Fjallkonan


Fjallkonan - 10.10.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 10.10.1887, Blaðsíða 2
118 FJALLKONAN. fjárkaupin, enda borgi bann ekki með peningum og hafi að eins lítið af vörum (helzt skemt banka- bygg)- Nýtt vikublað enn. Sagt er, að enn sé von á nýju vikublaði, sem á að koma út í Reykjavík, og j flytja fréttir úr bænum og nágrenninu og ýmis- legt smávegis. Terð á íslenzkum vítruin erlendis. 1. sept. Ull, hvít, norðl. er seld í Liverpool á 73/4 d. (pence); sunnlenzk 7V2 d., pd. — 1 Khöfn er hvít ull norðl. 66—64 au.; austfirzk 52 au., sunn- lenzk 58 au.; mislit ull 50—52 au. Saltfiskr frá Faxaflóa gengr tregt á Spáni fyrir 41 rikismark spd. — Norðmenn hafa keypt íslenzkan saltfisk, sem er i lítið eitt hærra verði. — í Khöín seldist sunnlenzkr stór óhnakka- kýldr fiskr á 36—34 kr.; vestfirzkr 38 kr.; hnakkakýldr vest- i firzkr 50—43 kr.; austfirzkr 36—35 kr.; vestfirzkr smáfiskr 33 j kr.; austfirzkr 30 kr.; ýsa 28 kr. Harðfiskr nýkominn hefir verið seldr á 67—70 kr. skpd. og j mun haldast í 70 kr. verði. Gamall harðfiskr 52—60 kr. Lýsi. Gufubrætt hákarlslýsi er selt á 31V2—33 kr. og pott- brætt 30—32 kr.; þorskalýsi hrátt 29 kr. og soðið 25—28 kr. (tunnan, 210 pd.). Sundmagar ganga illa út á 60 au. Af œðardúni liggja óseld um 3000 pd. og fást ekki kaupendr. Verð 14—16 kr. SJÁLFSTJÓRN. n. Að þessu sinni er ekki rúm í blaði þessu fyrir ! langa ritgerð um þau efni, er drepið er á í inn - gangi þessarar greinar. Vór skulum að eins skýra ! fyrir almenningi í fám orðum, hver mismunr er á sjálfstjórn (lýðstjórn) og fullu eða takmörkuðu ein- veldi, og hvaða vitnisburð mannkynssagan ber í j þessu efni. Þvi verðr ekki neitað, að allir menn sójafnborn- ir til róttinda, að allir hafi sama rétt til hagsældar og fullkomnunar, að allir hafi jafnan rótt eða frelsi til að gera hvað þeim gott þykir, ef þeir að eins eigi skerða rótt eða frelsi annara — hverrar þjóð- ar sem þeir eru, hvort sem þeir eru mentaðir menn j eða ómentaðir, karlar eða konur, ungir eða gamlir. Enn atgervi manna er misjafnt, og allir hafa eigi sömu hæfileika til að stjórna sjálfum sór eða öðr- um. Til þess útheimtist vit og þekking, enn eðl- isróttindin eru hin sömu. Villiþjóðir kunna eigi | að stjórna sér á þann hátt, að þeim verði verulegra ! framfara auðið; þær vantar þekkinguna. Enn ef villimannsbarn fær frá fæðingu gott uppeldi hjá mentuðum manni, þá nær það oftast engu minni andlegum þroska enn barn mentaða mannsins. Mis- munrinn á mentuðum þjóðum og villiþjóðum kemr að mestu af því, að hinar viltu þjóðir hafa orðið að vera án ýmsra ytri skilyrða, sem eru undirrót þjóðþroska og þróunar. Mannkynið hefir frá alda öðli búið saman í hóp- um eða fólögum, eigi að eins á því tímabili, er sag- an nær yfir, lieldr einnig á hinum fyrstu öldum ; það sýna leifar þær, er víða hafa fundizt af stein- aldarkyninu; eðlishvötin hefir knúð mennina til að búa saman á sama hátt og dýrin flokka sig sam- an; þessi hvöt, að btia saman eða að vera í fólagi, er svo innrætt dýrunum, að ef eitthvað óvanalegt kemr fyrir, eða þau verða hrædd, þá þyrpast þau saman í hóp. Upphaflega hefir þó alt mannkynið lifað í stjórn- leysi, jafnvel meira stjórnleysi enn villiþjóðir þær, sem vér nú þekkjum á lægsta stigi. Síðan er mann- kynið tók að þroskast og heimilislíf myndast, hafa þeir heimilisfeðr, er mest lótu til sín taka, drotnað yfir börnum sínum og öllum afkomöndum og tengda- mönnum. Síðan hafa þeir, er mestir vóru atgervis- mennirnir, bælt undir sig fleiri og fleiri lítilmagna, og þannig hafa fyrst komið upp smáríki og kon- ungar. Ríkisstjórnin er þannig öndverðiega sprott- in af heimilisstjórninni, eins og eðlilegt er. Smá- konungarnir eflast og konungstignin verðr arfgeng; konungrinn tekr sór dómsvald, hervald, trúarlegt vald, og eftir því sem vald hans eykst, eftir því lít- illækkar lýðrinn sig meira og meira; lýðrinn skríðr í duf'tinu fyrir hásæti hans og hundrað þúsund manna vinna að þvi í hálfa öld að reisa minningar- mark á legstað hans, eins og nóg dæmi eru til í sögu Forn-Egypta. Einveldisstjórnin getr verið þrenskonar, hvort sem höfðinginn nefnist konungr, keisari, jarl eða ræðis- maðr o. s. frv.: nlgert einveldi er það, er stjórnandi er engum manni og engum lögum háðr, nema sjálfs síns vild; lögbundið einvéldi er það, er stjórnandinn stjórnar rikinu eftir einhverjum almennum lögum; þingbundið einveldi er það, er löggjafarvaldið er í höndum þjóðarinnar að nokkru eða mestu leyti, enn framkvæmdarvaldið hjá konungi eða réttara sagt hjá ráðgjöfum konungs, sem bera ábyrgð fyrir þjóð- þinginu. Þessi ólíka stjórnarlögun sýnir einnig framsókn mannréttindanna; fyrst er algert einveldi er konungr ræðr einn öllu; þá lögbundið einveldi, og síðast kemr fram þingbundið einveldi, er þjóð- in hefir að nokkru leyti tekið í taumana. Allir þessir stjórnarhættir eru óeðlilegir að því leyti að þeir koma í bága við almenn mannréttindi. Hið algerða og hið lögbundna einveldi sviftir þjóð- ina öllu frelsi. Hið þingbundna einveldi lætr þjóð- ina að vísu ráða mestu, enn heldr konungstigninni með öllum hennar dýrindum og kostnaði og hall- ast því meira og minna að einveldinu. Einveldis- stjórnin hefir hindrað framfarir þjóðanna með þekkingarlausu valdi vanans, hervaldi og alls kon- ar kúgun, og þótt einstaka konungr hafi verið af- bragðsmaðr og stjórnað vitrlega, þá hefir þjóðin ekki getað á heilli sér tekið undir einveldinu. Það er sögulega satt sem skáldið segir, að „gullkrónur kónga eru þyrnikrónur þjóða“. —Enn hitt ereinnig satt, að góð konungsstjórn getr átt bezt við óþroskaða þjóð. Hér kemr ljóslega fram hið eðlilega lögmál framsóknarinnar. Þegar þjóðunum vex meiri þroski, stofha þær hjðveldi; er þá löggjafarvaldið í höndum þingsfull- trúanna og framkvæmdarvaldið í höndum forseta sem kosinn er af þjóðinni eða þinginu. r B Ó K M E N T I R;J| Undir þessari fyrirsögn fiytr Fjallkonan framvegis ýmsar álitsgreinir, eigi að eins um nýar íslenzkar bækr, heldr einnig

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.