Fjallkonan


Fjallkonan - 16.07.1887, Qupperneq 3

Fjallkonan - 16.07.1887, Qupperneq 3
FJALLKON AN. 79 f1 er ílyzt til landsins, og að sektir sé við lagðar, ef óekta smjör er selt sem ekta. Landið ætti að geta haft nægð af smjöri, ef skynsamlega væri að farið. Þórólfr smjör. Yfirlýsing. Af því að ég hefi orðið þess var, að ýmsir eigni mór grein þá, er stendr í 17.—18. nr. þ. á. ..Þjóð- ólfs“ um aukaþingið 1886, með undirskrift „Þórður Gruðmundsson“, þá lýsi óg yfir því, að óg er eigi höfundr áminztrar greinar, enda heldr eigi að öllu leyti samdóma hinum heiðraða liöfundR Um það er ég honum samdóma, að aukaþingið hafi sína kosti og ókosti, og jafnvel, að kostirnir só fleiri, enn án þess að líta til aðalmálsins (stjórnarskrár- málsins). Meðferð þingsins á því máli tel ég hafa mishepnazt, bæði af þeirri ástæðu, að þýðingarlaust var að halda stj órnarskrárfrumvarpinu frá 1885 fram óbreyttu, þar eð vissa full var fyrir þvi, að stjórnin aldrei samþykti það1 2,— enda munu margir, og það af hinum betri mönnum þjóðarinnar, vera farnir að finna og sjá, að annað muni nær liggja, til að bjarga landi og lýð frá eyðilegging og hall- æri, enn fjölgun embættismanna með hækkuðum launum — og í annan stað af því, að sumir þing- menn að minsta kosti sáu galla á frumvarpinu (sbr. nefndarálit í stjórnarskrármálinu 1886f); virt- ist það ekki nema sjálfsagt, að gera við þá, úr því vonlaust var að það yrði staðfest óbreytt. Mín skoðun er sú, að ef þingið í sumar heldr áfram stjórnarskrárbreytingunni, sem ég tel sjálfsagt, þá ætti breytingin að fara í þá átt, að gera stjórnina sem óbrotnasta og fremr ódýrari enn dýrari, enn þá sem vér nú höfum. Þingmenn þurfa að gæta þess, þegar um launalög er að ræða, að þeir eru fulltrúar fámennrar og fátækrar þjóðar, er heitá má að alt sé ógert hjá, sem heyrir til hagsbóta al- þýðu, sem er og verðr ætíð allr þorri landsmanna; og þótt mikil þörf kunni að vera á stjórnarskrár- breytingu, mun þó sem stendr enn brýnni þörf á, að þingið verji tima sinum og fó landsins til við- reisnar atvinnuvegunum til lands og sjávar og til alþýðumentunar. Neðra-Hálsi í mai 1887. Þírrtfr Gutfmundsson. Útlendar fréttir, SEKBÍA. Milan konungr liefir tekið sér uýtt ráðaneyti; lieit- ir sá Ristitsch, sem fyrir því er, og er lmnn hliðdrægr Rúss- 1) Det.ta getr enginn talið ástæðu né sagt með vissu, því stjðrnin og skoðanir hennar hljðta sífelt að breytast. Alþing væri ekki á marga fiska, ef það fylgdi ekki fram öðrum Irum- vörpum enn þeim, sem enginn efi gæti leikið á að yrði stað- fest. Ritstj. 2) í nefndarálitinu stendur þó einmitt, að nefndin hafi enga þá galla fundið á stjórnarskrárfrv., er breytingu ætti að valda (þ. e. enga verulega galla). Ritstj. um, enn Garasehauiu, er frá fór, hallaðist að Austrriki. Mælt er að Milan konungr vilji skilja við Natalíu drotuingu síua; hefir leugi verið ósamlyndi þeirra í millnm, og hafa þau lifað nokkur ár að mestu skiliu. Mælt er af sumum að afbrýðis- semi hafi valdið, euu um það eru missagnir miklar. Þar að auki hafði Milau eða þóttist liafa komizt á snoðir um að drotningin, sem er rússnesk og Rússa vinr mikill, beitti sig launbrögðum og ætlaði að koma því til leiðar, að hanti yrði settr frá, svo hún gæti haft völdin uuz krónprinzinn, sonr þeirra, kæmi til lögaldrs. Svo mikið er víst, að hún var farin frá Bel- grad með krónprinzinum, og óvíst, hvenær eða hvort hún kæmi aftr. Annars segja sutnir að Milan konungr sé bilaðr orðinn bæði andlega og likainlega, og geti kornið fyrir að annan verði að taka til ríkisstjórnar. ÍTALÍA. Fulltrúaþing Ítalíu hefir veitt 29 miljónir, eins og stjórnin fór fram á til Afriku leiðaugrs (til Massauah). ÍRLAND. Parnell hefir tekið vanheilsu svo niikla, að hann verðr innan skamms að draga sig í hlé frástjórnmálum. Verða því flokksmeuu hans að kjósa sér nýjan loringja. Sá lieitir Dillon, er þeir hafa lielzt augastað á. HOLLAND. Konungrinn þar er iskyggilega veikr, og hafa líkamlegir kvillar einnig lagzt á geðsmuni hans. AFGANSMENN höfðu gert uppreist mót emírnnm, enn lionnin hafði tekizt að bæla hana niðr er siðast fréttist. Nýjungar frá ýmsum löndum. --------------- Júbilár Danmerkr. Á árinu sem kemr (1888) stendr til að haldnar verði miklar hátiðir í Danmörk, og er allfróðleg grein um það í einu af hinum merkustu hlöðum Djóðverja. Inn- tak greinarinnar er hér uin bil þetta: „Árið sem kemr er að mörgu leyti jubilár Daumerkr og dönsku konungsættarinnar. 8. april 1888 er Kristján konungr 9. fullsjötugr. — 18. maí liefst í Khöfn landhúnaðar sýning, iðn- aðar sýniug og fagrlista af norðrlöndum. — 20. júní er 100 ára afmæli þess, er jarðfestu ófrelsi (livegcnskab) var afnumið í Danmörk. — 15. nóv. heldr Kristján 9. 25 ára júbílhátíð rík- isstjórnar sinnar. Þetta eru allþýðingarmiklir merkisdagar. Árið 1872 var í Khöfu sýning af norðrlandaiðnaði o. fl., sem var allvel sótt frá öðrum löndum, enn sú sýning, er lialda skal að ári, verðr miklu yfirgripsmeiri, þar sem hún tekr yfir alls konar verknað og iðnað, fjárrækt, akryrkju, heima-liandvinnu, garðyrkju, skógrækt, fiskiveiðar, málverka myndsmíðis og byggingar list. Til sýn- ingarinnar eru veittar 90,000 kr. úr ríkissjóði og 20,000 leggr sjálf höfuðborgin til. Sýningin verðr opin þangað til í október- mánuði, og er vart efamál, að húu muni liafa vekjaudi áhrif á pólitík landsins, að því er kemr til verzluuar og atvinnu bragða. Skoðun sú, er ráðaneyti Estrups fylgir í þeim efnum, er næsta nærsýn og þvergirðingsleg, og sá andi, sem ræðr hjá þeim er næstir standa stjóruinni, er móthverfr öllum frjálsleg- um hreyfingum til verzlunar og atviunu hóta. Á þessari sýn- ingu verðr alþjóðlegr hragr, sem muu stnðla til þess að menu fari smámsamau að fullnægja óskum og kröfum verzlunar og atvinnu stéttanna, með öðrum orðum, að stjórnin taki úr þessu að semja verzlunar og siglinga samninga við þau riki, sem Danmörk verzlar við til muna, og þá einkum við Þýzkaland. Enn fremr mun sýningin verða til þess að hugmyndin um skandiuafiskt tollsambaud lifnar með uýjum krafti, sú hugmyud að Danmörk gangi i hið sænsk-norska tollsamband; jafnframt inun nær draga endrskipun hinnar dönsku tollskrár, sem alveg er á miðalda stigi. Eins og sýningin er þýðingarmikil að því er til atvinnu kemr og verzlunar, eins er 100 ára afnáms minning jarðfestu ófrelsisins inerkileg i pólitisku tilliti. Frelsishreifing sú.crgekk yfir norðrálfuna seinni part 18. aldar, náði sér vel niðri í ein- veldis landinu Danmörk, og ágætir stjórnskörungar, sem þá réðu þar fyrir, urðu snortnir af vængjaslætti hins nýja tíðaranda. Árið 1788 var jarðfestu ófrelsið afnumið í Danmörk, og 10 ár- um síðar i hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. I Dan- mörku vóru þá ekki gerðar umbyltingar. heldr umbætr, og það

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.