Fjallkonan


Fjallkonan - 24.12.1887, Side 1

Fjallkonan - 24.12.1887, Side 1
Kemrút þrisvar á mán- uöi, 36 blöö um áriö. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlllok. FJALLKONAN. Valdimar ÁtmuiHlarxm ritstjöri þ68S» blaðs býr 1 Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 37. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 24. DESEMBER 1887. SUnR'félaarið Harpa. 14. d. þ. m. vóru liðin 25 ár frá því söngfélagið Harpa í Rvík var stofnað, og hélt félagið samsæti í minningu þess á „Hotel Alexandra". Björn Blöndal stódent við læknaskólann, sem nú er formaðr félagsins, mælti fyrir minni organista Jónasar Helgasonar og þakkaði honum í nafni félagsius hæði sem stofnanda þess og leiðtoga um hinn liðna tíma og afhenti honum heiðrsgjöf frá félaginu, taktstaf úr fíla- heini með gullhólk, með nafni J. H. gröfnu á. Halldór Jónsson oand. mælti fyrir minni Steingríms skólakennara, svo sem þess, er mest hefði styrkt félagið með textum til sönglaga. Kvæði tvö eftir Stgr. Th. vóru sungin og er þetta annað: Heil, þú dásöm drottning meðal lista, Dýrðarljóssins sæti stigin frá, Ástarmild er mannheim vildir gista, Mundar töfrasprotann frið og há. Dóttir himins, móðurmáli hæða Mælir þú, sem birtir alla sál, Og um háleik ættar þinnar fræða Áhrif þín, er guðmóðs tendra bál. Ditt er guðmái, þín er harpan snjalla, Þúsundrödduð sem í st.rengjura ber Hljóm, sem birtir innri veröld alla, Alt, sem manns í brjósti hreyfir sér. Þínir hljómar vargdýr tryldust tömdu, Teymdu björg og eikur, — heptu fljót, Villiþjóð að siðmenningu sömdu, Sungu í vegglög heljarkletta grjót. Þar sem söngur dvín, er dauðans riki Dumbs á strönd i klakastirðri þögn; Sóllaus æfi söngnum fyrir víki, Söngs við hljóma vekjast andans mögn. Oft var þögult fyr á jökulfoldu. Farg er enn, sem þú bezt vinnur á, Hrind þvi, sönglist, losa menn frá moldu, Meinvætt deyfðar sprota þínum slá. Skiptapi. 17. nóv. fórst bátr úr Húsavík í Þing- eyjarsýslu með 5 mönnum, er allir vóru ungir og ókvæntir. Eorm. hét Sigurðr Œsli, og var sunnlenzkr. NorSr-Múlasyslu, 7. nóv. „Heyskapr í sumar varð með bezta móti, enda þarf þess við, því nú er þegar orðið nær haglaust fyrir sauðfé, einkum út á héraðinu. — Kaupmenn þykja harðdrægir í skuldheimtum. Q-ránufélagið byrjað að stefna, og munu þar líklega fleiri á eftir fara. — Pöntunar- félagið hefir gert stórmikið gagn hér eystra, enn nú er að koma einhver sundrung á það og helzt útlit fyrir, að það leysist upp“. Norðr-Þingeyjarsyslu, 16. nóv. „Hér hafa undan- anfarin harðæri sorfið fast að mönnum; fénaðr hef- ir stórkostlega fækkað síðustu árin og hávaði bænda eru öreigar; jarðir leggjast hér í eyði hverafann- ari. Þeir sem einhvers eiga úrkosti, hugsa ekki um annað enn Ameríku farir“. Suðr-Þingeyjarsyslu, 24. nóv. „Frá 4.—17. þ. m. var hér stilt veður, síðan óstöðugt. Lítill snjór er enn kominn. — Dálítill fiskafli hefir verið hér alt að þessu“. Vestr-Skaftajellssýslu, 28. nóv. HeyfÖng manna eru vel hirt og með meira móti; urðu þó margir hér fyrir stórtjóni á heyjum vegna ofsaveðra í haust. Qóðr vetr það sem af er“. Strandasýslu, 3. des. „Tíð hefir verið mjög storma- söm og óstilt í alt haust, enn lítill snjór. — Al- gerlega aflalaust hefir verið hér innan til í sýsl- unni i haust, og lítr illa út með bjargræði, því menn munu hafa hlífzt við að farga hinum litla fjárstofni sér til bjargar eins og þurft hefði, og er það vorkunn. þegar vel hefir heyjazt, enn fénaðr víðast sárfár eftir fellirinn í fyrra“. Islenskan og latínuskólinn. Eftir Jöhannes Jóhatmsson. (Niðrl.). Þegar því næst er litið á bæknr þær, sem hafðar eru við ísleuzkunámið, sem eru mállýsingar þeirra H. Kr. Frið- rikssonar og Ludv. F. A. Wiinmers, þá sést það að þessum báð- um bókum er ábótavant, því að fullkomin íslenzk málfræði, sem ætluð er íslendingum, þarf að hafa orðskipunarfræði og ágrip af bragfræði (metrik), en þetta liefir hvorng þeirra, og verður þó varla sagt, að sá kunni málið, sem eigi er a'.lvel að sér í þessu hvorutveggja. Að vísu er háttatal Snorra lesið í skólan- um, en það rit er bæði langt og leiðinlegt, og þarað auki þýðir ekkert, að læra svo vel fornu bragfræðina, heldur ætti að taka ið helzta af henni í ágripi og svo nýju bragfræðitia, sem nú lærist eigí nema lítið eitt annars staðar frá. Orðskipunartræð- in er og nauðsynleg, því að einmitt það köllum vér ljótt mál, að liata útlenskulega og ófimlega orðaskipun. Um myndun orða vantar alveg hjá Wimmer, sem þó er eitt at því sem mest ríður á að menn þekki til þess að geta auðveldlega myndað orð og þurfa ekki ávallt að hafa leiðinlegar fleiryrðingar (oinskriv- ninger). Halldór hefir talsvert. um afleiðsluendingar og forskeyti orða, sem er inikill kostur, en samt vantar mikið á, að vér eig- um viðunanlega ritgerð um myndnn orða. Sá maður, sem væri allra manna færastur til að semja slíkt rit, er án efa inu lærði skólameistari Jón Þorkelsson. Það sem mest er að mállýsingu Halldórs er það, að beyging- ardæmunum er þar eigi raðað niður eptir orðstofnum, og að sterku saguirnar eru eigi settar í sainstæði eptir hljóðbrigði (Ablaut). Þetta er lítið betra hjá Wimmer. Haun tekur fyrst n-stofna og kemur þar næst með i-stofna og síðan með ra-stofua og ýa-stolna, í staðinn fyrir að taka alla a-stotna fyrst og skipta þeim svo í hreina a-stofna, va- og ýa-stofna og setja því næst í-stofnana. Þar að auki segir hann víðast hvar eigi hvaða stofn- ar það eru, sem hann tekur í hvern fiokk, svo að nemandiun eigi um ið framstigula (progressiva) hljóðvarp, t. d. kvöld (af kveld). systir (af svistir). Hann ruglar sarnan hljóðbrigðis og I tvíföldunarsögnunum í fyrri höfuðflokknum; í veiku sögnunum i getur liann eigi um það, hversvegna þær sagnir, er hann tek- ur þar í þriðja flokk, fái eigi hljóðvarp eins og aðrar sagnir { sem enda á i í nútíð 1. pers. Sá, sem lærir á bókina, skilur ekkert í þessu, sem honum finnst óregla. Ef málfræðin hefði að eins getið um að þær hefðu upphafiega endað á e, er gátan j ráðin. Um þýðingu þessarar bókar er það helst að segja, að hún hefir of rnikið af óniögulegum orðum, bæði að mynduu og I merkingu, t. d. þáfortíð, forframtið og þáskihlagatíð; það má | líka stundum ganga of langt í nýgervingamyndun, og það er engin skömm að hafa tvö orð, þar sem eigi verðnr öðru við komið, og þetta gera Frakkar i sinni málfræði. Fleira mætti j finna að bókinni, en eg tek að eins ið helsta, til að sýna að j hún er ónóg við kennslu í islensku, þar sern hún á að vera móðurmálskennsla, eins og í skóla vorum, en í dönskum skóla j gæti hún auðvitað vel dugað, þar setn mönnuin er að eins veitt nasasjón af islensku, þvi að allir vita, að norrænumálið i lat- 1 ínuskólum Dana er mjög ómerkilegt. En hér hefir þýðaudan- um orðið þessi yfirsjón, sem mörgum því miður verður, að vilja j koma því inn hjá oss, sem er sniðið handa öðrum.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.