Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1887, Síða 1

Fjallkonan - 06.08.1887, Síða 1
Kemr út þrisvar á m&n- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Ásmundarson ritstjóri þessa blaös býr 1 Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 23. BLAÐ. REYKTAVÍK, 6. ÁGÚST 1887. Alþingl. Frumvörp Jiessi hafa enn bæzt yið: nm ltig- gilding verzlunarstaðar i Vik í Skaitafellss. (Ói. P.); um bún- aðarkenslustofnanir (Ben. Sv., Gunn. Halld., Sig. Stef., Þ. Kerulf); ! um viðauka við tilsk. um veiði 20. júní 1849 (hækkar sektir | fyrir æðartugladráp; frá atvinnuveganefndinni); um afnám 1. gr. j í opnu bréfi 31. maí 1855, er lögleiðir á ísl. lög 30. júní 1850 um ávísanir embættislauna sem og um borgun slikra launa ! fyrir fram (reikningslaganefndin); um forsorgun ðskilgetinna j barna (síra Þðr. og Jón Þór.); um þingfararkaup alþingismanna (frá nefnd er kosin var í efri deild til að íhuga Jietta mál: J. Ól., Sighv., Jak., Friðr., Ben. Kr.; um viðauka við útflutn- ingalögin 14. jan. 1876 (Jón Ól., Ben. Kr.), Friðr. St.); um fræðslu ungmenna (Árni Jfmsson, Jón Jónsson, Sigurðr Stefáns- j son); um viðauka við horfeilislögin 12. jan. 1884 (E. Th. .Tón- | assen, J. Ól., Ben. Kr.); um friðun á laxi (Árni Jónsson). Þessi frv. eru fallin auk þeirra er áðr er getið: um löggild- ing verzlunarstaðar á Búðareyri i ed.; um mentun alþýðu í nd.; um toll á kaffi m. m. og afnám lausafjár- og ábúðarskatts í nd. stúdentprófs 15 f. m., tók J>á einnig próf i islenzkn samkvæmt lieitorði konuugs á þjóðbátíðinni 1874. Ætlar hann að halda íslenzkn náminn áfram og fullkomna sig enn meira í því. Cand. jur. Ólafr Halldórsson hefir kent honum og bróðr lians íslenzku. Dr. Finnr Jónsson er skipaðr docent við háskólann í Höfn til 3 ára. Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Hallgrímssonar) er skip- aðr kennari við latinuskóla í Árhúsum í Daumörku. Mannalát og siysfarir. 8. f. m. andaðist í Hafnar- firði húsfrú María Einarsdóttir Johnsen, mikil merkiskona, á 91. ári, ekkja Ara Johnsens, er lengi var þar verzlunarstjóri. 15. f. m. fórst á Eyrarbakka Halldór bóndi Halldórsson frá Syðri- Bauðalæk; sást síðast sitjandi niðr við flæðarmál og er haldið að hann hafi tekið út. 31. f. m. druknuðu tveir danskir menn af bát i Hafnartírði af kaupskipinu „Arnette Matthilde“. Stjðriiirrskrármálið. 3. umræða þessa máls var í nd. 1. þ. m. ogurðu þá langar og allharðar umræður. Benid. Sveinsson talaði fyrst í 1 */,, klukkutíma. Móti málinu töluðu: landshöfð- ingi, Þórarinn Böðvarsson, Grímr Thomsen og Lárus Halldórs- son. Atkvæðagreiðslan fór svo, að frumvarpið var samþ. með 14 atkv. gegn 7; Þorlákr Guðmundsson sem greiddi atkv. með j með minni hlutanum við 2. umræðu var nú fjarstaddr. Þessir þingmenn töluðu með málinu við 2. og 3. umræðu auk framsögumanns (B. Sv.), er talaði lengst og oftast: Árni j Jónsson, Ólafr Briem, Páll Briem, Sigurðr .Tensson, Sigurðr j Stefánsson og Þorvaldr Björnsson. Mörgum brá kynlega við það, að Lárus Halldórsson gekk að i lokum i minni hlutann og greiddi atkvæði móti málinu, því á ræðu hans rétt undan var að heyra að hann mundi greiða at- kvæði með meiri hlutanum. í gær kom stjórnarskráin til 1. umr. í efri deild, og var eftir nokkurar umræður kosin nefnd til að íhuga hana eftir tillögum hinna konungkjörnu; þessir voru kosnir í nefndina: Sighv. Árnason, Jak. Guðmundsson, Arnlj. Ólafsson, Jón Hjalta- lín og Júlíus Havsteen. — Þá eru auðsæ forlög stjórnarskrár- málsins á þessu þingi. Lög frá alþingi. Auk þeirra þriggja er áðr er getið, hafa lög um veiting og sölu áfengra drykkju verið afgreidd trá alþingi. Lan dsbankinn. Frá 1. apríl til 30. júní þ. á. hafa tekjur bankans verið hér um bil 608000 kr..; þar af voru , 380000 kr. eignir sparisjóðs Beykjavikr, sem þá var steypt saman við bankanu. Sparisjóðsinnlög á þessu tímabili hafa numið 5iy2 þús. kr., ! enn útborganir at sparisjóðsinnlögum 58'/» þúsund kr. Af lánnm hafa endrgoldizt 24000 kr. Á tímabilinu hefir bankinn lánað út rúml. 75000 kr. og átti 30. júni í lánum alls 630000 kr. Af seðla npphæðinni hafði bankinn þá veitt viðtöku úr land- j sjóði 370000 kr., og var þvi eftir óeytt af seðlum 130000 kr. Laus prestaköll. Gaulverjabær (met. 1398 kr.) — Hvammr í Laxárdal (met. 929 kr.). Prestrinn sem var þar, Magnús Jósepsson, er farinn til Ameríku og hefir hlaupið frá brauðinu með mestu óskilum. Kirkjan, semerkalla fallin. átti hjá hon- um 900 kr. Ástand þessa brauðs mun vera líkt því sem lýst er í einni gamalli visitazíu úr Árnessýslu, er svo hljóðar: „Staðarins húseru niðrfallin; kirkjunnar kúgildi kveðrprestr- inn sig upp étið hafa; kirkja fyrirfinst engin“. Kristján prins, elzti sonr krónprinsins í Danmörku. væntanlega Kristján 10. Dana konungr, sem tók fyrri hluta * f Síra Páll SigurSsson var fæddr á Bakka í Vatnsdal 16. júlí 1838. Foreldrar hans voru Sigurðr bóndi Jónsson og Margrét Stefánsdóttir. Hann kom í Reykjavíkrskóla 1855, og útskritað- ist þafan 1861 með 1. einkunn; tveim árum síðar lauk hann embættisprófi á prestaskólanum sömuleiðis með 1. einkunn. Næstu 3 ár (1863—66) var hann heimiliskennari hjá sýslumanni Þórði Guðmundssyni kammerráði á Litlahrauni, og giftist þá Margréti Andreu dóttur hans. 10. maí 1866 var honum veitt Mifdalsprestakall og var vígðr þangað 26. ágúst s. á. enn 12. ágúst 1870 var honum veittr Hjaltabakki í Húnavatnssýslu, og fluttist hann þangað vorið 1871, enn 2. febrúar 1880 var hon- um veittr Gaulverjabar og fiuttist hann þá suðr aftr nm vorið. Hann var hinn síðasti prestr, er þjónaði Miðdal og Hjaltabakka, sem sérstökum brauðum. Meðan sira Páll var á Bjaltabakka vegnaði honum mjög vel, enn eftir að hann fiuttist euðr aítr gekk heldr af honum; kom honum þá til hugar, að hverfa aftr norðr til hinna fornu átthaga sinna og sótti því á næstliðnum vetri um hið sameinaða brauð Þingeyrarklaustr og Hjaltabakka, enn litlu síðar vildi það hryggilega slys til, að hann fór úr liði um hnéð, er hann var á leið frá guðsþjónusfu, giörð í Villingaholti, enn þótt fætinum væri kipt í liðinn at'tr v arð öll frekari læknishjálp árangrslaus, því að beinið var brotið, cg eítir miklar og langvinnar þjáningar leiddi þetta hann til bana 23. júlí þ. á. og var hann þá aðeins 49 ára að aldri. Sira Páll var mikill gáfumaðr og vel að sér ger um hvafvetna, (ram- faraniaðr hinn mesti og lærdómsmaðr, enn einkum var hann sérlega vel að sér í latínu og kendi mörgum piltum undir skóla. Hannhefireinnig, einsogkunnugt er,ritað skáldsöguna „Aðalstein“, sem þótt einstöku gallar hafi verið fundnir að henni, er samt mjög vel rituð og tekr efiaust fram flestum hinnm nýrri skáld- sögum vorum (að undanteknum ef til vill skáldsögum Jóns T horc.ddsens). Fleiri skáldsögur hefir bann ritað, og er ein þeirra „Draumrinn“, prentuð í „Norðlingi". Hann hefir og rilað talsvert í blöðin, og lýsa allar hans greinar eldheitnm framfarahug og frjálslyndi. Sira Páll var einnig ágætr kenni- maðr og ástsæll af sóknarfólki sínn; það er því ekki að eins söknuðr að honum fyrir nánustu vandamenn hans og vini, heldr einnig fyrir alla þá, sem nokkur kynni höfðu af honum, og lyrir vort fáliðaða land er að honum mikill missir. — a-\-b Tíðarfar. Sunnanlands liefir hvervetna verið bezta tíð i sumar. Grasvöxtr víðast betri enn í meðallagi og heynýting góð. Að norðan er að frétta óþerri, að minsta kosti í Húna- vatns og Skagafjarðarsýslum, síðan vika var af júlímánuði.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.