Fjallkonan


Fjallkonan - 18.10.1887, Page 1

Fjallkonan - 18.10.1887, Page 1
Kemrút þrisvar ámán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valditnar Asmundarton ritstjóri |>e89a blaðs býr í Þingholtastrœti og ei að hitta kl. 3—<4 e. m. 31. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. OKTÓBER 1887. Bóuir landsyfirdónisins í máli þvi, er Kr. Ó. Þorgrimsson bóksali höfðaði gegn ritstjóra Fjallk. út af fréttagrein í 23. bl. Fjallk. 1886 um kærur og sakargiftir gegn Kr. Ó. Þorgrimssyni var kveð- inn upp í gær og hljóðar svo: „Með bæjarþingsréttardómi Reykjavikr kaupstað- ar, upp kveðnum 31. marzmán. þ. á., var áfrýjandi máls þessa, Valdimar ritstjóri Asmundarson, dæmdr til að greiða 200 kr. sekt til landsjóðs, eða, efsekt- in eigi yrði greidd, til að sæta 8 vikna einföldu fangelsi fyrir meiðandi ummæli um hinn stefnda, bóksala Kr. Ó. Þorgrímsson, er prentuð vóru í 23. blaði Fjallk. 1886, er út kom hinn 11. des. síðast- liðið ár, enn áfrýjandinn er útgefandi og ritstjóri téðs blaðs. Hinar ærumeiðandi sakargiftir og um- mæli greinarinnar, sem tilgreindar eru í dóminum, vóru dæmd ómerk, og hinum stefnda, Kr. Ó. Þor- grímssyni, vóru tildæindar skaðabætr fyrir atvinnu- tjón eftir mati dómkvaddra, óvilhallra manna, þó eigi meiri enn 2000 kr.; svo var áfrýja,ndiogdæmdr til að greiða málskostnað í héraði til hins stefnda með 12 kr. Dómi þessum hefir ritstjóri Valdimar Asmundarson skotið til yfirdómsins með stefnu, dags. 19. apr. þ. á., og krafizt þess, að hann verði algerlega sýknaðr af kröfum hins stefnda i málinu og að hinn stefndi verði dæmdr til að greiða máls- kostnað fyrir báðum réttum að skaðlausu, eða með einhverju nægilegu eftir mati réttarins. Hinn stefndi hefir aftr á móti krafizt þess, að bæjarþingsdómr- inn verði í heild hans staðfestr og að áfrýjandi verði dæmdr til að greiða honum málskostnað fyr- ir yfirdómi með 30 kr. eða eftir mati réttarins I máli þessu er áfrýjandinn sakaðr af hinum stefnda og dæmdr af undirréttinum fyrir það, að hann hafi i áðrnefndu blaði Fjallk., í grein einni með yfirskrift „Sakargiftir", skýrt frá ýmsum sak- argiftum gegn hinum stefnda út af því, að hann muni hafa dregið undir sig peninga, sem hann hafi átt að borga úr bæjarsjóði og falsað kvittanir, að hann hafi ritað heimildarlaust nafn undir kvittanir í sviksamlegum tilgangi, að hann hafi falsað kvitt- un fyrir peningum, og að gjaldkeri bæjarins (R- víkr) hafi beiðzt þess, að rannsökuð væri bókfærsla hans um tekjur og gjöld bæjarins, hvort eigi væri ástæða til að höfða sakamálsrannsókn út af henni gegn stefnda. Það er nú rétt hermt af stefnda, að í áminstri blaðgrein hafi verið skýrt frá því, að kærur yfir honum innihaldandi ofanritaðar sak- argiftir hafi verið afhentar bæjarfógetanum í Reykja- vík, og er ein kæran orðrétt prentuð í blaðinu. Enn á hinn bóginn er það sannað í málinu og viðrkent af stefnda, að einmitt þessi skýrsla blaðs- ins, um að nefndar kærur hafi verið afhentar bæj- arfógetanum, er sönn, eins og það er viðrkent af stefhda, að rétt er skýrt frá um efni kæranna í blaðinu. Með því nú að áfrýjandi eigi hefir i hinni áminstu grein látið í Ijósi neitt álit um það, að sakargiftirnar væru á rökum bygðar, né heldr bor- ið stefhda á brýn, að hann hafi gert sig sekan í nokkru vanvirðandi athæfi, og hann á hinn bóginn hafði heimild til þess að skýra frá því, að áminst- ar kærur, er ræddu um almenningsmálefni og vóru tilefni til sakamálsrannsóknar og sakamálshöfð- unar gegn stefnda, væru framkomnar og afhentar hlutaðeigandi yfirvaldi, og það því fremr, sem ann- að fréttablað fyrir almenning þegar degi áðr hafði skýrt frá þvi, að búið væri að afhenda yfirvaldinu téðar kærur, þá verðr eigi álitið, að hann hafi gert sig sekan í saknæmum tilverknaði, með því að prenta hina átöldu grein í blaði sínu. Það ber því að sýkna áfrýjanda fyrir kærum stefnda imáli þessu. Eftir atvikum á málskostnaðr fyrir báðum dómum að falla niðr. Þrí dœmist rétt að vera: Afrýjandi, Yaldimar ritstjóri Ásmundar- son, á að vera sýkn fyrir kærum og kröf- um hins stefnda, bóksala Kr. Ó. Þorgrims- sonar, í þessu máli. Málskostnaðr fyrir undirrétti og yfirdómi falli niðr"'. Forngripasafnið hefir mist einhvern merkasta hlut sinn. Það eru „Hauksbókar-blöðin“ (14skinn- blöð úr Hauksbók), er Jón Þorkelsson rektor gaf út 1865. Forstöðunefnd Árna safns Magnússonar í Khöfn hefir heimtað þessi skinnblöð sem vafalausa eign handritasafnsins, af því að það þykir vist, að þau hafi einhverntima verið í skinnbókinni, sem nú er í Höfn. Eftir talsverðar bréfaskriftir og samanburð á handritinu lét Forngripasafnið blöðin af hendi. — „Óvandari er eftirleikrinn". Ætli ís- lendingar geti ekki heimtað með álíka rétti eitt- hvað af handritum úr safni Árna Magnússonar? Xý rit (send Fjallk.). Mótsagnir orthódoxínnnar. Eftir Kristofer Janson. AVinnipeg, 1887. 16 bls. 8vo. Ouð Gyðinga og guð kristinna manna. Prédikun eftir Kristofer Janson. Winnipeg, 1887. 15 bls. 8vo. Fagnaðarboðskapr hmna „orthodoxu“ og hinna „li- berölu“. Jólaræða eftir Kristofer Janson. AVinnipeg, 1887. 16 bls. 8vo. Allir þessir ritlingar eru þýddir af Birni Pétrs- syni. Aflabrögð eru og hafa verið í haust ágæt hvar- vetna við Faxaflóa, þegar gæftir hafa eigi hamlað. Tíðarfar er nú þessa dagana vætusamt nokkuð og stormasamt, enn fremr mílt. Þingcyjar?ýn\u, 27. sept. „Swnarið heflr verið gott; heyafli með mesta móti og vel hirtr. Fyrir skommu kom skip til „Kaupfélags Þingeyiuga“ með viirur, og vóru þær flestar með ðvanalega góðu verði. Skipið tðk aftr 3900 sauði frá télaginu. Snör-Múlmýdu, 1. okt. „Snmartíðin mátti heita g/)ð, þðtt ') Sama dag var kveðinn upp annar sýkuuilðmr í landsyfir- dóminum í sams konar máli, er Kr. Ó. Þorgrímsson hofð- aði gegn Þorleifi ritstjóra Jðnssyni.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.