Fjallkonan


Fjallkonan - 12.01.1898, Qupperneq 7

Fjallkonan - 12.01.1898, Qupperneq 7
12. jan. 1898. FJALLKONAN. 7 Ég leit út nm gluggann. Það var glaða tunglaljðs og mikið útsýni. Yeit- ingahúsið var langt frá öðrum húsum. Ég fleygði mér loks í bælið og Bofn- aði. Ég veit ekki hve lengi ég hefi sofið, enn ég vaknaði við smáhögg, sem virt- ust vera lik hamarshljóði. Ég fðr á fætr og leit út. Tunglið var í vestri og ég sá að komið var að aftreldingu. Ég tök nú eftir þvi, að höggin vóru í útihúsi, sem var um hundrað fet frá veitinga- húsinu. Ég var vanr að vera tortrygginn, og þótti mér undarlegt, að heyra þetta að nætrlagi. Ég læddist því út, og heyrði höggin betr og betr, þangað til ég kom að húsinu. Ég sá inn um rifu á vegg- num, að ljós hrann þar inni, og gekk að hurðinni; gægðist inn um skráargatið og sá að þar vóru 6 menn inni að smíðum, og vóru sumir þeirra að fága nýslegna peninga og raða þeim saman. Ég þóttist nú vita að þetta væri félag peningafalsara og að karl og kerling væru í félaginu. Ég ætlaði nú að fara inn aftr í svefn- herbergi mitt, enn óðara enn ég sneri við, fann ég að tekið var í öxlina á mér. Ég leit við og sá, að þar var kominn einu af peningafölsurunum. „Hvað eruð þér að gera hér?“ sagði hann háðslega. „Ég var að ganga í tunglsljósinu að gamni mínu". „Jæja, komið þér þá hérna inn“, seg- ir hann og dró mig inn fyrir. Þegar ég kom inn, hættu hinir vinn- unni og komu á móti okkr. „Hver er þetta?“ spurðu þeir og bentu á mig. „Njósnari, sem ég fann titi“. „Það er ferðamaðr, sem kom í gær- kveldi og bað um nætrgistingu“, sagði húsbóndinn, sem var einn í hópnum. Peuingafalsararnir fóru allir út í horn og tóku ráð sín saman'; einn þeirra var eftir að gæta min. Þegar þeir höfðu hvislazt á stundar- korn, gengr einn þeirra til mín og segir: „Þér verðið að deyja". (Niðrl. næst.). Sigurðr Bakka-bróðir. Sigurðr frá Bakka hér i bænum, kall- aðr af sumum Bakka-bróðir, hefir að fyrra bragði beint að konunni minni og blöðum þeim, sem hún gefr út, ýmsum slettum og ósannindnm. Þegar hún svo svarar þessum Bakka-bróður, þýtr hanu upp og segir: „Oft fær hundr áleitinn illa sundrrifinn bjór“, og á þarsjálfsagt við sjálfan sig, sem byrjaðí á áleitninni. Konan mín reyndi að sýna honum fram á, að aðaltilgangr blaða væri ekki sá, að þau væru ódýr, heldr að þau vœri góð og gagnleg, enn þetta skilr ekki Bakka-bróðir, sem von er. Til þess að reyna að verja það, að Æskan sé ekki dýrari enn Kvenna- blaöið, segir Bakkabróðir að „uppdráttar- blöð“(! hann kann ekki einu sinni að beygja orðið rétt), sem fylgja Kvennablaðinu, séu kaupbætir, sem kaupendr fái ókeypis. Eif útgef. Kvbl. hefir aldrei heitið þess- nm uppdráttablöðum sem kaupbæti handa kaupendum yfirleitt, heldr að eins aug- lýst, að nýlr kaupendr fá hin eldri uppdráttablöð í kaupbœti, enn uppdrátta- blöð þau, sem koma á hverju ári, eru auðvitað falin í verði blaðBÍns, enda var það tekið fram í boðsbréfinu, að upp- dráttablöð þessi ættu að fylgja hlaðinu, enn enginn kaupbætir nefndr á nafn. Sigurðr Bakka-bróðir heldr að burðar- gjaldið nndir 1 eintak af Ænkunni með hverjum pósti sé meira enn nndir 1 eintak af Bamáblaðinu, enn mér skilst, að það sé jafnt, 3 aurar. Burð- argjald er að tiltölu dýrara þvi minna sem blaöið er. Sig. Bakkabróðir segir það ósannindi, að „Kvennabl.“ sé stærra enn kvenna- blað það („Framsókn“), sem byrjaði um sama leyti. Enn sannleikrinn er, að bæði er letr- flötr „Kvbl.“ 8tœrri enn „Pramsóknar“, og auk þess er í „Kvbl.“ talsvert af smá- letri, sem ekki er í „Framsókn“. Það eru þvi ósannindi, sem Signrðr Bakka-bróðir segir nm uppdráttablöð „Kvbl.“, ósannindi, sem hann segir um burðargjaldið, og ósannindi, sem hann segir um stærð „Framsðknar“. Þetta er maðrinn, sem segir: „Ég hefi gert mig að leiðtoga barnanna(!!)“ ■ Hvað kennir hann þeim ? — — Persónulegum slettum hans og dylgjum dettr mér ekki i hug að svara. Vald. Ásmundarson. Suðrheimskautsför. í Belgíu var i sumar búið út stórt og öflugt skip til suðrheimskautsins; heitir sá Gerlache, er förinni stýrir. Skipið lagði af stað 16. ágúst. Gert er ráð fyrir, að komast svo langt á skíðum, sem auðið verðr. Eins og kunnugt er, veiðr á næsta sumri hafin ný rannsóknarferð til norðrheim- skautsins undir forustu Sverdrups, félaga Nansens. Kvennaháskóli. í Tokio, höfuðborg Japans á að stofna háskóla (universitet) fyrir kvenfólk eingöngu, og er þegar safnað til þess nægu stofnfé. Keisarinn og keisaradrotningin styðja mjög fyrir- tæki þetta. Homopaþía. Svo er að sjá sem hún ryðji sér meira og meira til rúms. Á Þýzkalandi eru um 500 „praktisérandi" homopaþar í stjórnarleyfi og margir vís- indamenn í læknifræðinni fylgja þeirri skoðun. í Bandaríkjum Norðr-Ameriku eru homopaþarnir orðnir 12 þúsund að tölu, og í 13 borgum eru 18 læknaskólar (akademi) með spitölum, þar sem homo- paþisk læknaefni eru frædd og undir- búin. Merkast homopaþiskt apótek er „W. Schwabes homopaþiska apótek“ i Leipzig. íbúar Kaupmannaliafnar. Árið 1646 vóru að eins 20000 ibúar í Kaup- mannahöfn; 1769 vóru þar orðnir 70495;. 1801 vóru þeir 100,975, 1840: L20,819, 1860: 155,143. í ársbyrjun 1896 var í- búatalan orðin 337,700. Engin höfuð- borg í Norðrálfunni er jafnfjölmenn í samanburði við lundsfólklð. Sjöundi hver maðr í Daumörku tr Kuupmannahafnar- búi. Indiáua-stúlka fékk i sumar doktors nafnbót i iæknifræði við háskóla í New York með miklum heiðri. „Yasa-orðan“. Svíarhafa það heiðrs- merki, er „Vasa-orða“ heitir, og er af lægra tagi; væri liklega hér á landi kölluð kreppstjóra-orða. Húu er lika i Svíþjóð alþekt undir öðru nafni og köil- uð „Haltu-kjafti-orðau“. Enn svo stendr á þvi, að Karl konungr 15 var eitt sinn staddr í bæ nokkurum, þar sem bæjar- stjórinn hélt óþolandi ianga ræðu til konungs i von um „Norðrstjörnu-orðuna“.. Greip þá konungr fram í og mælti: „Haltu kjafti, eða að öðrum kosti færðn Vasa-orðuna“. Reykjavík. Fréttir úr höfuðstaðnum: Endrskoðunarmenn bœjarreikninganna eru kosnir: Jón Magnússon landritari og Björn Óiafsson augnalæknir. Stýrimanna8kólinn. Þar eru nú nær 50 lærisveiuar og sýndu þeir skólastjór- anum, Markúsi F. Bjarnasyni, þá sæmd, að gefa honum drykkjarhorn, fagrlega

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.