Fjallkonan


Fjallkonan - 17.04.1889, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 17.04.1889, Blaðsíða 3
17. apríl 1889. FJALLKONAN. 43 Griif'uskipið „Lady Bertha“ hefir legið á Seyðis- firði; ætlaði Wathne að fara á henni utan í þessum mánuði, er búið væri að gera við gufuvélina í henni, og átti að fá tæki til þess frá Noregi. Kaupfor koma nú um þetta leyti á ýmsar hafnir lands, því að mörg þeirra komust út síðast í mars- mánuði er isinn tók að leysa í Eyrarsundi. Herskipið „Fylla“ kom í gær. Aukalækni vilja Árnesingar nú fá á Eyrarbakka, og senda til undirskriftar um sýsluna áskorun til alþingis um þetta efni. Vilja að aukalæknishérað- ið nái yfir öll sjávarpláss sýslunnar. Kaupstaðarréttindi vilja Eyrbekkingar líka fá handa verslunarstaðnum, og ætla að koma þvi máli til alþingis í sumar. Pöntunarfélög. Um pöntunarfélag Dalamanna er skrifað að vestan 1. J). m.: „Pöntunarfélag vort heldr áfram og væntanlega með meira krafti enn í fyrra, eftir vörupöntunum og vöruloforðum frá deildunum. Jökulsmenn hafa nú lofað ait að 10,000 kr. Þeir vilja reyna að létta af sér einokun þeirri sem þeir hafa lengi orðið að sæta“. — Um pöntun- félag Isfirðinga er ritað 23. f. m.: „20. febr. var almennr félagsfundr á Isafirði og var þá búið að lofa um 1900 skpd. af saltfiski. Á þvi sem pantað var árið sem leið telst ávinningr 25°/0 i samanburði við vöruverð kaupmanna. Illa er kaupmönnum við félagið og hafa sumir þeirra að sögn neitað félags- mönnum um salt; væri þáð góð uppörvun fyrir Djúpmenn að reyna til framvegis að vera semminst upp á kaupmenn komnir“. Háinu í þ. m. Stefán Thordersen, prestr í Vest- mannaeyjum, fæddr í Odda 5. júní 1829, sonr síra Helga Thordersens (síðar biskups) og Ragnheiðar Stefánsdóttur amtmanns; útskrifáðr úr Bessastaða- skóla 1846; sigldi svo tii Hafnar og var þar 12 ár; stundaði lögfræði. Síðan um hríð settr sýsluinaðr í Vestmannaeyjum. Fekk Kálfholt 1863 og var vígðr þangað vorið eftir. Sagði af sér prestskap 1876; sótti síðan um Vestmannaeyjar og fór þang- að vorið 1885. Hann var gáfumaðr og fjörmaðr mikill. Nýjungar frá ýmsum löndum. Vetrarfar. Fjarskalegt snjókyngi var víða í Evrópu í febrúarmánuði. Byljir og flóð i Hollandi, sem gerði talsverðan skaða. 1 Svartahafi var svo mikill lagnaðarís að ísbreiðan lá frá Dónármynni og allt að Perekop-eiði á Krím. 1 höfninni við Odessa var ísinn 9 fet á þykt. Alexander Rússakeisíii i(f) og Úmbertó Ítalíu-konungr eru á þessu vori væntanlegir til Berlínar i heimsókn til Yil- hjálms keisara, enn hann ætlar aftr í sumar til Englands. Herbúnaðr lJjóðverja. y2 miljón af hinni nýju tegund hraðskotabyssna með 2000 skothylkjum (patrónum) fyrir hverja, þurfti enn til að alvopna fótgönguherinn þýska, og er hrið- kepst við að búa þær til i öllum vopnasmiðjum. Svo mikla stund leggr nýi keisarinn á að yngja upp herinn, að hann hefir sent „blá bréf“, þ. e. lausnarbréf í náð, ekki færri enn 60 „generölum“ og 150 hátt settum yfirforingjum, enda er sagt að foringjaráð hersins hefði á siðustu dögum Vilhjálms I. verið sannkallað öldungaráð. Það vantar ekki, að brandr þýska rik- isins er bæði brýndr og fægðr. Ráðiineytið franska hefir hlutast til að nema úr gildi út- legðardóm þann, er upp var kveðinn yfir hertoganum af Aumale, syni Loðvíks Filips, fyrir þremr árum, og þykir það hyggilega gert; þótti sá útlegðardómr ranglátr, því hertoginn er sæmdar- maðr, herforingi allfrægr, mentamaðr mikill og einlægr æt.t- landsvinr, sem þjóðveldinu er engin hætta búin af. Flugrit um feðgana Bismarck gamla og Herbert son hans kom út á ensku í vetr og heitir „Bismarcks-drotnarakvnið“; er það eignað Sir Maekenzie lækuinuin og Horier f. sendiherra. Dar er sagt að Bismarck gamli, sem nú er 74 ára, þykist vita, að hann muni lifa til 1890, enn ekki yfir 1894; hann hafi nú nóg að gera að ná í völdin handa syni sinum eftir sig. Um Bis* mark yngra er sagt, að það eina, sein megi telja honum til gildis, sé það, að hann sé sonr föður sins. Honurn er brugðið um kvennafar, ókurteisi og dónaskap. Hann hafi sagt þegar hann frétti lát Friðriks keisara, að nú hefði Þýskaland ekki lengr pilsastjórnina yfir sér, sem betr færi, (nema orðin hefðu verið klúrari). Blóðstjórn og járnstjórn Bismarcks hafi kastað svartasta skugga á Þýskaland. Bismarck gamla er jafnvel brugðið um, að hann hafi flýtt fyrir dauða Friðriks keisara o. s. frv. Um Vilhjálm keisara II. er sagt, að hann sé smoginn úr skóla Bismarks, sé mjög ókurteis og hafi fyrir skömmu vaðið svo upp á móðurbróður sinn, prinsinn af Wales, að prinsinn muni framvegis varast fund hans. Sambandsþing Bandaríkjanna hefir i undirbúningi lög um að takmarka innfiutning manna til Bandaríkjanna. Það á að banna örsnauðum mönnum, andlega veikum mönnum, stjórnleys- leysingjum (anarkistum) og sósíalistum innflutniug i landið. Auk þess á að leggja 5 dollara innflutningsgjald á hvern mann. Þetta á að sporna við þvi, sem lengi hefir viðgengist, að öreig- ar verði sendir hópum saman til Ameriku frá öðrum löndum, og að þar verði einkaskjól og athvarf alira glæpamanna og spellvirkja. Laun Vilhjúlms II. sem Þi/skalandskeisara eru að eins 5—800,000 rikismarka, eða miklu minni enn Danakonungs, sem hefir 1 milj. kr. Ríkiseriingi Rússa, Nikolás, er trúiofaðr prinsessu frá Hessen, Alice að naíni. Mais-uppskera í Bandaríkjunum hefir aldrei orðið jafmnikil sem 1888; hún er í peninguin virði 700 miljóna dollara. Ef flytja skyldi alla þessa uppskeru i einni iest, næði liún rneir enu yfir jörðina þvera, og í henni yrði að vera 3 milj. vöru- vagna og 60,000 gufnvagna. Hugvitsmaðrinu John Ericsson andaðist i New-York fyr- ir skömmu, 86 ára gamall. Hann var sænskr að ætt og uppeldi; varð fyrst sveitarforingi í her Svía; fór til Englands 1826 og dvaldi þar nokkur ár; loks (1839) til Ameríku og var þar síðan. Hann hefir fundið hitaloftsvélina, eimslökkvivél- ina, eiinskipaskrúfuna, sólvélina, turnflekaskipin, neðansjávar- byssu (í fyrra), og ótal margt fieira. Stórkostlegt tjón varð af sjávarfióðum í Hollandi í febrúar. Bærinn Rotterdain beið mestan skaða og voru mörg stræti í kafi. — 1 jan. gerði fellibylr mikið tjón í Ameríku. Meðal ann- ars fór hengibrúin við Niagara, og var sá skaði metinn 75,000 dollara. Krossahríðin danska 1888. Þrent bar til þess, að krossum rigndi niðr með meira móti i Danmörku 1888: 70 ára afrnæli konungs, sýningin og stjórnarafmælið. Krossarnir voru ö fíls- krossar, 38 stórkrossar, 54 kommandörkrossar nr. 1, 91 komm- andörkross nr. 2, 412 riddarakrossar, 300 dannebrogskrossar, Alls 900 krossar. Krossburðr Danakonungs. Danakonungr ber nú 41 kross eða heiðrsmerki; fekk árið sem leið 3 i viðbót við þá sem hann hafði áðr; nú vantar hann fæst af heiðrsmerkjum heimsins nema kínverska drekann tvöfalda, sólar-„orðuna“ og ljóns-„orðuna“ frá Persíu og hvíta fílinn frá Síam. Afkvæmi Danakonungs. Kristján 9. á 32 barnabörn (krón- prinsinn á 7 börn, Grikkjakonungr 7, hert. af Cumberland 6, Rússakeisari 5, prinsinn af Wales 5, prins Valdemar 2). Elsta barnabarn kgs er 25 ára, og 10 þeirra komin á giftingaraldr. Kafflbróðir. Á eynni Réunion, einni af maskarensku eyjun- um, sem liggja austr af Madagascar, er nægð af villivaxandi „orange“- eða pómeransviði með hárauðum ávexti. Nýlega liafa menn tekið að þurka hann og brenna og gera af honum drykk; jafnast við besta kaffi og er talsvert ódýrara. Þetta nýja kaffi er kallað „mússaenda" og má blanda það við hvaða kaffi- tegund sem vera skal. Eyjan Réunion heyrir undir Frakk- land. Dýr auglýsing. Þýskr kaupmaðr, sem vildi kaupa franskan varning, vildi fá auglýsingu um það setta í blaðið „La France“, enn fekk þetta svar: — „Herra minn, vér skulum gjarnan taka auglýsingu yðar í blað vort, enn verið getr að yðr þyki borg-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.