Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1887, Page 4

Fjallkonan - 28.09.1887, Page 4
116 FJALLKONAN. og skutu þeir aftr. Barst J>á annað víkingaskipið á grynning- ar, því að fjara varmikil, og köstuðu þeir út ýmsu farmgózi, öltunnum og mjöltunnum, er sumt. hafði verið rænt af íslenzk- um kauptörum. í sömu svipan fluttu þeir hið hertekna fólk yfir á hitt skipið. Meðan á þessu stóð var þeim sem á skans- inum vóru og hinum öðrum skipað að hætta að skjóta. Vildu íslendingar þá skjóta sem ákafast, enn fengu þvi eigi ráðið. Fyrir þann ódugnað komst skipið klaklaust út aftr og fóru svo bæði skipin suðr fyrir land. Bkki þorði höfuðsmaðr að riða á alþing þetta sumar. Ári síðar kvæntist Jón Ingibjörgu Ólafsdóttur prests_ á Stað í Súgandaíirði Jónssonar. Reisti hann bú á Tröð við Álftafjörð og bjó þar nokkur ár. Þá bauðst houum varðstjórasýslan í Vest- mannaeyjum með 50 vætta kaupi; fór hann þangað, enn dvaldi þar að eins 1 ár, því að kona hans festi þar ei yndi. Fór hann því vestr aftr og misti þá sama haust konu sína; hún drukn- aði af báti á leið frá Dvergasteini yiir að Eyri í Seyðisfirði.— í annað sinn giftist Jón Dorbjörgu Einarsdóttur á Uppsölum. Bjó hann þar í 5 ár og síðan í 30 ár á Eyrardal í Álf'taflrði. Beiddi hann Friðrik konung 5. um þá jörð til afnota eptirgjalds- laust og var honum veitt það. — Þau hjón urðu hæði gömul; lifði Jón 2 árum lengr enn hún, og andaðist 2. mai 1679 á 87. aldrsári. LeiðrUting. Á bls. 24 i söguþætti þessum stendr: ‘þriskúf- aða atgeira’, á að vera: ‘þriskrúíaða’. Á hls. 110 er ártalið 1631 rangt, á að vera: 1621. Nýjungar frá ýmsum löndum. --------------- Rússakeisari í DjumiÖrku. Mikið er um dýrðir í Danmörk meðan keisarahjónin Rússnesku dvelja Jiar. — Meginið af hinni tignu fjölskyldu er saman komið i Fredensborg (Friðarinsborg). í öndverðum þ. m. var þar stórveizla ineð danzleik á 17. at- mælisdag Alexöndru dóttur Grikkjakonungs. Alexandra þessi er mjög fríð sýnum. Engum innlendum var þar boðið nema ráðherrunum dönsku, og ekki öðrum utan hirðar enn Appert i hershöfðingja, er fyrrum var sendiherra Frakklands í Pétrsborg. Söngfiokkvinn (60 manns) af Derjawa, lystiskipi Rússakeisara, lék við borðhaldið og dansinn, og dönsuðu allir (enda zarinn sjálfr) nema dönsku kóngshjónin. Lesi menn frásagnir blað- anna, mætti ætla, að þetta væri hið sælasta fólk, sem lifði un- aðarfylstu sólskinsdaga á „Friðarinsborg“, enn skuggalaust er sólskinið ekki, eins og ráða má af grein þessari í „Politiken“ : j „Þa?> er eins og einhver sóttriðu-ókyrö sé yflr „Friöarinsborgw, sem * annars er svo róleg; þaö er sóttriöa, sem bæld er niör og verör þvi hálfu I meira kveljandi. Konungsfólk vort, sem annars lifir jafnt og glaðlega | að borgaralegum hætti, er í sífeldri óró og spenningi; konungr vor og drotning flnna að á sér hvllir hin mesta ábyrgð, því zarinn er gestr þeirra þarna út frá. Því fylgir það, aÖ allar ógnir dýnamítsins hafatek- iÖ sér bólfestu í hinum unaðslegu lundum „Friöarinsborgar", og að skugg- ! arnir frá Gatschina teygja sig voveiflega upp yflr hinn friösæla skóggarö ! hallarinnar. Konungsfólk vort er vant aö ganga eins örugt og annaö j fólk á vegum og strætum, eins og góökunningjar innan um alla aðra, i skiftast kveöjum eöa vingjarnlegum orðum eins og fyrirfellr. Þegarzar- , inn er hér gestr, þáer um að gera aö sýna á sér hina vanalegu ró, þrátt j fyrir angistina. Enn alt um þaö setr angistin sitt mark á daglega lifið. | Ef fara skal einhverja skemtiferö, þá kemr sú óttablandna spurning, hvort alt só nú hæfilega undir búiö. Ætli ekkert komi nú fyrir enn, til að hræöa keisarann, sem er svo oft í háska? Keisarinn er hór aö hvílasín- ar fárspentu lífstaugar, hér 1 þessu veraldar horni — því meira ríðr á að ekkert komi fyrir, sem truflað geti rósemina. Enginn þorir aö tala um angistina, enn allir bera á sér mark hennar. Keisarinn ásetr sér einn dag að skoða borgina, enn þegar stundin er komin, liestum er beitt fyrir og vagnarnir tilbúnir, þá breytir hann áíörmi sinu. Keisarinn er eitthvaö lasinn og vögnunum er ekiö burt tómum. — Annað sóttmarkið eru hinar áhyggjulegu lögregluráðstafanir. „Friðarinsborg“ ognágrenniö þar er fult af rússneskum njósnurum og þeirra dönsku aöstoðarmönnum. Nýlega æt.laði zarinn aö vera eitt kvöld viö sjónleik í leikhúsinu Kasínó. Fyrir þá sök var leikhúsið reglulega sett í hervörzlu. Enginn fékk að- gangá meðan, og liver krókr og kymi hinnar stóru byggingar var vand- lega rannsakaör af hinum rússnesku lögreglumönnum. Allan daginn var leit-aö með logandi ljósum í hinum dimmu kjöllurum, þar sem annars enginn maðr stígr fæti sínum. Um kvöldið kom keisarinn 20 mínútum seinna enn ákveöiö var, enn konungr gekk hratt og rólega um gólf í forsalnum á meðan og beið hans. — Keisaradrotningin sjálf er ein allra, sem ekkert bregör sér innan um þetta, og þótt aðrir skjálfl er hún stilt, róleg og brosleit. Þegar borösalrinn í Gatschina var sprengdr i loft fáum mínútum áðr enn keisarahjónin ætluðu til borös, varð keisaradrotningu ekki meira bylt viö enn svo, að hún tók í hönd manns síns og sagöi: „Mikil guðs mildi var það, að viö biðum þessar mínúturu. — Allirþekkja hiö risavaxna málverk Tuxens, þar sem hann hefir myndað hina dýrð- legu fjölskyldu i „Friöarinsborg“, meö zarinn í rniðið, og hefir almenn- ingr dáðst að öllu því skrauti og viðhöfn, enn sannara mundi sá lýsa sem leitt gæti lifandi fyrir sjónir martröö angistarinnar, sem varpar sín- um hrákalda skugga yfir hátíðina og rístr kynjarúnir áveggina“. AUGLÝ SIN G A R. Kennsla í ensku. Undirritaðr veitir tilsögn í ensku fyrri part vetrarins. eink- um að tala og rita ensku. Þeir, sem vilja njóta tilsagnar hjá mér, eru beðnir að semja við mig sem fyrst. Reykjavík, 26. sept. 1887. W. 0. Spence Paterson. Examíneraður tannlæknir, eand. pharm. Nikolin, gegnir lækningum frá kl. 11 til 3, nema á sunnudögum. Fyrir fátæklinga þriðjudag, fimmtudag og laugardag kl. 10—12. Holar tennr eru fylltar sársaukalaust fyrir 3 kr. hver. IXr JLS. Tannpína stillist þegar í stað, og meðalið með fyrirsögn um notkun þess fæst fyrir 1 kr. Það er ómissandi á hverju heimili, þar sem tannpína þekkist. — Bústaðr í húsi Guðnýjar Möller i Reykjavík. Muniö eftir Lotteríinu í 26. tbl. Fjall- konunnnar. F R A N S K A. Tilsögn í frönsku veiti ég frá 1. október i haust. Tilsögnin fer fram á frönsku, ef nemendr vilja og geta haft full not af því. Ekki geta fleiri enn 10 verið i tíma í einu. Páll Þorhelsson. TANNPÍNUMEÐUL. Samskonar tannpínumeðul og ég hefi hingað til viðhaft við tannlækningar heima hjá mér, en engum selt, verða nú eftir- leiðis til sölu hjá mér. Þess skal getið að meðul þessi eru samsett eftir hinum beztu ráðleggingum (recept) hr. A. Préterre í Parísarborg, sem ekki er einungis álitinn frægastr tannlæknir meðal Frakka, heldr jafnvel heztr tannlæknir sem nú er uppi. Meðul þessi ern — eins og margir munu kannast við, sem ég hefi hjálpað — svo fljótverkandi að undrun sætir. Deir sem óska eftir meðulum frá mér við tannpínu, geri svo vel að láta mig vita á hvern hátt tannpínan hagar sér, svo ég geti hagað útlátum meðal- anna ettir því. Páll Þorkelsson tannlæknir. Róbínson Krúsóe, hin ágæta barna og unglinga bók, er til sölu hjá bóksölunum: Ó. Finsen, Sigfúsi Eymundssyni og Sigurði Kristjánssyni. Prentsmitja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.