, enda fátæku fólki ókeypis svo hundruðam þúsunda skifti, skrautlýsingar, blysfarir, prósesslur og alt f algleymingi fagnaðar. — írskr maðr, 0. Brien (Brjánn) aö nafni, hafði farið til Canada til æsinga móti jarlinum þar, Lansdowne lávarði, sera á geysi stórar eignir á írlandi, og er einn af hinum mestu leiguliðakúgur- um. Flokksmenn jarls geröu honum illan aðsúg, er liann tók að halda fundi, svo hann komst með naumindum undan bana. DANMÖRK. Kristján kgr. 9. hafði farið með drotningu til Vínar. Þyri dóttir hans, kona hertogans af Cumberland, er suðr í Böhmen og hefir verið geöveik síðan á öndverðu ári og tvísýnt um bata hennar. t Dan- mörku er ekkert til nýlundu, nema svo litr út, sem klofningrinn 1 vinstri flokki sé að ágerast, þvi á kosningafundi í Koldiug kvað Berg opinber- lega upp með óánægju sína yflr því, að vinstri menn hefði gefið sig i málþingun við Estrups ráöaneytið á slðasta rfkisþingi, og beindi höröum oröum að Hörup og Holstein greifa. Grundvallarlagahátfð héldu Danir af landi burt í sumar, finn ég mér skylt að benda lítið eitt á ástandið hér. I Bandaríkjunum er líkt um atvinnu eins og j hefir verið, svo er og i austurfylkjum Kanada. I norðvestr-ríkjunum AVisconsin, Minnesota, Dakota og Montana er töluverð járnbrautarvinna nú; all- vel er einnig látið af Kaliforníu. I austurfylkjum Kanada er óstand manna einnig gott og töluverð vinna, einkum hjá bændum. Brautarvinna er og nokkur í Ontario, helzt við Sault St. Mary. Við- ast í gömlu ríkjunum og fylkjunum má fá vinnu | út á landi, enn siðr í hinum yngri héruðum. Hér í Manitoba er nú sem stendr verzlunardeyfð og lítið um atvinnu, og í bæjunum eru allmargir j vinnulausir. I vetr leit alt vel út, og þá vóru ýmsar brautir fyrirhugaðar, enn siðan hefir mikið af þessu farizt fyrir. Frá því þingið kom saman hefir rikisstjórnin og fylkisstjórnin átt i sífeldu þrasi út af járnbrautarmálinu. Fylkisstjórnin heimt- ar nfl. að fá braut suðr að landamærum sínum, enn rikisstjórnin neitar vegna þess að það dragi verzl- un inn í Bandaríkin. Enn fylkisstjórnin kveðst j hafa rétt til að byggja brautina, og hún sé nauð- synleg til að lækka flutningsgjald, auka atvinnu og í byggj a landið. Um þetta er enn verið að þæfa og I gengr hvorki né rekr; nú virðist samt sem eitt- hvað muni til skara skríða, því stjórnin hér er bú- in að fá samþykki fylkisstjóra og kveðst muni leggja brautina, hvað sem rikisstjórnin segi. Út af þessu eru allmiklar æsingar, og ráðgert er að byrja á brautinni innan skams, enn alt er samt ó- víst. Verði brautin lögð, lifnar hér bæði verzlun og atvinna. Ekki hefir verið byrjað enn þá á neinum brautum hér i fylkinu, enn liklegt er að það verði gjört í næsta rnánuði. Líkt er ástatt í , Norð-vestrlandinu. Ekki er byrjað á brautum enn þá, enn líklega verðr eitthvað lagt í sumar. í British Kolumbíu má fá atvinnu við byggingar og námugröft. Ekki er að reiða sig á atvinnu hjá bændum hér í norð-vesturlandinu, þvi flestir reyna að komast af með sem fæst vinnufólk. ! Tilraun liefir verið gerð að útvega lán handa innflytjendum, enn að eins eitt, lánsfélag, Can. N. W. Landfélagið, hefir lofað láni handa fáeinum í familium. Ríkisstjórninni þykir Islendingar ekki hafa staðið vel i skilum, þegar þeim var lánað hér á árunum i Nýja-íslandi. Eftir því sem horfur eru nú, er ekki ráðlegtfyr- ir aðra að koma hingað enn þá, sem hafa nóg fé til að byrja búskap undir eins. eða eiga vini að, sem geta hjálpað þeim. Duglegir menn og kvenn- fólk geta ævinlega fengið vistir, enn blásnautt fólk og fjölskyldumenn skyldu heldr setjast að austrfrá hjá bændum. Frekari upplýsingar eru gefnar í blaðinu „Heimskringla'*. A. Frhnann. eftir vanda 5. júní, með miklu flóöi af ræðum og kvæðum, eins og þeim er tttt. Ekki skorti heldr hin vanalegu mótmæli gegn nólögumu Estrups stjórnar. Húsa og bæja bruuar höfðu verið með tíðasta móti bæði i Dan- mörku og annars staðar, svo brunabótafélögin hafa fult í fangi. — Vorið hafði verið kalt og veðrátta fremr östilt, enn seinast vóru komin hlýindi og góðar horfur um gróðr. Af dánum merkismönnum má nefna Langiewicz, sem var yfirforingi og alræðismaðr í uppreisn Pólverja 186.5 (f. 1827). Atvinnuhorfur í Ameríku, -------------- Winnipeg, 3.júní 1887. Vegna þess að frétzt hefir, að margir muni flytja ! Nýjungar frá ýmsum löndum. L'dgreglumeuu í Lundúnum hafa fengiö sér vanaúr, sem í eru færi til að taka ljósmvndir. Þegar þeir mæta manni á götu, sem þeir vilja fá mynd af, taka þeir upp úrin sín og þrýsta á dálitla fjöðr, og í sama vetfangi er myndiu albúin. Á þenn- an hátt befir þeim tekizt að ná myndum af ýmsum flugumomi- um. Lögreglumenu i Berlín hala einuig samskonar áhöld. Kitsafu Grants, sem er í tveim bindum, hefir náð meiri útbreiðslu í Ameríku enn nokkur öunur bðk. Sem dæmi þess, hve stðrt upplagið er, er þess getið, að til að binda inn bæði bindin þurfti 44,359 íerhyrningsálnir af lérefti; úr gullinu, sem haft var til að gylla bandið. hefði mátt slá 15,446 doll. og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.