Fjallkonan


Fjallkonan - 20.08.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 20.08.1887, Blaðsíða 4
100 FJALLKONAN. Alslafaflokkrinn hefir mikils að sakna þar sem Kat- kow er látinn. ÍTALÍA. 29. júlí andaðist Depretis, stjómarfor- seti Italíu, 74 ára, er þótti hinn mesti ágætis- maðr. — Svo lítr út sem páfinn ætli nú að fara að kalla aftr eftir hinu veraldlega valdi sínu í hendr Italíu stjórnar. ENGrLAND. Ekki hefir gengið saman með Eng- lendingum og Tyrkjum, að þvi er Egyptaland snertir, og er það kent ráðum K-ússa og Frakka. Aftr hafa Englendingar og Rússar orðið ásáttir um landaskilin i Afgan, enn auðvitað hefir sá samn- ingr enga þýðingu lengr enn Rússum líkar, og veitir Englendingum engu meiri tryggingu enn áðr, ef Indlandi yrði ófriðr búinn af hálfu Kússa. — Líklegt er talið að breyting kunni að verða á Tory-ráðaneyti áðr enn vetrar. FRAKKLAND. Stjórnin gerir auðsjáanlega alt til þess að koma í veg fyrir stríð, og ber nú minna á Boulanger; er hann í Clermont-Ferrand, þar sem hann er skipaðr yfir herdeild eina. Þó hafði hann er síðast fréttist skorað Ferry á hólm fyrir meið- yrði, sem honum þóttu vera, og var alltíðrætt um það. Ymsar sakir hafa verið bornar á hann, svo sem að hann hafi haft í hyggju að steypa stjórn þeirri sem nú er, til þess að verða alræðismaðr eða koma Orleaningum til valda. DANMOKK. Þaðan er ekkert að frétta, sem tíð- indum þyki sæta. — Þótt Danir sé lítil þjóð, láta hinar stærri þjóðir sig það ekki ætíð engu skifta, sem þar fer fram. Mikill hávaði hefir verið gerðr af þvi í kaþólskum löndum, að sonr Valdimars prinz hefir verið skirðr prótestantiskri skírn, af þvi að móðir hans er kaþólskrar trúar. — Útlend blöð fara nú oft heldr óvægilegum orðum um politik Dana. — Eitt af merkustu blöðum Þýzkalands (Neue freie Presse), leiðir alvarlega athygli að ýms- um hótunum eða ögrunaryrðum sem Bahnson, her- málaráðgj., hefir haft í ræðum sínum gagnvart Þýzkalandi, og tekr fram, að þótt lítill geigr standi af slíku, þá sé því samt gaumr gefandi. Allir viti hvílík úlfúð gegn Þjóðverjum riki við hirðina í Pétrsborg og Danir taki í sama strenginn. BOLOARALAND. Litlar líkur eru til, að Fer- dínand prinz af Koburg verði Bulgaríufursti, og stendr það fyrir, að Rússakeisari mun synja sam- þykkis; mun hann sjálfr vilja þar mestu um ráða og það eitt hafa, sem getr orðið til að greiða fyr- ir framgangi Rússlands á Balkanskaga. Nýjungar frá ýmsum löndum. ----—:— Alfred Krupp, hinn frægi fallhyssnasteypari, semdóísumar, var fæddr 1810 í Essen, sem er bær í Rínarlöndum. Eaðir hans setti par upp litla stálsteypusmiðju með 2 verkmönnum. Að honum látnum tók ekkjan við, og hafði atvinnu af smiðj- unni með sonum sínum, enn 1848 varð A. Krúpp einn eigandi verksmiðjunnar og úr Jiví tók hún svo miklum uppgangi, að hún varð langmest allra stálsteypuverkstaða í heimi. Frægastr varð Krúpp af hinum „riffluðu aftrhleðslu-fallbyssum11 sínum, sem eru einstaklega sterkar, seigar í sér og málmhreinar. kraft- miklar og endingargóðar. Þær vóru fyrst reyndar tíl hlítar í danska stríðinu 1864 og gáf'ust Jiá mæta vel; vildi Prússastjóm hefja Krúpp í aðalsstétt, enn hann þáði ekki. Síðan fann Krúpp nýjar umbætr á stórskotafærum og vóm pær teknar upp í þýzka hernum. Margt er samt smíðað annað í verksmiðjum Krúpps, enn pað sem til herskapar heyrir, t. d. járnbrautar- vagnar, járnhrautarteinar og ótal fleira. Árið 1881 unnu 19605 verkmenn í verksmiðjum Krúpps, og var verkmannalýðr hans með fjölskyldum samtals 65381 manns. Handa öllu þessu fólki hafði hann látið gera íhúðarhús gegn lágu leigugjaldi, með öll- um þægindum. AUGLÝSING AR. mn IJÓ98ÖB1J-8ATV. Ég hefi í ráði að gefa út nýtt safn af þjóðsögum og allskon- ar munnmœlasögum, er eigi hafa áðr verið prentaðar. Bið ég því alla, bceði lcarla og konur, er slíkar sögur kunna, eða þekkja aðra, er geta sagt þœr, að skrifa þœr upp og senda mér þœr í haust og vetr er kemr gegn sanngjarnri borgun. Það er ó- hœtt að fullyrða, að í hinum prentuðu „Þjóðsögum og œvintýr- umu er að eins lítill hluti af öllum þeim grúa af munnmœla- sögum, er lifað hafa hér á landi fram um miðja þessa öld. Síðan hafa margar slikar sagnir dáið út með hinni eldri kynslóð, enn miklu mœtti þó enn safna, ef vel vœri leitað. 1 safni þessu, er ég hefi í hyggju að gefa út, verða að vísu samkynja sögur og eru í hinum prentuðu „Þjóðsögum11, enn einkum munu verða teknar upp í safn þetta þcer sögur, er að einhverju leyti eru frábrugðnar hinum prentuðu sögum, þótt í þeim felist svipaðar hugmyndir. Belzt vil ég fá þær sögur, sem eru orðnar gamlar eða eru með fornlegum blæ. Enn fremr mun ég taka upp í safn þetta smásögur um ýmsa merka menn eða einkennilega, er lýsa skapferli, orðfyndni o. s. frv. Fái eg safnað nokkuru að mun í vetr, kemr upphaf bókarinn- ar út að vori komanda. ^Vatdimaz <flz>mundazi>on. Ég vona menn taki eftir auglýsingu minni viðvíkjandi skuld- um. Til þess enn frekar að herða á mönnum að gera mér nú I skil fyrir útgöngu j>. m., þá lofa ég þeim sem borga mér að fullu í ágúst að slá af 25%. Að öðrum kosti neyðist ég til að lögsækja tafarlaust þá sem ekki borga mér. 6. ágúst 1887. Þorlákr Ó. Johnson. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jðnssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.