Fjallkonan


Fjallkonan - 22.01.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.01.1898, Blaðsíða 2
10 FJALLKONAN. XV 3. þeim hefir ráðgjafanum að yísu hugsast að bera upp, en álitið ó- hugsandi, að þau fyndu náð fyrir ráðsins augum og því hætt við það. Sum hefir honum aftr á móti ekki komið í hug að bera upp. Engin af þessum nýmælum hafa því verið rædd í ríkisráðinu. Hverju getr ráðgjafinn nú svar- að þinginu? Hlýtr ekki svarið að verða hér um bil hið sama, sem landshöfðingi svo oft neyðist til að gefa nú, þegar líkt stendr á? „Ég veit ekki! Ekki komið til tais!“ Oss finst því, að meðan ráð- gjafi íslands á sæti í ríkisráðiuu danska, þá spiii alþiugi, þó þessi ráðgjafi sitji þar, eftir sem áðr í flestum tilfellum við hann „Tóm“. — Yerði gangrinu líkr því, sem vér höfum hugsað oss, og tekið er fram hér að framan, getum vér með engu móti séð, í hverju hinir miklu kostir, sem Valtýslið ar á þingi og utan þings sífelt eru að tala um, eiginlega eru fólgnir. Meðan ísiands ráðgjafi á sæti í ríkisráðinu, finst oss, að hann jafn- an hljóti að vera hverfandi stærð, sem mikið náigast núll. Þó sjálfr Valtýr, Skúli, Hall- grímr eða Þórhallr yrðu ráðgjafar, getum vér með engu móti treyst þeim til að stinga ríkisráðinu 1 vasa sinn. Teljum enda óvíst, að þeir vildu kosta svo miklu til þess stórvirkis, enn miklu líklegra að þeir vildu éta og drekka og eiga góða daga með hinum dönsku bræðrum sínum í ráðinu. Ekki fáum vér heldr skilið, hvernig koma ætti ábyrgð fram á hendr slíkum núli-ráðgjafa, nema ef vera skyldi fyrir það, ef hann ekki ræðr niðrlögum alls ráðsins, eins og oss þykir trúlegt, að hinir djúpsettu herrar ætli honum. Þetta er nú þráðrinn í hugsun vorri, sveitakarlanna, sem ekki erum inni í hinni hærri pólitík, ekkert kunnum að hrossakaupum, engan hötum og enga von getum gert 088 um að verða ráðgjafar. Bbndi. Herhvöt. [Vinsamlega tileinkuð nokkrum íslenzk um þjóðmálagörpum af útgef.]. Vér, sem einir yfir vökum íslands þjðð, er gervöll sefur, vér sem einir eftir tökum áminning, sem tíminn gefur, kveðum mögnuð krafta-ljóð, kveðum herhvöt, vekjum þjðð! Vandlætingar vöndinn reiðum, veitum ráðning hvergi lina: sljóleik þeim, sem umber, eyðum, útilokum nærgætnina. Flest á verra veg skal fært, vakni þjðð við mannorð sært! Rekum eftir striti ströngu, starfa lýði vanþökk gjöldum; tjðn af ís og árferð þröngu iðjuleysis kennum völdum.i Heimtum mikið öðrum af; að eins sjálfir stundum — skraf. Þótt vér heimtum að frá önnum aldrei hvílist þeir ssm strita, heimtum samt af sömu mónnum, sæg að lesi vorra rita; sömu mönnum sækja ber sérhvern fund, er boðum vér. Segjum bændum sitt að spara, sér um flestar þægðír neita; enn til „mentaðs“ „æðri“ skara ðsparlega fé sitt veita. Fjölgi Bkarinn sífelt sá, sífelt heimti meira’ að fá! Fjölgum skólum, og í orði alþýðu þar menta gjörum; þeirra námsmenn þð sér forði þaðan af við hennar kjörum; missi’ hún þar við menn og fé, mentaðri’ eftir lítt þó sé. Strjála þjðð um sundrung sökum. Siði manna í skorður þvingum. Rífumst þð með brigzla blökum hæði’ í ritum og á þingum'; hirðum ei þðtt ófáð mál öðru lýsi enn göfgri sál. Vér sem einir vit á höfum vorrar þjððar gagni sanna, fylgjum hennar frelsis kröfum, fáum umbun Bkörunganna. Hennar vilji, frœgð og /é falið vorum ráðnm sé. Peningafalsararnir. (Niðrl.). Ég lét mér ekki bregða þó mér væri hótað dauða, og svaraði engu. „Þér hafið komízt að leyndarmáli okk- ar, enn þeir dauðu segja ekki frá!“ Ég þagði. „Við gefum yðr tíu mínútna frest til að hiðjast fyrir og kjósa um, hvort þér viljið heldr láta hengja yðr eða skjðta“. A!t í einu datt mér ráð í hug, sem kynni að geta orðið mér að liði. Ég gerði mér upp skelli-hlátr og þeir horfðu forviða á mig. „Honum bregðr ekki mikið“, sagði einn þeirra. „Hann heldr líklega, að okkr sé ekki alvara“, sagði annar. „Lestu heldr faðir vor’, sagði sá sem fyrstr hafði tekið til máls. „Tíminn líðr og við verðum að flýta okkr með verk okkar“. „Maðrinn er vitlaus, það er svo sem auðséð", sagði einn þeirra. „Bða blindfullr", sagði annar. „Bíðum nú við“, sagði ég, „þetta er það bezta, sem fyrir mig hefir komið, ætlið þið að hengja starfsbróður yðar?“ „Starfsbrðður?---------Þér — starfs- brððir,?“ „Já, auðvitað!“ „Hvað heitið þér þá?“ „Hafið þér ekki heyrt getið um Ned Wilson"? spurði ég með mestu hægð. „Jú, auðvitað, hann er meistari vor“. „Nú, jæja. Ég er Ned Wilson!“ „Eruð þér Ned Wilson?“ kölluðu þeir allir í einu. „Þið megið ðhætt trúa mér“, sagði ég. Til allrar hamingju hafði enginn þeirra nqkkurn tíma séð Ned Wilson, þótt þeir þektu allir nafn hans. Ég hafði komið svo djarflega og ör- ugglega fram, að þeim lá við að trúa mér, þðtt þeir væru enn nokkuð efa- hlandnir. „Og þetta kallið þið vel smiðað?“ sagði ég og tók upp i lófann nokkura peninga af smíðaborðinu og leit fyrirlitlega á þá. „Ef þið getið ekki gert betr, væri ykkr skammar-nær að loka smiðjunni“. „Getið þér þá sýnt okkr annað betr gert?“ sagði einn þeirra. „Já, það get ég reyndar; annars mund ég skunda burt og hengja mig“. „Lofið okkr þá að sjá“. Þetta var það bragð, sem bjargaði lífi mínn. „Lítið á, herrar mínir“, sagði ég og tðk upp einn af fölsuðu gullpeningunum, sem ég hafði í vasanum. „Þetta er sein-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.