Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 2
94 FJALLKONAN. frá 1. nóv. til 14. apríl, numin úr gildi“. 7. Lög um bátfiski á fjörðum : 1. gr. ítétt er að útilykja aðkomandi fiskimenn frá bátfiski, cema síldveiðar sé, á fjörðum eða til- teknum fjarðasvæðum, sökum fiskiveiða fjarðarbúa, og skal það gjört með samþykkt á þann hátt, er segir í lögum 14. desbr. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og skulu að öðru Jeyti ákvæði téðra laga og laga nr. 23, 4. desbr. 1886 gilda um slíkar samþykktir. 2. gr. Nú stundar aðkomumaðr fiskveiðar á út- veg annara enn þarsveitarmanna, og dvelr hann í veiðistöð sama' hrepps eðr hreppa samtals 4 vikr eðr lengr sömu missiri, og er þá sveitarstjóru eðr niðrjöfnunar-nefnd heimilt að jafna á hann hæfilegu útsvari í samanburði við innsveitarmenn eðr bæjarbúa. Útsvarinu skal formaðr hver lokið hafa fyrir skip sitt áður hann fer á brott. Þó skal eigi leggja auka-útsvar á útvegsmenn úr öðrum sveitarfélögum við þann fjörð eðr flóa, sem utræðiðer við, ef útsvar er á þá lagt í sveitar- fjelagi sjálfra þeirra. Taka má útsvarið lögtaki sem önnur sveitarútsvör. Að öðru leyti eru og slíkir aðkomumenn háðir landslögum um fiskveiðar og útfiutningstoll af sjáfarafla. 8. Lög um veð. 9. Lög um aðför. 10. Lög um verzlun lausa-kaupmanna. Mannalát og slysfarir. Aðfaranótfc 5. p. m. druknaði í Hvalfirði undir klifi fyrir utan Þyril, Bjurn Blöndal frá Breiðabólstað í Vatnsdal, sonr Benidikts umboðsmanns Blöndals í Hvammi. Skildi um kveldið við samfylgdarmenn sina, og hefir ætlað að riða í flæðarmálinu enn flóð var komið. 11. þ. m andaðist hér í bsenum Brynjolfr Odhaon bðkbindiri 62. ára, einn af merkari borgurum bæjarins. Hanu var atorku- maðr mikill, starfsmaðr, skynsamr maðr og fróðr um margt, og fornum íslenzk,um bókmentum mjög unnandi. 15. apr. í vor drukknuðu tveir vinnumenn frá Krossavík í Vopnafirði ofan um ís i Hofsá. Um mánaðarmótin júní og jftlí fórst |bátr á Vopnaflrði og drukknuðu Jirír menn: Halldór Bjarnason, trésmiðr, Hannes Sigurðsson, skósmiðr, báðir ungir menn og ókvæntir, og Kristján Jónsson, kvæutr maðr frá Fremri-Hlíð. Hafís-liroðl er er enn fyrir norðrlandi. Fjárlögin. Misjafnir eru dómar manna um alþing í sumar, eins og venja er til, og þó nú allir á þann veg að út líti fyrir, að aldrei hafi verið unnið jafnlítið að gagni á þingi sem nú, að minsta kosti síðan lög- gjafarþing hófst. Reyndar er enn eigi séð, hver árangrinn verðr af störfum þingsins, enn eftir því sem enn er fram komið, má ætla að hinn beini árangr verði sáralítill. Þingið liefir enn eigi afgreitt nema 10 lagafrumvörp, og er þó farið að líða allmjög á þingtímann, þar sem það hefir þegar staðið hinn lögskipaða sex vikna tíma. Það hefir þó eigi vantað að nógu mörg frumvörp liafi verið smíðuð, enn þau hafa jafnharðan verið feld. Sundrungaraudinn hefir verið með meira móti, og stafar það líklega af sundrungu þeirri, er varð í stjórnarskrármálinu á öndverðu þingi. Það er eðli- legt, að slíkt hafi áhrif á hin smærri mál. Fjárlaganefndin hafði lokið starfi sínu í lok júli- mánaðar. Hún hefir gert talsverðar breytingar á stjórnar frumvarpinu og flestar í sparnaðarátt. Niðrstaðan verðr -að rúmar 30000 kr. vanti til að tekjur hrökkvi fyrir gjöldum (stjórnin gerir ráð fyrir 33462 kr. halla) enn þar við er athugandi, að nefnd- in gerir ráð fyrir að tekjurnar verði um 15000 kr. minni enn stjórnin reiknar. Ölmusur til lærða skólans vildi nefndin minka um 500 kr. fyrra árið og 1000 kr. síðara árið, og við prestaskólann skyldu veittar 3 ölmusur í staðinn | fyrir 5, sem stjórnin lagði til. Nefndin lagði til að taka af landlækni þá 600 kr. I launa viðbót, er honum var veitt 1885, og sömuleiðis 400 kr. af Tómasi lækni Hallgrímssyni. Þar á mót fann nefndin eigi ástæðu til að taka samskonar við- bót af Indriða Einarssyni endrskoðara, né af hinum öðrum, er slíkar launaviðbætr hafa verið veittar. Styrkrnum til eflingar búnaði lagði nefndin til að væri skift þannig: til Ólafsdalskóla 2500 kr. til Hóla- skóla 4000 kr., til Eyðaskóla og búuaðarfélaga 6500 kr., er landshöfðingi úthlutar eftir tillögum sýslu- nefnda og amtsráða; til sýslunefnda og bæjarstjórna ! 7000 kr. Til vegabóta lagði nfd. til að veittar væri 20000; j þar í 3000 kr. til að fá vegfróðan mann frá útlönd- j um til að ákveða hvar helztu vegi skuli leggja; til ! að bæta vegi á aðalpóstleiðum 15000 kr., er síðara I árið sé varið til vegarins frá Hvalfirði upp í Norðr- j árdal. Til annara vega 2000 kr. Styrkrinn til gufuskipaferðanna kringum landið skyldi færðr niðr um helming, og vera að eins 9000 kr. hvort árið, með því að þessar ferðir mundu vel borga sig; skyldi þessi upphæð því að eins greidd, að nákvæml. yrði farið eftir ferðaáætlun, er þingið samþykti og að útgerðarmenn skipsins hefðu varnar- þing hér á landi. Nýtt læknishérað lagði nfd. til að stofnað yrði í vestrhlut ísafjarðarsýslu (Dýrafirði, Önundarfirði og ! Arnarfirði) með 1000 kr. launum. Kvennaskólastyrkr skyldi færðr upp í 4300 kr. úr J 3000 kr. Barnaskóla vildi nefndin eigi styrkja nema í sjóþorpum og verzlunarstöðum öðrum enn kaup- j stöðum. Af fé því er veitt er til landsbókasafnsins skal | 1200 kr. varið til að kaupa bækr og handrit og til bókbands. Jón Árnason fyrv. bókavörðr fái 800 ; kr. eftirlaun. Til vísindalegra og verklegra fyrirtækja ætlaði í nefndin ekkert fé ótiltekið, enn hefir tekið upp í frv. j fáein þess konar útgjöld út af fyrir sig; ætlar hún Þorv. Thoroddsen 1000 kr. hvort árið eftir reikningi, Gröndal 800 kr. á ári, Jóni Þorkelssyni kand. 600 kr. til útgáfu fornbréfasafnsins; til laxaklaks: í Hjarð- arholti alls 800 kr., á Reynivöllum alls 200 kr.; til Hermanns búfræðings Jónassonar 300 kr. til að gefa út búnaðarrit. Gísli Guðmundsson verkfræðingr fái ekkert. Styrkrinn til þjóðvinafélagsins falli burt. Fjárlögin vórn samþykt i neðri deild í gær, og hefir frumvarpið mjög litið breyzt frá því er fario

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.