Fjallkonan


Fjallkonan - 16.07.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.07.1887, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar á. mán- uði, 36 blöð um áriö. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Ásmundarson ritstjðri þessa blaðs býr i Þingholtsstræti og er að liitta kl. 3—4 e. pi. 20. BLAÐ. REYK.TAVIK, 16. JULl 1887. Leiðrétting:. í síðasta bl. Fjallk. er [less getið í fréttunum frá alþingi, að sira Þðrarinn og hinir konungkjörnu liafi viljað setja netnd til að athuga kosningu Páls Briems (shr Þjóðólf), enn ]iað er ekki nákvæmlega rétt, því að E. Th. Jónassen og L. E. Sveinhjörnsson greiddu atkv. móti því. FJ ALLKONAN kemr út einu sinni i viku um þingtímann, á laugardögum. Vlþiiiíji. StjórnarskrármMið. Á fimtudaginn kom nýtt stjórnarskrárfrumvarp til umræðu, er þeir B. Sv., Þorv. Kier., Jón Jónsson, Páil Briem og Sig. Stefánsson höfðu komið fram með; eru í því dá- litlar nýbreytingar, enn engar stórvægilegar. Þær breytingar eru heiztar, að því er inn í bætt: að landshöfðingi skuli vinna eið að stjórnarskránni ; að bráðabirgðarlög falli úr gildi nema næsta al- þingi á eftir samþykki þau; að konur geti öðlazt kjörgengi til alþingis; að embættismenn er á þingi sitja annist um að embætti þeirra sé gegnt á með- an á þeirra eigin ábyrgð (enn ekki eins og gl. frv. og stjórnarskráin ákveðr, að embættunum só gegnt á þann hátt er stjórnin telrnægja); að enga skatta eða tolla megi innheimta fyr enn ijárlög fyrir það tímabil eru samþykt af alþingi og hafa öðlazt stað- festingu. Engar umræður að kalia urðu um málið, enn nefnd var sett í því: Ben. Sv., Árni Jónsson, Lárus Halldórsson, Páll Briem, Sigurðr Stefánsson, Þor- leifr Jónsson og Þorv. Kjerulf. Tollmál. Frumvarp frá Árna Jónssyni, Lárusi Halld., Ólafi Brieln fer fram á að vínfangatollr verði hækkaðr og verði af hverjum potti af öli 10 au., af rauðvíni og messuvini 20 a., af brennivíni og vinanda 40—60—80 au. eftir styrkleika, af öðr- um vínföngum 1 kr. — Hinir sömu hafa komið með frv. um hækkun á tóbakstolli upp í 20 aura á pundi eða 1 kr. af hverjum 10 vindlum. — Loks hafa hinir sömu komið með frv. um aðflutningstoll á kaffi og kaffibæti (5 au.), sykri (2 a.), smjöri (20 au.) og sódadrykkjum (10 a. af 8 pelum). Tíðarfarið er óvanalega blítt um alt land; tals- verðar rigningar sumstaðar um gróðrartímann ; síð- an hitar og þurviðri. (írasvöxtr er því hvervetna með bezta móti. Ilafís er enn á Húnaflóa, Skagafirði og einkum á Eyjafirði og hindrar skipagöngur. Aflabrögð eru víða um land með álitlegasta móti. Landburðr af fiski (þar með síld) á Eyjafirði; sömu- leiðis góðr afli á Skagafirði og mikill síldarafli og þorskafli í Hriitafirði. Mannalát. í f. m. andaðist Þorleifr hóndiEyjólfsson í Múla- koti í Fljótshlíð, einn af hetri hændum þar í sveit. 30. f. m. andaðist frú Ragnheiðr Eggerz, kona fyrrum kaupmanns Páls Eggerz á Straumfirði, dótt- ir síra Sigurðar Sívertsens á Útskálum, 33 ára að aldri. Fjárlaganefndin er nú tekin til starfa, og er vonandi að hún fari nú forsjálegar að ráði sínu, enn henni hefir verið tamt að undanförnu. Al- þingi hefir verið brugðið um það, að það hugsaði ekki um annað enn að safna einatt fé i landssjóð- inn. Menn hafa sagt að fjárhagr landsins stæði í bezta blóma, og betr enn alment gerist í öðrum löndum, þar sem rikisskuldir eru viðast afarmiklar. Enn það er öðru máli að gegna þar sem auðmagn er í landi og atvinnuvegir i blóma; þar getr rík- issjóðr fengið lán hvenær sem vera vill. Hór á landi er eigi um það að gera. Það er nú fram komið, að sparnaðarmennirnir hafa haft rótt að mæla, því að harðærið höggr nú svo stórt skarð í fjársafn landssjóðs, að helzt lítr út fyrir, að við- lagasjóðr verði bráðlega upp étinn, nema því að eins að árferði batni og nýjar tekjur bætist lands- sjóði, og sjá þá allir, hve mjög riðr á, að sparaöll útgjöld sem ekki eru bráðnauðsynleg. Yarfa hefir embættismönnunum, sízt sumum hin- um hólaunaðri, farið svo fram, að þeir blygðist sín að heimta enn af þinginu nýjar launabætr, viðbætr við skrifstofufé o. s. frv. Það ætti eigi að þurfa að brýna það fyrir þinginu, að gefa slikum kröf- um engan gaum. Það samir sizt að ofala embættis- menn í þessu harðæri, þegar jafnvel heyrast sög- ur um, að menn deyi úr harðrétti i ýmsum hér- uðum landsins. Vér teljum sjálfsagt að þingið taki fæstar þær launaviðbætr, sem veittar hafa verið á undanförnum þingum, inn í fjórlögin nii. Skrifstofufé mætti einnig spara, og skuíum vór sér- staklega nefna skrifstofufé bæjarfógetans í Reykja- vik. Það eru 1400 kr. Aðrir bæjarfógetar og sýslumenn komast af þótt þeir hafi ekkert skrif- stofufé. Bæjarfógetinn í Rvik hefir að eins einn fastan skrifara; hann er ungr maðr, og nýtr þar að auki sér að kostnaðarlausu aðstoðar hins lög- fróða tengdaföður sins, H. K. Friðrikssonar. Vér viljum þvi leggja til, að þetta skrifstofufé verði eigi tekið inn í fjárlögin. Sjálfsagt mætti spara nokkuð af þeim útgjöld- um er ganga til skólanna. Olmusum mætti fækka, og vist mætti fá ódýrari kenslu í ýmsum aukanámsgreinum, t. d. söng. Flestum mun koma saman um að réttast muni vera, að leggja niðr Möðruvallaskólann, og yrði það töluverðr sparnaðr. Það eru að eins tvær sýslanir, er vér viljum launa betr enn gert hefir verið; það er bókavarð- arstarfið við landsbókasafnið og umsjón forngripa- safnsins. Þá er fjárveitingarnar til vísindalegra og verk- legra fyrirtækja. Stjórnin ætlast til að Þorvahli Thoroddsen se veittar 20C0 kr., og efumst vér um, að þingið sjái sér það fært. Grisla nokkrum Gíslasyni snikkara vill stjórnin veita 2000 kr. til verkfræðisnáms í Noregi. Vér þekkjum ekki verðleika þessa manns og getum því engan veginn mælt fram með honum. Fjöldi af bænarskrám kemr nú til þings um styrk- veitingar til vísindalegra og verkiegra fyrirt;ekja, enn með því að oss eru þær flestar ókunnar, leið- um vér hjá oss að tala um þær að sinni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.