Fjallkonan


Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 1
FJALLKONAN. AUKA-ÚTGÁFA TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR. Jfs 10. REYKJAVÍK, 7. OKTÓBER. 1890. Nýjustu rannsóknir um dáleiðslu (hypnotism). í Fjallkonunni 1888 stóð alllöng ritgerð um „svefnþorn þessara tíma“, eða list þá, sem á útlendu máli heitir hypnotism og á íslensku heflr síðan verið kölluð dáleiðsla (í ritgerð í Iðunni, sem séra Por- valdr á Melstað hefir þýtt). Síðan þessar ritgerðir komu út, hafa margar rannsóknir verið gerðar í þessu efni af frægustu læknum, og hafa þeir komist að mörgum merkilegum niðrstöðum. Jafnvel þótt von sé á ritgerð á íslensku um þetta efni eftir ís- lenskan lækni í Kaupmannahöfn, Móritz Halldórsson- Friðriksson, þykir rétt að skýra hér frá hinum nýj- ustu rannsóknum um dáleiðslu, eins og heitið var í síðasta auka-blaði Fjalik. Það sem hér segir er tekið eftir áreiðanlegum út- lendum ritum, og þarf ekki að efast um, að það sé í alla staði rétt hermt. Dáleiðslan er eitt af hinu merkilegasta, er fundið hefir verið upp á síðari tímum. Reyndar er þessi list gömul, enn hún hefir ekki orðið alkunn fyrr enn fyr- ir nokkrum árum. Nú eiga vísindin eftir að ieysa úr því, hvernig á þessum undrum stendr; það er enn hulinn leynd- ardómr og verðr að líkindum fyrst um sinn. Prófessor André, lærisveinn hins fræga dr. Charcot, hefir fyrir skömmu getið um það, að hvaða aðalniðr- stöðu hinir frönsku dáleiðendr eru komnir. Það er að eins þriðji hver maðr, eða hér um bil það, sem verðr dáleiddr. Af því má sjá, að það, sem menn hafa ritað um skaðleg áhrif, er misindis dá- leiðendr hefðu haft á saklausa menn, er á engum rökum bygt. Auk þess er ekki hægt með dáleiðslu að fá menn til að gera neitt, t. d. stela, sem þeir mundu ekki jafnt gera, ef þeir væru með fnllu ráði. Prófessor André fullyrðir, að örðugra sé að dáleiða Þjóðverja og Breta, einkum Skota, enn menn af ró- manska kynflokkinum. Suðr-Frakka, ítali og Spán- verja er hægast að dáleiða. Þetta er þó mest komið undir því, hvernig maðr- inn er gerðr. Af tilraununum, sem gerðar hafa verið við „La Salpetriére“-spítalann í París, er það ljóst orðið, að af 100 „hysteriskum“ sjúklingum má dáleiða 89. Þeir sjúkdómar, sem franskir dáleiðendr halda, að lækna megi með dáleiðslu, eru: niðrfallssýki, stöm- un, taugasljóleiki, taugavisnun, sem kölluð er, minn- isleysi, sem stafar af hræðslu, ofdrykkju fíkn, þjófn- að’ar-fíkn, sjálfsmorðs-æði, gigt, taugaþjáning (neur- algi), móðursýki, svefnleysi og brottfall (Vítusdans). Dáleiðslan hrífr að eins á taugarnar og heilann, enn ef lækna skal með henni sjúkdóma í líffærunum, þá kemr hún að engu haldi. Þó gerir hún svo mik- ið að verkum, að ef hægt er að dáleiða sjúklinginn, þá má gera hann nokkurn veginn þjáningalausan. Fyrir skömmu var maðr fluttr til Salpetriére-spít- alans, sem var skaðbrendr á háðum síðunum. Til að ganga úr skugga um, hvort sárindin flýta eða tefja fyrir batanum, var maðrinn dáleiddr, enn að eins öðrum megin. Á þeirri hliðinni varð hann heill nokkrum vikum fyrr enn á hinni. Við móðursýki hefir dáleiðslan verið reynd með góð- um árangri. Áðr vóru 120 rúm ætluð móðursjúku fólki í Salpetriére-spítalanum, enn nú er eigi þörf á fleirum enn 40. Til skamms tíma hefir eigi tekist að dáleiða óða menn. Enn nú hafa menn komist að því, að hægt er að dáleiða geðveika menn með skærum Ijósgeisla. Þess verðr víst ekki langt að bíða, að menn verði margs vísari í þessu efnj og finni ný ráð til að lækna geðveika menn. Helstu franskir dáleiðendr eru á einu máli um það, að ekki eigi að dáleiða börn, sem eru yngri enn 10 —12 ára, því það geti veikt sjóntaugarnar. Yfir höfuð er eigi hægt að dáleiða eldri menn enn sex- tuga. Einn af helstu dáleiðendum, enskr læknir Bramwell, gerði fyrir skömmu í viðrvist margra lækna og tann- lækna ískurðartilraunir við sjúklinga, sem höfðu ver- ið dáleiddir, og ætlaði hann með því að sýna, að dá- leiðsla gerir menn alveg tilfinningarlausa fyrir mikl- um sársauka. Hálfþrítuga stúlku dáleiddi dr. Bramwell svo að segja með einu orði. Síðan var henni skipað að láta sér lynda, að tannlæknir einn, Carter, drægi úr henni þrjár tennr, án þess hún kendi sársauka, og að hún ætti að hlýða hr. Carter í öllu. Það gekk að ósk- um. Ekki var hægt að sjá á andliti hennar, að hún kendi neitt til, ekkert hljóð heyrðist til hennar, og þegar hún var vakin, kvaðst hún enga tilkenuing hafa í munninum og hefði hún ekki orðið vör við lækninguna. Síðan dáleiddi dr. Bramwell liana aftr og bauð henni að fara í annað herbergi, og gerði hún það. Önnur tilraun var gerð við vinnukonu, nítján ára gamla. Tveim vikum áðr hafði læknir einn, dr. Hewetson, gert við kýli á kinninni á henni, eftir að dr. Bram- well hafði dáleitt hana. Síðan hreinsuðu læknarnir sárið iðulega á sama hátt, og skipuðu svo fyrir, að hún skyldi heil verða, og mun það hafa flýtt fyrir batanum. Hún var svæfð með ritaðri orðsendingu frá dr. Bramwell, sem stíluð var til annars læknis, dr. Tur- ners, sem er einn af eigendum lækningahúss þess, þar sem þessar tilraunir fóru fram. Orðsendingin hljóð- aði þannig: „Hr. Turner— Eg sendi yðr kvenmann einn með þessari skipun minni. Þegar þér fáið henni liana, mun hún þegar sofna og hlýða yðr. — J. M. Bramwell“. — „Skipun: Sofnaðu þegar, eins og dr. Bramwell skipar þér, og hlýddu boðum hr. Turners. J. M. Bramwell11.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.