Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1887, Qupperneq 2

Fjallkonan - 28.09.1887, Qupperneq 2
114 FJALLKONAN. hvað víðtækara cfni í stjórnmálum og mannrétti, en vér höfum að jafnaði átt að venjast í blöðumvorum; vér ætlum að alþýðu kæmi vel, að fá dálitjar leið- beiningar í frumreglum mannfélagsskipunarinnar, fá dálitla hugmynd um sögu sjálfstjórnarinnar, fá að vita, hvað mestu f'ramfaramenn annaraþjóðahafarit- að um þetta efni. Ritgerðir í þessa stefnu mundu bezt færa almenningi heim sanninn um það, hver nauðsyn rekr til þess, að vér fáum sjálfir að ráða öll- um lögum vorum og lofum, og losumst að öllu leyti við ráðgjafastjórnina í Danmörku. Slíkar ritgerðir mundu bezt glæða sjálfstilfiuningu þjóðarinnar, kenna henni að hugsa um stjórnmál og gera henni ljúft og tamt að taka þátt í málum sínuin. Þá vissi þjóðin hvað hún vill; þá yrði þjóðviljinn ekki nauðungar- verk, smíðað af einstökúm mönnum, eins og sum- staðar hefir því miðr átt sér stað. Á þetta tramfara- stig þarf þjóðin að komast sem fyrst og að því mun Fjallkonan leitast við að styðja. B i s m a r c k. Hinn frægi stjórnskörungr Þjóðverja, Otto Eduard Leopold von Bismarck. er fæddr 1. apríl 1815 á höf- uðbólinu Schönhausen í Altmark af gamalli aðalsætt. 1832 fór liann sem stúdent til liáskólans í Göttingen og iðkaði lögfræði. Lögfræðisprófi lauk hann um 1836, og tók nokkuru seinna við föðurleifð sinni. 1847 var hann kosinn á ráðgjafarþing Prússlands; 1851—59 var hann sendiherra Prússa konungs í Bismarck. Frakkafurðu; 1859—62 var hann sendiherra íPétrs- borg og síðast í París, og 24. sept. 1862 tók hann við forustu ráðaneytisins lijá Vilhjálmi konungi og stjórn utanrikismála. Saga Þýzkalands frá þeim tima er Bismarck gerð- ist stjórnarforseti Prússlands má að miklu leyti nefn- ast verk Bismarcks, og er hann fortakslaust einhver hinn mesti stjórnvitringr sem nokkurntíma hetír uppi verið. Bæði keisarinn og þjóðin hafa einatt fylgt honum nauðug, enn liann hefir knúð alt fram með járnvilja sínum ; árangrinn liefir samt hiugað til rétt- lætt harðfylgni lians. Þannig mátti svo að orði kveða, að liann þröngvaði keisaranum til að segja Austrríki stríð á hendr 1866. — Um þýzk-franska stríðið þarf ekki að orðlengja hér, því að það er flestum kunnugt; svo og afskifti hans af austræna málinu, og hversu hann hefir með kænsku leitast við að stemma stigu fyrir uppgangi Bússa. Enn í seinni tíð er málið tekið að vandast og tíminn einn getr nú sýnt, hvert honum tekst það jafnvel hér eftir og hve vel hann sleppr frá Bolgaríumálinu og fleiri vanda- málum. Um eitt skeið var heilsa Bismarcks orðin biluð mjög af áreynslu, enn í seinni tíð lítr svo út, sem hann hafi náð sér aftr, og sem stendr má hann hraustan kalla eftir aldri; að minsta kosti er hinn andlegi kjarkr hans enn með öllu óveiklaðr. Bismarck er hár vexti og rekinn saman; hann hef- ir hátt cnni, og er skarplegr og stórskorinn í and- litsfari, skúfbrýndr nokkuð og augun stór og tinnu- hvöss; ber yfirbragð hans það með sér að hann er afburðamaðr bæði að gáfum og þreki. Hann hefir og vcrið hið mesta hraustmenni og stælt líkamasinn með riddaralegum æfingum; sérstaklega liefir hann haft mætr á dýraveiðum. Ákafamaðr er hann hinn mesti, enn kann þó að stilla sig, og getr sýnzt kaldr og rólegr þótt í lionum sjóði innanbrjósts. Bismarck er mikiíl ræðumaðr og hugsunargnóttin niðri fyrir svo ör, að stundum virðist sem honum vefjist tunga um tönn, af því að hann vandar mjög vel orðaval sitt til að framsetja hugsanina sem skýrast og full- komnast, og segja ekki meira enn hann vill; eru því ræður hans áhrifameiri fyrir lesendr enn heyr- endr. Mælska hans er aflmikil, og einatt krydduð með heppilegum skrýtlum og fjörugum fyndnisyrðum, sem þó eru í lifandi sambandi við merg málsins, og eru margar þeirra meistaralegar í sinni röð. Nú er Bismarck á 73 ári. Sjötugasta afmælisdag hans var haldin almenn þjóðhátíð að kalla mátti um alt Þýzkaland. Útlendar fréttir, (Prá fréttaritara vorum). Edlnburgh, 18. september. DANMÖR K. Fjölsót.tr fundr var nýlega haldinn í einu kjördæmi Khafnar af vinstri mönnum og rædd | og samþykt mótmæla-yfirlýsing gegn víggirðinga-poli- tík Danastjórnar, og skal leggja hana fyrir ríkis- þingið, er kemr saman í næsta mánuði. Yiðlíka fund- ir í sama skyni stóð til að yrðu haldnir víða um j land, svo að enginn efi er á, að þegar ríkisþingið kemr saman, mun liggja fyrir því mótmæla-yfirlýs- ing með undirskriftum svo hundr. þúsunda nemr, þess efnis, að þingið slaki ekki liið minsta til í víggirðinga- málinu. -- Allr hinn frjálslyndi flokkr í Danmörku j krefst þess, að stjórnin hagi pólitík sinni í vinsam- j samlega stefnu við Þjóðverja. „Politiken" segir: J „Þorri manna í Danmörku æskir einskis framar enn , að eiga góðan grannskap við Þýzkaland. Á herbún- aði þeim, er vakið hofir eftirtekt Þjóðverja, hafa menn j hér í landi mestu óbeit og andstygð ; hvað sem stjórn- in hugsar og ætlar fyrir sér, þá er þjóðin því ekki samhuga; sé það óvinveitt fyrirtæki gagnvart Þýzka- landi, munu þau mæta mótspyrnu svo megnri, að stjórn- I iuni verði lialdið í skefjum“.y— Bússakeisari hefir j verið í Khöfn með drotningu sinni, og er gert ráð fyr- ir, að hann fari ei heim ( fyrr enn í október. Prins- j inn af Wales hefir einnif* verið i Khöfn með konu / i i

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.