Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.09.1887, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar ámán- uði, 36 blöö um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKONAN. Valctimar Ásinumlarson ritstjöri þe9sa blaösbýr i Þiughoitsstrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 29. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 28. 8EPTEMBER 1887. Embætti. 1. kennari við Möðruvallaskólann er orðinn Hall- | dðr Briem og 2. kennari settr Stefán Stefánsson stud. mag. Lausn frá embœtti er veitt sira Stefáni Jónssyni á Kolfreyju- l stað sakir ellilasleika. Laus prestaköll. Hjaltastaðr (1368). Kolfreyjustaðr (1441). Umboð Eyjafjarðarsýslu-jarða er 15. þ. m. falið Einari Ás- mundssyni í Nesi fyrst um sinn ásamt þjóðjarða nmboði því, er hann hefir gegnt. Heiðrslaun úr „Gjafasjóði Kr. IX.“ fengu nú þeir Eirikr Bjarnarson á Karlskála í B,eyðarfirði og Oddr Eyjólfsson á Sám- stöðum i Pljótshlíð fyrir framúrskarandi dugnað í landbúnaði. Sala á kirkjuj'o'rð. Konungsleyfi er fengið fyrir því að kirkju- jörðin Karlsskáli verði seld ábúandanum Eiriki Bjarnarsyni. Hafísinn fór loks frá austrlandi og norðrlandi rétt fyrir | miðjan f. m. Er ekki kunnugt að hafis hafi nokkurn timaleg- ið við land jafnlengi fram eftir hausti. Yegna íssins hafa all- ar ferðir strandskipanna komist á ringulreið. Ferðir skipsins „Miaca“ urðu að litlu liði. í júlí og ágúst lá iiafísinn við Austfirði og bannaði allar sjóferðir og fiskveiðar. Fyrri hlut þ. m. komst ísinn lengra suðr með landi, alt suðr að Meðallandi í Yestr-Skaftafellssýslu. Um miðjan þ. m. var enn íshroði norðr undan Langanesi. Heyskapr hefir orðið allgóðr víðast um land, með því að grasspretta var víðast með bezta móti og rigningar ekki mjög miklar, þótt þokur væru og kuldar, eins og títt er þegar hafis er við land. Tiðarfar hefir verið einkar gott á suðrlandi og yfir höfuð bezta árferði. Flskafli góðr umhverfis Faxaflóa i sumar og haust. Sömu- leiðis við ísatjarðardjúp ogundir Jökli; fyrir norðan einnig nokk- ur afli, enn þar hefir hafísinn hindrað veiðiskap, og eins á Aust- fjörðum, enda þar aflalítið. Nú var þó kominn nokkur fiskafii á Seyðisfirði eftir að hafísinn fór. Heilsufar hefir verið heldr kranksamt víða um land í sum- ar, þótt engar landfarsóttir hafi gengið. Nýtt blað í vændum. Út er komið sýnishorn afnýju blaði, sem á að koma út með næsta nýári, ef áskrifendr fást. Það á að verða vikublað og kosta 3 kr. árgangrinn. Ritstjórn og út- gefendr segjast ekki láta vita nöfn sín, enn lota öllu fögru um stefnu og athafnir blaðsins; mnni það verða „málgagn" forstöðu- manna stjórnarskrármálsins. Mannalát. Dáinn eríf. m. síra Jón Anstmann, prestraðStöð í Stöðvarfirði, 78 ára að aldri. Fæddr á Gilsá í Breiðdal 7. okt. 1809. Foreldrar hans vóru: Jón bóndi Björnsson á Gilsá og Helga Erlendsdóttir, prests að Stöð Guðmundssonar. Kom í Bessastaðaskóla 1829, enn varð að fara þaðan aftr 1833 vegna sjúkleika. Kom síðan aftr og var útskriíaðr af kennurum Bessa- staðaskóla 1839. Fór þá til Guttorms prófastsPálssonaríValla- nesi og giptist Málfríði dóttur hans tveimr árum síðar ogreisti 1 síðan bú á Gilsá. Vígðist aðstoðarprestr til síra Stefáns Þór- arinssouar á Skinnastöðum 1847 ; fékk Eyjardalsá s. á.; Saur- hæ í Eyjafirði 1872; Stöð 1881. Hann var talinn klerkr all- | góðr; dugnaðar og búsýslumaðr og allvel fjáðr; fékkst við lækn- i ingar og þóttu hepnost þær vel. Seinni kona hans var Helga Jónsdóttir frá Sörlastöðum i Fnjóskadal. Dáinn er 12. f. m. síra StefSn Pétrsson á Hjaltastað, 41 árs að aldri. Fæddr í Berufirði 22. okt. 1846. Foreldrar hans vóru: Pétr prestr Jónsson, síðar á Valþjófsstað, og Anna Bjömsdóttir prests á Kirkjubæ Vigfússonar. Úfiskrifaðr úr Rvíkrskóla 1871; vígðist prestr að Desjarmýri 31. ágúst 1873; fékk Hjaltastað 1884. Viltir í þoku. Sem dæmi þess, hve myrkar þokur fylgdu ísnum i sumar, má nefna, að tveir menn týndust úr Hornafirði; stúlka, er var á grasatjalli; hún fanst eftir viku með lífsmarki uppi á öræfum enn dó þegar, og smali; hann var ófundinn, er síðast fréttist. SJÁLFSTJÓRN. i. Ekki vantar það, að nóg sé rætt og ritað um poli- tik liér á Iandi. Enn alt er það á sömn bókina Iært; það er alt saman óljós eftirrit eða stælingar af rit- um Jóns Sigurðssonar; það er að mestu Iiann oinn, sem skapað hcfir sjálfstjórnar hugmyndir þær, sem hafa rutt sér til rúms liér á landi. Alt af er við- kvæðið hið sama, alt af eru hinar sömu kvartanir um athafnir stjórnarinnar og þjóna hennar, um að landið geti ekki þrifizt undir hinni útlendu stjörn, um að stjórnin þurfi að vera í landinu sjálfu. Svo er þegar bezt lætr flett upp í landssögunni og rakin raunarolla þjóðarinnar; krafizt bóta af stjórninni fyr- ir illan tilverknað á fyrri öldum ; alt bygt á sögu- legum rétti, á skjölum og skinnbókum, á „rás viðburð- anna“. Þetta getr nú alt verið rétt í sjálfu sér, enn slík politik verðr þó ætíð einhæfisleg. Má vera, að það sé ef til vill réttast, að fara í þessa stefnu framan af, meðan þjóðin er óþroskuð og naumast bú- in að átta sig í stjórnarlegum efnum, enn jafnskjótt og þjóðin hefir vaknað til nokkurrar meðvitundar um sjálfstæði sitt og frjálsræði, ríðr á, að kenna henni deili á almennum mannfrelsishugmyndum; þá er það skylda stjórnarinnar, skólanna, blaðanna ogallraþeirra er á líkan hátt geta komið sér við á almenningsfæri, að íræða hina upprennandi kynslóð um eðlislög mannfé- lagsins, um meginreglur stjórnlaganna, félagsfræðinn- ar og siðfræðinnar. Hér á landi er ekkert gert í þessa stefnu. Allar politiskar hreifingar fara í þá eina átt, að heimta nýtt stjórnarform, enn cngum af foringjunum kemrtilhug- ar að skýra það fyrir alþýðunni til lilítar, í hverju umbæturnar eiginlega verði innifaldar og hvers vegna allar þjóðir krefjast sjálfstjórnar og jafnréttis manna á milli. Varla er einu orði minst á hið persónulega frelsi, varla minst á kvenfrelsi, atvinnufrelsi, kirkju- legt frelsi, prentfrelsi; öll politikin snýst og hleypr í baklás í stjórnarskrármeinunum. Vér verðum að vera á þeirri skoðun, að „fleira sé matr enn flesk“, fleira sé politik enn stjórnarskrármál, og þótt það sé fjarri oss, að vilja draga úr áhuganum í því máli, þótt óvænlega áhorfist, hyggjum vér að almenningi kæmi það vel, að fræðast endr og sinnum um eitt- i » )

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.