Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 13.08.1887, Blaðsíða 4
96 F JALLKON AN. um hungraða verkmannasæg til þess að ala fasteignamennina. Það eru því líkur til. að þetta herfilega ástand taki þá og þegar enda með skelfingu. Smásögur. Höfðingskapr. Eigi alls fyrir löngu var danskr sýslumaðr á þingaferð hér á landi og hafði fylgdarmann með sér. Komu I þeir að fátækum bóndabæ. Þeim var hoðið inn, og færði hús- freyja þeim kaffi eftir því sem bezt voru föng á. Sýsluinaðr vildi ekki láta svo góðan greiða ólaunaðan. Lætr hann þá sækja nestispoka sinn og tekr þar upp ílát með brendum kaffibaunum og telr handa húsfreyju jafnmargar kaffibaunir og hann hélt að farið hefði í tvo kaffibollana. Seinast taldi hann „trjótíu og trjá“ (33), og þótti þá nóg komið, og fekk konunni þenna skamt í eldspítnaöskju og bað hana að “tiggja t,að“ fyrir kaffið. — Þetta mun vera sami höfðinginn, sem spurði hvar næsta járnbrautarstöð væri við Reykjavík, þegar hann kom hingað til lands með veitingu fyrir sýslumannsembættinu. Snjallrœði. Piitr og stúlka hittust á förnum vegi. Þau voru hæði ríðandi, enn með því að þau áttu samleið og urðu að fara í hægðum sínum, af því að þau reiddu bæði fyrir fram- an sig, hann reiddi kött enn hún reiddi pott, þá réðu þau af að verða samferða. Þegar þau höfðu riðið spölkom, vakti stúlkan máls á þvi, að það væri óvarkárni af sér að fara svona ein með karlmanni; hann ætti alls kosta við sig ef hann vildi beita brögðum. „Öllu er óhætt“, sagði hann, „ég get ekki far- ið af baki, því ég má ekki sleppa hendinni at kettinum11. „Yarla yrði þér ráðfátt“, sagði hún, „þú þyrftir ekki annað enn að taka af mér pottinn og hvolfa honum yfir köttinn". Nú halda þau áfram, þangað til þau komu að hvammi einum fögr- um; þar voru allir ferðamenn vanir að æja hestum sínum. Þá segir stúlkan og stundi við: „Ó hvað ég kvíði nú fyrir hvamminuin“. — Nú riðu þau ofan í hvamminn, og fóru af baki; sá þá piltrinn, að þetta var mesta snjallræði sem stúlk- an hafði kennt honum, og fór að öllu eins og hún gerði ráð fyrir, enn engar sögur fara af þvi, hvað þeirra fór meira á milli. AUGLÝSINGAR. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Heiðraðir kaupendr búnaðarritsins eru vinsamlega beðn- ir að borga það til bóksala Sigurðar Kristjánssonar í Reykja- vík, sein tekr á móti borguninni tyrir mína hönd. Þar eð ég hefi í hyggju að senda hingað suðr i Reykjavik hérum bil 6—800 pund af smjöri, frá 17.—24. næstkomandi mánaðar, verða þeir sem viija sæta kaupum á því, að vera búnir að semja við mig um það og verð á þvi fyrir 25. þ. m. Reykjavík, 11. ágúst 1887 Ólafr Pálsson frá Höfðabrekku. Gíott salthús, með nægri lóð, í Miðneshreppi, er til sölu með ágætu verði. Ritstjóri vísar á. Til sölu fást ágæt kvennreiðtygi með góðu verði. Ritstjóri vísar á. Eignaskjöl jarða. Með því að alJljngi hefir nú gert þá breytingu á landamerkjalögunum, að frestr sá er ákveðinn er til að fullnægja þeim, skuli lengdr um tvö ár, eða til vor- daga 1890, gefst jarðeigendum enn kostr á að leita sér upp- lýsinga um forn eignaskjöl jarða sinna. — Þeir sem óska að fá eftirrit af slíkum skjölum, ættu að geta þess, hvaða jarðir liggja að þeim merkjum, sem um er að ræða, hvar ítök eru og hver, og hvort þeir hafa nokkur eignrskjöl við að styðjast og hve gömul. — Eg skal geta þess, að eg hefi til búið talsvert af eftirritum jarðaskjala, enn með því að eg hefi orðið að sæta talsverðum vanskilum á borguninni sendi eg þau eigi framar öðrum enn skilsömum mönnum sem eg þekki, nema því að eins að þau sé borguð fyrirfram. Hinir fáu, er borgað hafa fyrirfram og enga úrlausn hafa fengið, mega eiga von á svari i haust. Yaldimar Ásnmndarsoii. Fáeinir výir Irctnpendr geta fengid síðari hlutaþessa árgangs af Fjallhonunni frá 8 júlí til ársloka, alls 18—20 blöð, og ýms fylgiblið og smárit íkaupbœti, fyrir að eins eina krónu. Vm þingtimann vei ða engar myvdir i blaðinu, enn síðankoma þœr einu sinni eða tvisvar i hverjum mánuði, og verða sumar þeirra af íslenskum merkismönnum sem nú eru uppi. Ferðakoffort. Hjá Páli snikkara Sigurðssyni í Reykjavík fást vönduð ferða- koffort sterk og rúmgóð og ferðatöskur úr tré með bezta verði. igætt úthey fæst til kaups fyrir peninga með góðu verði, annaðhvort hing- að flutt til Reykjavíkr eða í Sjávarhólum á Kjalarnesi. Best að Hermann Jónasson. Ég vona menn taki eftir auglýsingu minni viðvíkjandi skuld- um. Til þess enn frekar að herða á mönnum að gera mér nú skil fyrir útgöngu þ. m., þá lofa ég þeim sem borga mér að fullu í ágúst að slá af 25%- Að öðrnm kosti neyðist ég til að lögsækja tafarlaust þá sem ekki borga mér. 6. ágúst 1887. Þorlákr Ó. Johnson. 03 ö 4“ gg 3 3 JQ 53 » o* ■r&.c £ »0. í =?3 S> 3 3 <T’ - F 3 a ■ • o —. <t> a 2« 2 S P sa C2 , o cr N o * ^ B i ft> ,_ j. L 3T W 5* < ; 3- ® a> œ : e» <2. a B'g.g.iS Pj ro ” ao »T> = g.2.0 »£•3 re “ 3 -•œ ^ 03 3 3 ð> (C 2-Cfl r-S d ■ ® _. !>r g lo w 2.D M CÞ i-i tt> i-.S'S E3 a> cuJQ < tt> <1= 3 o. Oj ** - to 00 tt> p.TO -O 3 ^ ö co CD < O" cd < co CPq CD <!3 ffl £. l-i —. woq .. CT> O zo cd cn~ panta í tíma. Reykjavík 13 ágúst 1887. Þorl. Ó. Johnson Minnisblað forseta Jéns sál. Sigurðssonar. Þeir háttvirtu þingmenn eðr aðrir, sem vildu panta hjá mér undirskrifuðum þetta snildarverk, minnisblaðið, geta fengið það í fallegum römmum með gleri og öllu fyrir 3 kr. Rvík 13. ágúst 1887. Þorl. Ó. Johnson. Fjallkonan. Þessi blöð af Ejallkonunni kaupir útgefandi háu verði: af I. ári, 1884, 1., 2., 19. og 21. blað. — II. — 1885, 6., 7. og 8. blað. — m. — 1886, 11. blað. — IV. — 1887, 2. blað, 10. blað. Þeir sem hafa fengið þessi blöð ofsend, eru beðnir að endr- senda þau og merkja utan á hvaða nr. þeir senda. PrentsmiBja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.