Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.08.1887, Blaðsíða 2
90 FJALLKONAN. SuSr-Þingeyjarsýslu, 13. júlí. „Mjög hefir tíðin verið mis- lynd i vor, sem von er er, j>egar hafísinn er á hrakningi. Mis- munr hita og kuhla hefir verið æði mikill; 9. og 10. þ. m. var hitinn hér 16—17°R. í skugga, enn um hádegi í gær var gadd- frost þegar nær dró hálendi og grátt í rót. Grasvöxtr er þó orðinn allgóðr. — Ranghermt er það í ísafold 29. bl. þ. á., að í uppstigningardagshretinu i vor hafi „varla gert grátt í rót í Eyjafirði og því síðr austar betr“. Hér gerði feikna snjó, enda var veðrið á uppstigningardag sem um hávetr; drap sú hríð talsvert af fi hér í sýslu, einkum í norðrhlutanum (um 100 í Axarfirði). Þó varð skaðinn af þessu áfelli tiltölulega lítill hér, og er það að þakka því, að fé var hér í betra útliti og fjár- hirðing er hér yfir höfuð að tala betri enn víðast annarsstaðar á landinu.“ Stjórnarskrármálið. Nú eru þau tíðindi orðin á alþingi, að þingmenn í neðri deild hafa klofizt í tvo flokka í stjórnarskrár- málinu. Nýr minni hluti er kominn til sögunnar, Iíks eðlis og minni hlutinn í stjórnarbótarmálinu fyrir 1874. Almenningr ætti nú að rifja upp íyrir sér, hvernig sá minni hluti kom fram í stjórnarbaráttunni, hverjar ástæður þeir menn báru fyrir sig og liver af- leiðingin varð af öllum þeirra vífilengjum — þá fengi menn nokkura hugmynd um þenna nýja minni hluta. Viðkvæðið er hið sama hjá þessum flokki og hinum fyrri: tíminn er ekki kominn, tækifærið er ekki komið; þeir vilja bíða og bíða, eins og maðrinn sem ekkert vildi að hafast, af því að liann beið alt af eftir tækifærinu, og lifði svo og dó í auðnuleysi; tækifærið kom aldrei; það beið hans í sáluhliðinu. Einn af minni hluta mönnum, dr. Gfr. Thomsen, vildi fresta málinu að eins um tvö ár; kóngrinn má vita, hve lengi hinir vilja þegja eða sofa; líklega fram yfir aldamótin. Ástæður minni hlutans fyrir því að fresta málinu eru þær, að tíminn sé óhentugr, bæði sakir þess að hið pólitiska ástand í Evrópu sé ískyggilegt og sér- staklega vegna stjórnarástandsinsíDanmörku; í öðru- lagi er harðærinu barið við sem nú er í landinu. í þriðja lagi tefji stjórnarskrármálið þingmenn frá öðr- nm nauðsynjamálum og í fjórða lagi baki það land- inu óbærilegan kostnað ef þingrof verðr enn og aukaþing. Þessar ástæður virðast mjög léttvægar. Að því er snertir stjórnfar stórveldanna í Evrópu, þákemr það ekki þessu máli við, og að því er kemr til stjórnar- farins í Danmörku, þá er það miklu fremr hvöt fyrir íslendinga, að samþegnar þeirra í Danmörku eiga einnig í stríði við stjórnina og halda fast fram sjálf- stjórnarstefnu. Einmitt af því að líkindi eru til, að meiri hluti þjóðarinnar í Danmörku, hinir yngri menn og frjálslyndari, fái kröfum sínum framgengt og komist að völdum innan skamms, einmitt þess vegna er hentugasti tími fyrir íslendinga að verða þeim samtaka. — Hallæris viðbáran er einnig þýðingar- laus; hafísinn og fjárfellirinn verðr hinn sami þótt stjórnarskráin sé samþykt; það liefir engin áhrif á efnahag manna; stjórnarskrármálið tefr ekki önnur þingmál, því að það er að kalla útrætt, og lengir því ekki þingtímann. Enn svo kemr aukaþings- kostnaðrinn, sem blæðirmest i augum minni hlutans. Aukaþingskostnaðrinn var í fyrra tæp 18000 kr., það eru 9000 kr. á ári; nú má gera ráð fyrir styttri og kostnaðarminni aukaþingum, sem ekki yrði dýr- ari enn 6—8000 kr., og eru það ekki nema fáeinir aurar á mann. íslendingar sem kasta út mörg hundr- uð þúsund kr. fyrir kafii, tóbak og brennivín, sem kaupa miklu meira af kafii og sykri enn allri ull- inni nemr, sem flutt er úr landinu, miklu fleiri pund af tóbaki enn af járni og stáíi, ætti ekki að telja eftir sér slíkt lítilræði. Ef stjórnarskrármálið er hið mesta nauðsynjamál landsins, sem flestum mun koma saman um, þá verðr það mestr kostnaðrinn, ! að drepa því niðr. „ísafold11 segir, að öllum þingmönnum komi saman um innihald stjórnarskrár frumvarpsins, bæði meiri hlutanum og minni hlutanum (þessum „þriðjungi“ þing- manna í neðri deild, er hún kallar svo, sjálfsagt til að misbjóða þeim ekki með nafninu “minni hluti“, er þeim mundi láta ónotalega í eyrum). Enn þetta er ekki rétt hermt; heyrðist það bæði á umræðunu m og sást einnig á atkvæðagreiðslunni, þar sem sumir mi uni 1 hluta menn greiddu atkvæði móti einstökum greinum frumvarpsins. Sira Dórarinn tók það jafnvel fram, að stjórnarskráin frá 1874 væri í rauninni fullgóð. j Hann sagði líka, guðsmaðrinn, að vér ættum ekki að vera að mæða konunginn með þessu sífelda nauði á hverju þingi. Þess konar ummæli eru alveg í sama j tón og áðr hefir klingt frá ýmsum konungkjörnum vörum. — Þó mun hávaðinn af minni hluta mönuum j vera samþykkr frumvarpinu að efninu til, enn vilja j að eins fresta málinu. í byrjuu þings skoruðu níu þingmenn á þingið að taka ekki málið fyrir í þetta j sinn, og af þeim flokki hefir myndazt þessi minni J hluti. Það er yfirsjón þeirra, að þeir hafa slitið j hópinn þegar þessi tilraun fórst fyrir. Þeim liefði j þó átt að vera ljóst, að slík suudrung er mjög hættu- leg fyrir málið, og að þeir hafa þannig gefið mót- stöðumönnum stjórnarskrárendrskoðunarinnar sárbeitt vopn í hendr. Minni hlutinn lilýtr að verða talinn j með þeim flokki innan lands sem utan. Fregnin um ! afdrif stjórnarskrármálsins á þinginu kemr bráðum í öllum helztu blöðum norðrlanda á þessa leið: „Hið I endrskoðaða frumvarp til stjórnarskipunarlaga íslands var samþykt í neðri deild alþingis meðl4 atkv. móti 7. „Hægri“ menn liöfðu 8 atkvæði (ekki nema 2 í fyrra)“. (Nöfnin „hægri“ og vinstri“ eru einnig liöfð í útlendum blöðum um flokkana á alþingi). Svo kemr danska stjórnin og segir: „Nú liefi ég unnið 6 atkv. frá liinum þjóðkjörnu; rjúfi ég þingið, fæ ég meiri hlutann með mér“. Minni hlutinn hefir borið fyrir sig þjóðviljann í þessu máli og sagt, að það hafi komið fram á undir- búningsfundum í vor, að menn vildu helzt ekki hreyfa málinu að sinni. Þannig liefir sira Þórarinn borið fyrir sig sjö manna þjóðvilja (!) af Álftanesinu. Enn þjóðviljinn í þessu máli er kunnr af kosningunum til Þingvallafundarins og af alþingiskosningunum. Sér- staklegr hreppa- þjóðvilji og nesja- þjóðvilji kemr hér ekki til greina; um annan þjóðvilja er hér ekki að tala enn þann, er framkemr í almennum kosningum. Nú er það ljóst, að þingmenn þeir, er nú sitja á þingi, eru kosnir með því umboði, að samþykkja liina endr- skoðuðu stjórnarskrá. Minni hlutinn getr því ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.