Fjallkonan


Fjallkonan - 28.10.1887, Side 1

Fjallkonan - 28.10.1887, Side 1
Kemrút þrisvar ámán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdi mar Asmunda rson ritatjóri þes9a blaös býr t Þingholtsstrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 32. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 28. OKTÓBER 1887. LEIÐRÉTTIN6. Fæflingard. sira S. NorftfjorS er rangprentaðr i 30. blaði; A að vera: 24. Ag. Nýjir kaupendr Fjallkonunnar fyrir næsta ár geta fengið ókeypis ~/a af þessum árg. hlaðsins (frá öndverðum maí til ársloka, 13—37. bl.) Hver sem útvegar Fjallkonunni tíu nyja lcaupendr og á- byrgist skil á andvirðinu, getr fengið í ómakslaun | alla Fjallkonuna frá upphafi (fjóra árg.) auk sölulauna. SJÁLFSTJÓRN. in. Lýðveldið er hin eina stjórnarlögun, sem fullnæg- ir framfaralögmáli mannkynsins. Hið fyrsta skilyrði fyrir framförum hverrar þjóð- j ar og mannkynsins alls er samvinna, félagsskapr, > samheldi, þannig, að engir kraftar séu látnir ónot- ! aðir. Á líkan hátt og líkaminn getr ekki á heil- um sór tekið og þrífst ekki, nema allar taugar og blóðrás o. s. frv. vinni saman, þannig getr ekki þjóðin þrifizt, nema kraftar einstaklinganna sónot- aðir og straumr hins andlega lífs sé í eðlilegri rás. Þetta getr ekki átt sér stað, nema lýðveldi sé hjá þjóðinni, eða hún viðrkenni almenn mannréttindi j og hluttöku allra í þjóðmálum. Framfarir geta i ekki átt sér stað, nema þjóðin vinni að þeim í sam- lögum, og því stærri og innilegri sem samlögin eru, \ því meiri verðr framfaravonin. Hið annað skilyrði framfara er jöfnuðr. Því að ójöfnuðrinn eyðir kröftunum til ónýtis, til sundr- * ungar eða styrjaldar. Samheldið dregr öflin saman og kemr þeim á ' hreyfingu til að vinna að framförunum, og jöfn- uðrinn heldr öllu í jafnvægi, svo að kraftarnir eyð- ist ekki til ónýtis. Jöfnuðr, siðferðislögmál, réttlæti og frelsi er í rauninni eitt og hið sama. Því vandaðri sem þjóðin er að siðferði, því meiri i jöfnuðr er hjá henni og þvi frjálsari er hún í raun og veru. Þriðja skilyrði framfaranna er þekking og má ! telja hana ávöxt samheldisins eða félagslífsins. Án þekkingar, án vits og mentunar verðr ihönn- j um ekki framfara auðið, því að það er þekkingin sem verðr að ráða öllum vorum athöfnum. Þessi þrjú orð: samheldi, jöfnuðr og þekking má segja að tákni framfaralögmál mannkynsins. Und- ir þessu þrennu er komin öll framför, kyrstaða og aftrför. Yitnisburðir sögunnar sýna, að allar mestu íram- farir mannkynsins hafa átt upptök sin í lýðstjórn- arlöndunum, og að það eru lýðstjórnarþjóðimar, er hafa kent hinum. Menning einveldisþjóðanna hefir ekki breiðst út, og hefir ýmist dáið út eða ekki getað náð eðlilegum þroska (eins og t. d. í Kína). Lýðstjórnarþjóðirnar hafa komið heimsmenningunni áleiðis. Þannig á kristindómrinn ætt sína að rekja til lýðstjórnarmanna á Gyðingalandi. Ritmál og bókmentir eiga ætt sína að rekja til lýðstjórnar- manna í Fönisíu, sem fundu stafrofið. Meginregl- ur stærðfræðinnar og annara hugsunarvisinda, eins og þær eru kendar enn i dag, fundu lýðstjórnar- menn á Grikklandi. Hverjir kendu heiminum skáld- skaparlist og myndasmiði ? Lýðstjórnarmenn á Grikk- landi. Hverjir kendu þjóðunum verzlun? Lýð- stjórnarmenn í Kartagó. Hverjir fundu Ameriku og rituðu sögu Norðrlanda í fornöld ? Islenzkir lýðstjórnarmenn. Hverjir kendu þjóðunum hinar nýju jafnréttiskenningar um frelsi, jöfnuð og bróð- erni, sem hafa rutt sér til rúms og bælt niðr kon- ungsvaldið meira og minna um mestalla Evrópu ? Frakkneskir lýðstjórnarmenn. Hverjir komu fyrst á ríkisskipun með jöfnum mannréttindum og afnámu þrælahaldið, er tíðkast hafði frá fyrstu öldum mann- kynsins? Lýðstjórnarmenn i Ameríku. Hverjir fundu fréttaþráðinn, hverjir smiðuðu fyrsta gufu- skipið, hverjir fundu rafmagnsljósið og telefóninn? Lýðstjórnarmenn í Ameriku. Margar fleiri stór- framfarir og uppfundningar á mannkynið lýðveld- isþjóðunum að þakka, enn einveldisþjóðum verðr fátt slíkt til gildis talið. ----.{oJgoO--- Tiskiveiðar í Faxaflóa. Það hefir nú rúma öld verið stuuduð fiskveiði í sunnanverðum Faxaflóa; margt hefir verið ritað og rætt um það mál, og enn sýnist sem engu hafi þok- að áleiðis í því efni. Brátt fundu menn að neta- stappan hindraði fiskigöngu og vóru því settar skorður við að leggja net á djúp: 1793 var bann- að að leggja lengra út með landi enn á Stakksrif; 1820 ekki lengra enn beina línu frá Stórhólmi á Keilisnes; 1885 í líka stefnu, enn ekkert hefir dug- að. Stefnan hefir alt af verið tekin þvert yfir fjörðinn, sem fiskrinn hefir þó átt að ganga inn á, í stað þess að taka stefnuna undan Súlum eða ein- hverjum Grindavíkrfjöllunum og láta fiskinn hafa sina eðlilegu rás inn með vestrlandinu, eða réttara sagt suðrlandinu frá Garðsskaga inn undir Voga- stapa. Á timabilinu 1780- 1820 hitta menn á lag- ið með netanotkunina, að taka upp á morgna og leggja ekki fyr enn á kvöldin. Þájafnaði fiskrinn sig á daginn; þá var ekki farið nema rétt út fyr- ir landsteinana. Það sögðu gamlir menn, sem reru í Njarðvikum lengi, að þeir hefði oft ekki séð Keflavík fram fyrir Keilisnes alla vertíðina; þá gafst netaveiðin bezt og fiskr gekk viðstöðulaust undir Yogastapa, sem hann á að gera til að gjóta þar eggjum

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.