Fjallkonan


Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 2
2 FJALLXONAN. XV 1—2. — Af bðkum þeim, eem gefnar hafa ver- ið út á þesBU ári, er helzt að geta Biblíuljóða séra Valdimars Briems, sem nú eru 811 út komin. Georg Braudes. Það er kunnugt, að Danir hafa alt að þessu metið að engu ís- leuzka rithöfunda á síðari tímum, og ekki kannazt við að neinar íslenzkar bókmentir væru til yngri enn frá 15. öld. Þetta hefir ver- ið skoðun prófessóra við Kaup- mannahafnar-háskóla, og eftir henni geta íslendingar ekki tal- izt í tölu mentaðra þjóða. — í fyrra kom út á dönsku þýðing af sögum Gests Pálssonar, og ritaði þá Greorg Brandes ritdóm um sögurnar og: lauk á þær miklu lofsorði; áminti hann Dani um, að kynna sér nýjar íslenzkar bók- mentir, sem þeir hefðu engan gaum gefið hingað til. Það er þvi liklegt, að Danir fari nú að veita islenzkum rithöfundum meiri eftirtekt enn áðr, því Greorg Brandes er talinn fremstr allra ritdómenda í sinni röð. Það þyk- ir því eiga vel við, að geta hans hér að nokkuru. Qeorg Moris Cóhen Brandes, Gyðingr að ætt og uppruna, er fæddr í Eaupmamannahöfn 7. febr. 1842 og einhver frægastr maðr, þeirra er nú lifa i Danmörku; eru bækr hans þýddar og lesn- ar viða um heim. Hann iðkaði fyrst lögfræði stutta stund, enn snerist brátt af alhuga að fagr- fræði og heimspeki, og ávann sér vísindalegan heiðr (gullmeðalíu háskólans og doktorsnafnbót 1870). Jafnframt hafði hann og tek- ið þýðingarmikinn þátt i deilu þeirri, er hafin var til að hrekja heimspekisstefnu Rasmus Nielsens prófessors. Síðan fór hann 1870 —71 erlendis og kyntist þá hin- um andlegu skörungum, Mill, Taine og Bénan, sem höfðu allmikil áhrif á hann, og vaknaði þá og magnaðist í hon- um mótspyrnu-andi gegn andlega lífinu í Danmörku, eins og það var þá. Brandes leit svo á, að Danir hefðu lokað sig inni fyrir, hinu frjálsa andalífi Evrópu og sætu fastir í aftrkastsstefnunni gegn anda 18. aldarinnar; nú væri þörf á nýju lífi, nýjum skáld- skap veruleikans (realismus); fólk- ið sæti innan luktra dyra, og hér mætti til að opna dyrnar að inn- an og beina veginn til frjálsrar hugsunar og frjálslegrar þróunar í mannúðaranda og til nýrra bók- menta veruleikans, sem ekki stæðu einungis á grundvelli forfeðranna. Þessar hugmyndir setti Brandes fram í fyrirlestrum, er hann hélt við Khafnarháskóla, og samdi svo upp úr þessu hið þýðingamikla ritverk sitt í 4 bindum: „Aðal- straumar í bókmentum 19. aldar" (Hovedströmninger i det 19. Aar- hundredes Literatur). Að einu leytinu ávann Brandes sér fjölda marga áhangendr með kenning- um sinum og þessu riti sínu, sem færði mönnum svo mörg snildar- leg nýmæli, enn hinsvegar fékk hann og marga mótstóðumenn sakir hlifðarlausra árása gegn því sem hann áleit útlifað í bók- mentunum, og svæsinna ummæla gegn hverskonar kreddum, hvort heldr það var „orþodoxían" eða jafnvel kristindómrinn í heild sinni sem yfirnáttúrleg trú, eða þá „róm- antíkin" í skáldskapnum, eða póli- tískar ófrelsis-kreddur. Enn hvað sem því leið, ávann Brand- es sér það sem hann vildi, og hann kom bókmentunum að mörgu Ieyti á nýja leið í þess- um anda, eigi að eins i Danmörku, heldr á öllum Norðrlöndum. Enn því fengu mótstöðumenn Brandes ráðið, að hann komst ekki að há- skólanum sem prófessor í íögrum visindum við fráfall skáldsins Hauch, sem sjálfr hafði á deyj- anda degi óskað, að hann yrði eftirmaðr sinn — enn það var borið fyrir, að skoðanir Brandes væru í mörgum greinum svo ó- hollar, að honum væri ekki hleyp- andi í þá stöðu. Fór Brandes þá til Berlínar (1877) og dvaldi þar til 1883, er hann kom aítr til Kaupmannahafnar. Ymsir af vinum hans hofðu þá trygt honum árlegan lífeyri (4000 kr.) um 10 ár. Að telja hér upp hin afarmörgu og merkilegu rit Brandes yrði of- langt mál, og nægir að taka það fram, að enginn nú á dógum mun vera honum fremri sem fag- fræðislegr gagnrýnir. Einkum er alkunn snild hans í þvi að rekja sálfræðislega sambandið milli skáldverkanna og skáldanna sjálíra sem einstaklinga, þótt þessi skýr- ing sé ekki ávalt alls kostar áreiðanleg, enn í því efni hefir Brandes einkum fetað í fótspor Taines, enn þó með fullu sjálf- stæði. Síðasta ritverk Brandes er um enska höfuðskáldíð Will- iam Shakespere og verk hans, og er það að allra dómi hið mark- verðasta rit, og hefir meðal ann- ars áunnið sér mikið lofsorð á Englandi sjálfu, föðurlandi ,-k.ilds- ins. Alþýðumenning. Misjafnan hug hefir alþýða á þeim mentastofnunum, sem komn- ar eru á fót til að hækka hag hennar og menning. Hún þykist enn ekki sjá mikinn árangr af þeim. Eftir minni skoðun er heldr ekki menning alþýðu ein- göngu komin undir bóknámi eða óðrum námslistum, sem enn eru kendar. Hún er að miklu leyti komin undir anda og innræti þjóð- arinnar. Þaðan eru sprotnar þær framfarir, sem komnar eru. Fyrst er hún komin undir atorku, dugnaði og ósérhlífni, komin und- ir því, að hlynna að atvinnuveg- unum og reisa þá úr rústum með þreki og hyggindum. Hvorkí verðr samt talað um þrek né hyggindi öðruvísi enn vorkunn- látlega og ekki án hræðslu, því kraftarnir eru litlir og vopnin miðr enn skyidi. Enn hvað skal samt annað til bragðs taka, enn tjalda því sem til er? Engin önnur sæla er til eða frami, enn sá, sem fólg- inn er í því, að beita kröftum sínum og hyggicdum af alefli, þó lítil séu." Margr hefir notið gleði og frægðar af því, að berjast með litlum króftum og lélegum vopnum og unnið meiri þrekvirki og sigr enn hinir sterku, er slæ- lega beittu kröftunum. Svo er anuað atriðið: góð, vönduð og hyggileg viðskifti og vandvirkni. Vönduð og skilvís viðskifti er sparisjóðr, sem gefr af sér góða vexti, og vöru hins vandvirka skortir sjaldan kaupendr. Það

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.