Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1887, Page 3

Fjallkonan - 28.09.1887, Page 3
FJALLKONAN. 115 sinni til að færa Danadrotningu heillaóskir á 70. af- mælisdegi hennar 7. þ. m. — Dánir eru í Danmörk hinn frægi skáldsagnahöfundr M. A. Goldschmidt, 68 ára (í ágúst), og annar skáldsagnaritari Tomas Lange (í þ. m.) 58 ára. ÞÝZKALAND. Vilhjálmr keisari fór 10. þ. m. til Stettin til að vera við liðskönnun. Var á orði, enn þó óvíst, að Vilhj. keisari og Kússakeisari mundi finnast áðr Kússakeisari færi heim. — Krónprinsinn þýzki á góðum batavegi. — Kaþólskir menn hafaátt mikinn fund í Trier og haft stór orð um viðreisn og aukningu hinnar rómverk-kaþólsku kirkju; kváðu nauðsyn til bera, að endrreisa liið veraldlega ríki páfans, et' hann ætti að geta beitt til hlitar andlegu valdi sínu. — Nýdáinn er Werder, einn aí hinum frægu hershöfðingjum Þjóðverja. FRAKKLAND. Þar var ein herdeild (17. herd.) „móbiliséruð“ (losuð eins og til herferðar), og hafa Þjóðverjar engan gaum gefið því. Annars láta Frakkar ekki sem friðlegast. Eftir herdeildarkönnuna var haldið samsæti í Villefranche; skorti þar ekki snarp- ar ræður, og töluðu ræðumenn um að hefna á Þjóð- verjum og kváðu Frakkland vígbúið. Svo er og sagt, að Frakkar hafi virkjagerð með höndum við skörð nokkur á Jura-fjöllum, í nánd við smáborgina Gex, og er það beint á móti Vínarsamningnum. ENGLAND. All-róstusamt er nú á írlandi. Einn lögregluforingi þar var fyrir skömmu laminn og síð- an skotinn af flokksmönnum þeim er nefnast „mána- sveinar" (moonlighters). í Michelstown á írlandi urðu og óspektir nokkurar, er taka átti æsingamanninn 0. Brien fastan, sem kærðr var fyrir að hafa æst leigu- liða mót lögunum. Var þá haldið lýðmót mikið í bænum, og beinzt að lögreglunni með grjótkasti og stafsliöggum; þá var lögregluliðinu skipað að skjóta, og vóru drepnir þrír menn af lýðnum, enn allmargir særðust af livorumtveggja. Þetta kom til umræðu í neðri málstofu, og réttlæti stjórnin aðgerðir lögregl- unnar með því að hún hefði átt hendr sínar að verja. — 5. þ. m. brann leikhús í Exeter í Engl.; kvikn- aði í því meðan á sjónlciknum stóð og fórust þar inni yfir 150 manna af áhorföndum og auk þess fengu margir meiðsli. — 16. þ. m. varð járnbrautarslys mik- ið nálægt Doncastor á Englandi; rákust á tværjárn- brautarlestir og biðu 22 menn líftjón enn 80 lim- lestust. BOLGARÍA. Bolgaríumálið er við sama. Bis- marck og þýzka stjórnin láta vinsamlega við Rússa stjórn, og þykjast sýna eftirlæti í öllu, enn Rússland er tortrygt, og alt af orð liaft á samdrætti með Rússum og Frökkum. Nýtt ráðaneyti er nú komið saman í Bolgaríu. Til orða hefir komið, að Rússar sendi hershöfðingja, Ernroth að nafni, sem erindreka til Bolgaríu, líkt og Kaulbars fyrrum. Eftir seinustu fregnum leit svo út, sem Bismarck mundi skerast í Bolgaríumálið. Þýzkr konsúll í Rustschuk liafði ver- ið ærumeiddr í bolgarisku blaði, og lét þá þýzka stjórnin, þrátt fyrir það að meiðyrðin vóru tekin aftr, erindreka sinn spyrjast fyrir hjá Tyrkjastjórn hvort hún væri því mótfallin, að þrír þýzkir járn- barðar væru sendir inn i Svartahaf til Bolgariu- stranda. ASÍA. Uppreisnin í Afgan var ekki sefuð er síð- ast fréttist. Varð fyrir skömmu bardagi milli liðs emírsins og uppreistarmanna; særðir og drepnir um 500. Fregn liefir og komið frá Kabul, að rússnesk- um og afgönskum liðsmönnum (frá Herat) hafi lent saman í smáorustu. AFRÍKA. Fregnir hafa borist af ferðum Stanleys 12. júli; hafði honum gengið allvel til þess tima. N.-AMERÍKA. 15.-17. þ. m. héldu Bandarikja- menn hundrað ára minningarhátið stjórnarskrár sinn- ar (frá 1787). Hátiðin var lialdin í New York, og vóru þar saman ríkisstjórar úr öllum áttum, innlend- ir embættismenn og umboðsmenn útlendra stjórna auk annars manngrúa. Cleveland forseti hélt snjalla ræðu í byrjun hátiðarhaldsins og talaði sér í lagi um framfarir alþýðunnar. Þar fór fram sýningarganga (prósessía) fimm mílna löng. og vóru í henni 30,000 manna, 3000 hestar og 300 stórvagnar, hlaðnir ýms- um þeim undrum framfaranna í verknaði og listum. sem Ameríka hefir framleitt á 100 árum. Milli hinna einstöku hópa i sýningargöngunni gengu 150 flokkar af söngmönnum. íslenzkr sögubálkr. Þáttr af Jóni Indíafara. (Niðrlag). J6n dvaldi lítinn tima A Bessastöðuni tijA höfuðs- manni og reið síðan með lionum til alþingis. Fanu hann |iar marga at liöfðingjum landsins: Gisla Hftkonarson og Hallðör Olafsson lögmenn, Ara Magnfisson og Björn og Þorleif Magn- ússonu. Buðu þeir honuin og ýmsir fleiri til vetrvistar og tók liann því boði af Birni Magnítssyni á Bæ á Rauðasandi. Var liann hjá honum vetrinn eftir, enn brá sör um haustið norðr í ísafjarðarsýslu að finna frændr og vini. Hann var Jiá 34 ára að aldri, enn 22 er liann fór úr landi, og liafði verið erlendis 11 ár. Höfuðsmaðrinn veitti Jóni ævilangt afgjald þriggja jarða á Reykjastriind, Ingveldarstaða. Ilaðasfaða og Skarðs, og var ár- legt afgjald þessara jarða 14 ríkisdalir. Vóru þessar jarðir í veiting Ingjalds á Reykjum á Miðfirði; helt Jón þeim í 2 ár, enn siepti þeim við Ingjald 1628, af því lionum þótti kostnaðar- samt að ná afgjaldiuu úr slíkri fjarlægð, enn vildi ekki fara laugt frá ættingjum síuum. Þessi tvö ár (1627—28) dvnldi Jón bjá ættingjum sínum og ýmsnm höfðingjum : Ara Magnússyni, Jóni próf. Arasyni, Sæ- mundi Árnasyni, Magnúsi Arasyni og Gisla Hákonarsyni. Auk þess var liann í áríðandi senditerðum milli Ara sýslumanns og höfúðsmanns, einkum út af óspektum milli tveggja enskra lier- skipa og frakknesks hvalveiðamanns, er fengið bafði konungs- leyfi til hvalveiða hér, og út af athæfi tyrkneskra víkinga, er gerðu ýmsan óskunda hér við land 1627. Jóu var sendr til Bessast.aða ; þegar suðr kom, var hinn mesti ótti og uggr í fólki; | höfðu þá Tyrkir nýlega rænt í Austfjörðum, í Vestmannaeyjum, og í Grindavík 12. júní. Þegar Jón kom til Bessastaða var þar viðbúnaðr mikill hjá höfuðsmanni. Þar vóru ýmsir sýslu- menn og aðrir embættismenn, er vóru að ftnna höfuðsmann. Hafði hann beðið þá að halda kyrru fyrir hjá sér, og auk þess safnað nokkuru liði ; enn fremr liafði hann heimt 3 kaupför inn j á Seilnna, eitt úr Keflavík, annað úr Hafnarfirði, þriðja úr Hólminum; lágu þau á Seilunni ásamt skipi höfuðsmanns. Höt- uðsmaðr hafði og gert ráðstatanir til að verja Tyrkjmn land- j göngu um öll Suðrnes. Þegar Jón hafði verið eina nótt á ! Bessastöðum og var búinn til ferðar vestr með það erindi frá höfuðsmanni, að fá ensku herskipin til að lemja á Tyrkjannm, komu bæði víkingaskipin að Hafnarfirði og lögðu síðan inn á Seiluna. Skipaði þá höfuðsmaðr Jóni og frönskum mönnum, er með honum komu vestan, að fara í skansinn, ásamt fleiri mönn- ! um. og skjóta af fallbyssunum, enn höfuðsmaðr og margir menn með honum tóku sér hesta og riðu í hópum þar í grend með I stengr í höndum. Sýndist Tyrkjum þá ekki vænlegt til í landgöngu, er glóði á látúnssöðla riddaraliðins. Vóru I þeim þá send skot nokkur, bæði úr virkinu og af skipunum,

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.