Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Vald ima r Asmu nda rson ritstjóri þessa blaös býT 1 Þingholtsstræti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 24. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 13. ÁGÚST 1887. Alþingi Frumvörp þessi hafa enn bæzt við: um breyting á 15. gr. stjórnarsbrárinnar um tölu þingmanna i efri og neðri deild alþingis (B. Kr. og J. Ól.; lætr vera 15 þingmenn i efri deild enn 21 í neðri deild) ; um þegnfræðslu (J. Ól); um linun að helmingi á lausafjár og ábúðarskatti (Arnlj. Ól. o. fl.); um seðlaútgáíu landsbankáns (J. Ól.); um unglingakenslu (Ó. Br. og Þorv. Kier.). Þessi frumv. ern fallin, auk þeirra er áðr er getið: um heyforðabúr og heyásetning í ed.; um afnám 5. gr. í o. br. 31. maí 1856 (um skyndilán embættismanna) í ed.; um þegníræðslu í ed.; um viðaukalög við lög 29. febr. 1884 um lyfjasölu smáskamtalækna i nd.; um seðlaútgáfu og seðlainn- lausn landsbankans í ed. Lög frá alþingi. Þessi trumvörp eru afgreidd sem lög; 1, lög um stækkuu verzlunarstaða, á Eskifirði, 2. um að umsjón og fjárhald Flateyjarkirkju í Þingeyjarsýslu og Ingjaldshólskirkju í Snæfellsnessýslu skuli fengin söfnuðunum í hendr; 3 lög um breyting á landamerkjalögunum (frestrinn til að fullnægja á- kvæðum þeirra lengdr um tvö ár 4; lög um veiting og sölu á- fengra drykkja, er hljóða svo: 1. gr. Enginn má selja áfenga drykki nema kaupmenn, veit- ingamenn og lyfsalar. 2. gr. Yeitingamenn einir, þeir er vínsöluleyfl bafa, mega selja vínföng eðr áfenga drykki til neyzlu á staðnum. 3. gr. Enginn kaupmaðr má eftirleiðis selja vinföng eðr á- fenga drykki í smærri skamti enn hér segir: a) vín í flöskum með lakki eðr innsigli fyrir: 3 pela minst í einu. b) brennivín, romm, cognac, púnsextract eðr þvílíka drykki (spirituosa): 3 pela í einu. c) öl á tré-ílátum: V4 tnnnu; öl á flöskum: 5 þriggjapela-flöskur eða 10 hálf-flöskur (l'/a pela fl.). Lyfsalar mega þvi aðeins í smærri skömmtum selja, að það sé eftir læknisforskrift. 4. gr. Staupagjafir og önnur ókeypis vínveiting mega eigi tram fara í sölubúðum kanpmanna eða i vöru-geymsluhúsum. 5. gr. Nú selr kaupmaðr vínföng, og er þeirra neytt í bans húsum án hans leyfis, þá verðr hann sekr um ólöglega vínveit- ing, ef það er á hans vitorði eða atvik liggja svo til, að hann hafði ástæðu til að gruna, að þeirra yrði þannig neytt, nema hann sanni, að hann hafi gjört það, sem í hans valdi stóð, til að koma í veg fyrir það. 6. gr. Nú vill maðr öðlast leyfi til að veita áfenga drykki til neyzlu á staðnum og selja vinföng í smærri skömmtum, enn í 3. gr. er ákveðið, þá skal senda hreppsnefndinni í hreppi þeim, er í hlut á, skriflega bæn um það, og skal hún bera málið undir atkvæði hreppshúa á hreppskilaþingi; þarf meiri hluta atkvæða hi'eppsbúa þeirra, er atkvæðisrétt eiga í sveitarmálum, til að veita leyfið, og ákveða jafnframt skilyrðin fyrir því, og auk þess samþykki meiri hluta hreppsnefndar og sýslunefndar og staðfesting amtmanns. í kaupstöðum skal leggja málið fyrir almennan fund atkvæðishærra hæjarmanna, og þarf atkvæði meiri hluta tundarmanna og meiri hlnta bæjarstjórnarinnar til að samþykkja leyfisveitinguna, enda sé að minsta kosti ’/a at- kvæðisbærra bæjarbúa á fundi, og verðr amtmaðr að staðfesta svo að gilt sé. Aldrei má slíkt leyfi veita nema þvi fylgi skylda til a<I hýsa ákveðna tölu ferðamanna og selja ferðam. nauðsynlegan heina. Fyrir leyfið greiðist 50 kr., er að hálfu renni í sveitar- sjóð, að hálfu í sýslusjóð, enn í kaupstöðum að ölluí bæjarsjóð. Lcyfisvi itingin og skilyrðin skulu upp borin til atkvæða í einu lagi. Liggi fleiri tillögur fyrir enn ein, skal þá fyrstupp hera er síðast kom fram 0. s. frv. Leyfið nær að eins til 5 ára í senn, og má amtmaðr eftir tillögum hreppsnefndar (eða í kaupstöðum bæjarstjórnar) taka leyfið af veitingamanni, ef hann brýtr reglur þær eða skilyrði, sem honum eru sett. 7. gr. Nú selr eða veitir veitingamaðr áfengan drykk ung- lingi innan 16 ára aldrs, og varðar það 25—100 kr. sekt i fyrsta sinni, í öðru sinni 50—200 kr. sekt, enn missi veitinga- leyfls, ef sami maðr brýtr oftar. 8. gr. Euginn námsmaðr á skólum, er standa undir umsjón landstjórnarinnar, verður hér eftir skyldaðr til með dómi eða neinni löglegri þvingun að borga áfenga drykki, sem hann kann að fá til láns, og eiga skuldir, sem npp frá þessu verða þ&unig til komnar, engan rétt á sér að lögum. 9. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessara varða sektum frá 10 til 100 kr. í fyrsta sinni, og tvöfaldist lægra takmarkið við ítrekun hverja (i annað sinn 20—100 kr., i þriðja sinn 40—100 kr. 0. s. frv.). Hafi sá sveitaverzlunarleyfi, er brýtr, má svifta hann verzlnnarréttindnm í fyrsta sinn, enn í annað sinn skal þeim, hversu sem á stendr, fyrirgert. Brot gegn 2. gr. varða sekum frá 25 til 250 kr. í fyrsta sinn, enn síðan 50 til 500 kr. Réttindi til að verzla með á- fenga drykki missir sá jafnan, er brýtr i 2. sinn, og má svifta liann þeim í fyrsta sinn, et ástæða þykir til, hvort sem hann er kaupmaðr, sveitaverzlunarmaðr eða lyfsaii. Sömu hegningu varða brot gegn 3.—5. gr. 10. gr. Þeim manni, er mist hefir verzlunarleyfi með áfenga drykki fyrir brot gegn lögum þessum, má eigi veita aftr leyfi til verzlunar fyrr enn 5 ár eru liðin frá þvi, er hann misti leyfið, enda hafi hann eigi orðið brotlegr við lög þessi síðustu 5 ár. 11. gr. Nú hefir maðr mist verzlunarleyfi sitt og fengið það aftr, og skal þá fyrsta brot hans þar eftir teljast sem brot í annað sinn. 12. gr. Sektir gegn lögum þessum renna að hálfu í sveitar- sjóð eða hæjarsjóð, þar sem brotið var framið, enn að hálfu til uppljóstarmanns. Nú verðr brotið eigi sannað án þess upp- Ijóstarmaðr beri vitni, og fellr þá hans hluti einnig til fátækra- sjóðs. Enn eigi missir hann rétt sinn til hálfra sekta, þótt hann beri vitni í málinu, ef brotið verðr fullsannað með öðrum vitnum eða gögnum. 13. gr. Mál út af brotum gegn lögum þessum skal höfða og reka sem opinber lögreglumál. 5. Lög um síldveiði félaga í landhelgi. 1. gr. Fiskiveiðar í landhelgi mega félög eigi reka, er þegnar annara ríkja eiga lilut í. Þ6 mega hlutafélög reka síldveiðar í landhelgi, ef meir enn helmingr félagsfjársins er eign þegna Danakonungs, og félagið hefir heimilisfang á íslandi, og stjórn þess er skipuð þegnum Danakonungs, enda sé að minsta kosti meiri hluti þeirra heimilisfastr á islandi. 2. gr. Áðr enn hlntafélag tekr til starfa, skulu samþyktir þess sýndar lögreglustjóra, þar er félagið liefir heimilisfang eðr og veiðistöð, svo og breytingar, er síðar verða gerðar á þeim, og skulu lögreglustjórar gæta þess, að þær séu lögum samkvæmar, og hafa eftirlit með því, að lögum þessum sé fylgt. Að öðru leyti eru slík félög, að því er fiskiveiðar snertir, háð landslögum um fiskiveiðar í landhelgi. 3. gr. Með brot gegn lögum þessum skal fara eftir reglum þeim, er gilda um almenn lögreglumál; varða brotin sektum frá 20—400 kr., er renna í landsjóð, og skal hið ólögmæta veiði- fang, eða þess virði, gert upptækt, og falla til landsjóðs. 6. Lög um að nema úr gildi lög 16. desbr. 1885, er banna niðrskurð á hákarli í sjó milli Geirólfsgnúps í Strandasýslu og Skagatáar í Húnavatnssýslu á tímabilinu frá 1. nóv. til 14. april: ,.Frá 1. jan. 1888 skplu lög 16. desbr. 1885, er banna niðr- skurð á hákarli í sjó milli Geirólfsgnúps í Stranda- sýslu og Skagatáar í Húnavatnssýslu á tímabilinu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.