Fjallkonan - 12.07.1892, Blaðsíða 1
IX. ár.
Xr. 28.
FJALLKONAN.
Arg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. FeykjaVÍk, 12. jÚlí 1892. Skrifst. og afgrejðslusl.: fitgbollsMra-ti 48.
Til kaupenda Fjallkonunnar.
Margir kauperidr FjaHlí. hafa látið í ljós við út-
gefandann, að þeir söknuðn aukablaðsins, sem fyigdi
henni 1890, og flutti ýmsan fróðleik og skemtun,
enn var slengt saman við aðalblaðið[1891. Eeynd-
ar mætti standa á sama, þótt slikt aukablað væri
ekki, ef blaðið flytti jafnmikið af fræðandi og
skemtandi efni fyrir það. Enn margir kaupendr
segja, að þeir vilji heldr, og þætti það tilbreyting
til bóta, að við og við kæmu út einstök tölublöð
af blaðinu, sem eingöngu flyttu þess konar efni í
líking við útlend blöð, sem einungis eiga að fræða
og skemta, enn fara ekki með pólitik, ritdeilur eða
almennar fréttir.
Við þessari ósk vill útgefandi Ejallk. inú verða,
og hefir því í hyggju, að láta framvegis koma út
eitt slikt blað í mánuði hverjum. Er ætlast til að
efnið verði sem fjölbreyttast, um félagslegar, verk-
legar og bókmentalegar framfarir annara þjóða nú
á tímum, sögur, bæði innlendar og útlendar, o. s. frv.
Mynd á að verða í hverju slíku blaði.
tTtgefandinn treystir því, að kaupendr blaðsins
fjölgi heldr enn fækki við þessa tilbreytingu, svo
að hann fái þann kostnað endrgoldinn, sem af henni
leiðir, þar sem það er æði dýrt að kaupa myndir og
prenta þær hér, enn blaðið hœkkar ekki í verði.
Nýir kaupendr Fjallk., sem gefa sig fram á síð-
ari hlut þessa árs, geta fengið síðari hlut árgangs-
ins 1892 fyrir 1 kr. 50 au. og fyrri hlutann ásamt
fylgiritinu Gefjuni ókeypis, um leið og þeir borga,
meðan upplagið hrekkr, enn það er nú bráðum þrotið.
Ekkert blað hýðr jafngóða kosti.
Forngripasafniö
hefir mist mikils við fráfall Sigurðar fornfræðings
Vigfússonar. Sæti hans sem umsjónarmanns forn-
gripasafnsins verðr eigi fylt að svo stöddu.
Hér á landi er svo lítill kostr á mönnum, sem
gefa sig við einstakri vísindagrein, eða einstakri
list. Lífshættirnir eru hér þannig, að menn verða
að leggja stund á sem flest, og af því leiðir, að vér
höfum tóma miðlungsmenn, enn varla afbragðs-
menn í neinni grein.
Vér eigum sem stendr engan fornmenjafræðing,
sem sé fær um að taka við starfa Sig. Vigfússonar, enn
hver sem eftirmaðr hans verðr við forngripasafnið,
er vonandi, að sá hinn sami leggi stund á forn-
menjafræðina, og hafi áhuga á að auka safnið og
kynna sér það.
Fé það, sem að undanförnu hefir verið lagt safn-
inu úr landsjóði, hefir að eins verið veitt til þess
að kaupa forngripi. Enn nú verðr óhjákvæmilegt
að veita talsvert fé á næsta þingi til þess að koma
safninu í röð og reglu. — Eins og mí stendr, eru
ekki hálf not af safninu vegna þess, að engin niðr-
skipun og engin röð er á gripunum. Sigurðr mál-
ari Guðmundsson, sem fyrstr var umsjónarmaðr
safnsins, raðaði gripunum í framhaldandi röð og
samdi nákvæma skrá og lýsingu yfir þá meðan
hans naut við; merkti hann hlutina ímeð tölum
(númerum) eins og í skránni, enn nú eru þessar
tölur máðar af mörgum hlutum, og getr orðið vandi
að þekkja suma þeirra. Meiri vandi verðr þó að
átta sig á þeim hlutum, sem safninu bættust með-
an Jón Arnason var umsjónarmaðr, því lýsingar
hans á gripunum eru mjög stuttar og engin röð á
þeim. Sigurðr Vigfússon hefir heldr ekki sett tölu-
röð á gripina, enn lýsingar hans eru svo nákvæm-
ar, að vist má þekkja hvern hlut af lýsingunni.
Það verðr afarmikið verk að koma safninu í lag,
þannig, að hlutirnir fari ekki framvegis í rugling,
enn það má ekki dragast lengr. Hefði Sig. Vigfús-
sonar notið iengr, hef'ði verkið|verið auðunnara, því
hann þekti hvern hlut í safninu. Slik niðrröðun
safnsins getr þó ekki orðið nema til bráðabirgða,
eða þangað til safnið fær nægilegt húsrúm, svo að
hægt verði að raða því niðr á vísindalegan hátt.
Engum mun blandast hugr um það, að forngripa-
safnið sé þess vert að nokkru fé sé kostað til að
halda því í röð og reglu, og að það sé að minsta
kosti svo vel geymt, að hlutirnir ekki skemmist
eða týnist. Enn eins og nú stendr, er það hvorki
örugt fyrir skemdum né týnslu; meðan engin nú-
mer eru á hlutunum, er jafnvel ekki óhugsandi,
að útlendingar, sem sólgnir eru í forngripi, gætu
hripsað hluti án þess nokkur vissi.
Forngripasafnið er nálega hið eina af mannaverk-
um hér á laiidi, sem útlendingum þykir nokkuð í
varið. Vonandi er, að það eigi enn góða framtíð
fyrir höndum, auðgist að mörgum góðum gripum,
og að fræðimönnum lærist að nota betr enn gert
hefir verið þenna ótæmanda menningar-sögulega
fjársjóð.
Kristniboösmáliö.
Heiðingja kristniboðið islenska virðist vera úr
sögunni. Forstöðumaðr prestaskólans var eindreg-
inn á móti því á synodus og fáir munu vera því
fylgjandi. I stað þess vildi forstöðumaðr presta-
skóians skjóta saman fé handa kirkjufélaginu íslenska
i Vestrheimi og biskup sömuleiðis. Skoraði bisk-
upinn sérstaklega á alla viðstadda presta að leita
lítilla samskota hjá söfnuðunum handa Hunólfi Hun-
ólfssyni prédikara Islendinga í Utah (Mormónaland-
inu) í Bandaríkjunum.
Af því fáir munu þekkja prédikara-starfsemi og
verðleika þessa guðsmanns, sem alþýða hér á landi
á nú að biskups boði að fara að styrkja með fjár-
tillögum, setjum vér hér dálítinn kafla úr bréfi frá
kunnugum manni:
„Ég sé í Kbl. 1. júlí, að biskap hefir skorað á presta að safna
samskotum í sóknnm sínum handa Runólfi Runólfesyni prédikara