Fjallkonan


Fjallkonan - 28.10.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.10.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 127 Ævi Jesú og frásögn um Messíashugmyndina hjá Gyðingum, um Jóhannes skirara og trúflokka hjá Gyðingum á Jesú dögum; eftir C. G. Nyblæus1. Bitfregnin um þessa bók er í Gautaborgartíðind- um á þessa leið: „Hér liggi’ fyrir oss bók, sem líklega verðr ekki sérlega kær- komin hinum ströngu kirkjutrúarmönnum aldar vorrar, enn alt um það má þó óhætt fullyrða, að hún tyllir eyðu í þekkingu lesenda á hinni hversdagslegu hlið þess ástands og þeirra at- vika, sem mynduðu framkomu kristindómsins. Hér er skýrt frá uppkomu Messíasar-hugmyndarinnar og áhrifum hennar i trúarlegu, pólitisku og félagslegu tilliti, og er jatnframt vand- lega höfð hliðsjón af stöðu Gyðinga til þeirra þjóða, sem þeir höfðu mök við, og sem með trúarhugmyndum sínum hlutu að hafa mikil áhrif á skoðunarhátt þeirra (sérstaklega Persaþjóð). Höf. tekr frara að spámannsskapr (fyðinga hafi ekki verið nærri eins framvís og sumir guðfræðingarnir fullyrða, enda þótt hin myrku orðatiltæki hans innihaldi sumt, sem kynni aðmegafæra því til styrkingar. Þannig er t. a. tn. auðsætt, að bibliustað- irnir í Esaías 9. 6—7 og Mikka 5. 2 eiga að heimfærast til ríkiserfingjans Hiskía, er einnig sem konungr lét að miklu leyti þær vonir rætast, er menn höfðu á honum í uppvextinum. Enn þó hafa orð þessara biblíustaða verið skilin um Krist. Höf. segir að Messías-hugmyndin hafi 'naft alla rót sína og næringu í hinni óbifandi sannfæringu Gyð. utn það, að þeir væru hin helzta þjóð jarðarinnar, sem með guðs hjálp og þrátt fyrir allar hörm- ungar og ðsigra ættu eigi að eins að varpa af sér ánauðaroki sjálfra sín, heldr meira að segja, að hefjast til drotnunar yfir hinum öðrum þjóðum, bæði í pólitiskum og trúarlegum efnum. Það var lika þessi trú þjóðarinnar á sjálfri sér og köllun sinni, sem að endingu réð forlögum hennar og reið henni að fullu. Höf. stendr að því leyti á grundvelli guðfræðinnar, að hann gengr út frá því, að Kristr, um leið og hann var sannarlegr maðr, hafi einnig verið meira enn maðr, enn hann dvelr samt einkum við fyrri hliðina, manneðli Krists, og er rannsókn hans skarpleg og fylgislaus. Guðfræðinni, eins og hún alment ger- ist, veitir hann að verðleikum marga ádrepu. Sérlega fróðleg er lýsingin á umgengni Krists við kvenfólkið, þvi hér ber að sama brunni sem i hinurn mannkærlegu viðburð- um vorra tíma, að því er snertir kvenfólk það, er fallið hefir í breyskleika og sem skylt væri að leiða á betri veg aftr í stað þess að útskúfa því úr maunlegu félagi. I þættinum með fyrirsögninni: „Jesús sem spámaðr11, er tekið fram að áf'orm hans að því er viðvíkr Messíasríkinu (= guðs ríki á jörðunni) hafi hvað helzt verið að innleiða entjan lclerk- dóm eða prestaríki, og einmitt fyrir þetta áform hafi hann orðið pislarvottr, enn óðara enn postularnir eru teknir við, bryddir á þvi, að þeir fara að roynda sérstaklega stétt, sem ætíð hefir smeygt sér inu með hverjum trúarsið, og sem til eigin hags- muna hefir steypt þjóðunum í eymd og niðrlægingu. Þáttr þessi endar með því að minna á það, að það hafi einmitt verið skörungsskapr Páls postula, sem forðaði hinum unga trúflokki frá því að kafna í fæðingunni. Seinna meir hafi hinir svo nefndu eftirfylgjendr hans notað aðferð hans að skýra og aftr að skýra sérhvað þannig, að Jesú nafn og kenning er höfð fyrir nafnspjald (,,skilt“) (a: i blóra við Jesú nafn og kenningu), svo bráðum varð, eins og enn er, eigí all-lítill munr á því, að bera gullkross á brjósti og trékross á baki. Já, sá munr, sem þegar í sjálfu sér er nógu mikill til að vekja at- hygli hvers, sem sjálfr er fær um að liugsa, — sá munr, sem hlutaðeigandi gullkrossberar ættu að skoða fremr sem háðung enn heiðrandi virðingar mark. Síðast í bókinni er greinilegr og fróðlegr þáttr um trúflokka Gyðinga: Saddúsea, Farísea og Essea, um ágreininga þeirra og ‘) Hinn sænski titill bókarinnar er: „Jesu Lefnad, jámte skildring af Messiasideen hos Judarne etc., af C. G. Ny- blæus." (Yerð 2 kr. 50 au.). deilur í trúarlegum efnum. Einkum er fráskýringin um Essea | fróðleiksmikil, því bæði vita menn miuua um þann trúflokkiun enn báða hina, með þvi að Essea er látið ógetið í Nýa testa- mentinu, og svo er það, að kristindómrinn á Esseum fjarska mikið að þakka fyrir það, sem flokkr þeirra var áðr enn hinn kristnaði heiðindómr byrjaði á sinum andstyggilegu og eigin- gjarnlegu kredduþrætum. Bók þessi, sem sýnir yfirgripsmikinn lærdóm og sjáltstæða dómgreindargáfu, er í heild sinni hóflega samið trúsögulegt rit- verk, og þess vert að lesið sé og íhngað af hverjum þeim, sem lært hefir að meta liið réttmæta frelsi mannlegrar hugsunar og sem þykir meira varið i sjálftengna skoðun með vandaðri rann- sókn, heldr enn ambáttarlega fleiprun eftir trúarformálum ann- ara, sem reyndar eru játning varanna enn lítið i varið að öðru leyti“. Daöi Níelsson fróði.1 Sá þótt væri sjálfmentaður, Sögu var hann dyggur þegn, Sannkallaðnr sagnamaður, Sannleikauum trúr og gegn. Hvorki fyrir hefð né hrósi Hann að starfi sínu vann, Sannleiks leitaði’ liann að ljósi, Leitaði vel, og margt lianu fauu. Hinu liðua heitt hann unni, Hugall, að ei gleymdist það; Maklegan i minnmgunni Mörgum bjó hann samastað. Enn — á lífsins útigangi Enginn hæli Daða bjó, Loksins útá víða vangi, Varð hann úti’ í frosti’ og snjó. Nein ei framar neyð liann pínir; — Norðanbylur lukti hvarm Og fannar sveiptur silfur-líni Sofnaði’ hann við móðurbarm. —K+ -+04---+C+-----+C+ +V+ .t Nýjungar frá ýmsum löndum, £ B-+C+—+>+- -+C+ - +C+- - +C+ +V+-S -\A".V-V 'JV Mark um framfarir eða þjóðmenniugu hefir það verið talið, j hve mikið sú og sú þjóð hefir brúkað af sápu. Fyrir 50 árum brúkuðu Englendingar 73/4 pd. af sápu á inann, enn nú 10 pd. j — Pappírsbrúkun er og talin ekki síðr áreiðanlegt merki; fyr- ir 50 árum brúkuðu Englendingar l'/„ pd. af pappír á mann, enn nú 12 pd. í Bandaríkjunum koma 10 pund af pappír á mann, á Þýzkalandi 9 pd., á Frakklandi 8 pd., á Ítalíu 4 pd. Fastr heraili kristinna þjóða er nú talinn 4 mi!j. í Ameríku fer til her.-ins eiun maðr af hverjum 322 vopnfærra mauna; á Englandi 1 af 26; á Þýzkalandi 1 af 20; á Frakklandi 1 af 13; á Ítalíu 1 af 8. Hár aldr. í Ungarn er maðr einn á lífi, sem kominn er á 131 árið, og er allfrískr enn á sál og líkama. Hann heitir Franz Nagy og er fæddr árið 1756. Foreldrar hans voru á- nauðugir, jarðfestufólk, og dó móðir hans, er hún hafði fætt *) í „islenzka söguþættinum“ í þessu blaði munu áðr langt líðr koma sögur ettir Daða fróða. Þótti því sérstaklega vel við eiga, að flytja hér þetta kvæði, er lýsir honuin mjög vel. Ævi Daða var hin hversdagslega islenzka raunasaga — fátækt og örbirgð og sífeld barátta fyrir lífsþörfunum, enn æviverk lians var ekkert bversdagslegt verk, og það mun ekki fyrnast. Bitstj. (

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.