Fjallkonan - 28.01.1898, Blaðsíða 2
14
FJALLKONAN.
XV 4
kveðið er með dýrum rímnahætti,
rímuna um berserkiua. Aftr hef-
ir honum tekizt vel að yrkja und-
ir rímnahættí á öðrum stöðum (t.
d. í „Glámskvæðinu" og í 10. og
20. kvæðinu og víðar).
Hann hefir á ýmsum stöðum
brugðið nokkuð út af sögunni og
var það varlega gerandi, af því
að sagan er skoðuð sem sannsögu-
leg og alþýða hefir svo miklar
mætr á henni. Þó eru þessir út-
urdúrar víðast hvar í góðu sam-
ræmi við eðli sögunnar.
Það er svo með kvæði séra
Matthíasar, að menn þykjast
oft sjá á þeim misfellur, enn
gallar þessir eru smámunir einir
í samanburði við skáldlegt
gildi kvæðisins eða kvæð-
annaí heildsinniogsvo er hér.
Höf. hefir ekki sjálfr lesið
prófarkir af þessari bók
sinni og má því vera, að
sumt af þessum smágöllum
í henni séu prentvillur.
Annars hefir bók þessi
fengið svo mikið lof í blöð-
unum, að það væri að bera
i bakkafullan lækinn að bæta
við, enn ef fara ætti að
gagnrýna bókina til þess að
gjalda Torfa-lögin sem nýtr
ritdómari, yrði það oflangt
mál í þessu biaði.
Það er auðséð á þessari
bók, eins og drepið var á
fyrst í þessari grein, að séra
Matthíasi er enn ekki farið
að fara aftr, þó hann sé
nú af bezta skeiði og hafi oft
átt við örðug kjör að búa. — Þeg-
ar andargiftin hrifr hann, gera
þeir ekki betr yngri mennirnir;
þesskonar tilþrif má einnig víða
finna í „Grettisljóðum-'.
fyrir hálförkina, enn útgefandi „Fjallk."
færði prófarkaleatrinn niðr í 3 kr., enn
þó var utgef. „ísaf." (og „Þjóðólfs")
látinn hafa verkið eftir sem áðr.
Nú á síðasta þingi gerði útgeí. þesaa
blaðs ekkert slikt tilboð, og er þvi borg-
unin fyrir prófarkalestrinn hærri. Venju-
lega er borgunin 3—6 kr. fyrir heila
örk. Þ&ð væri ekki of mikið að
borga 3—4 kr. fyrir örkina af Alþingis-
tið. ef þær væru viðunalega lesnar, enn
því heíh' farið fjarri.
í síðasta blaði „íslanda" er ritdómr
um „Musikfélag fifykjavíkr", sem virð-
ist vera á góðum rökum bygðr, og ætti
félagið að láta sér slíkar rökstuddar að-
finningar að kenningu verða, i staðinn
VIÐ LESBORÐIÐ.
í síðasti blaði minnist „Þjóðólfr" á
alþingiskostnaðinn. Hann er nú 1637
kr. hærri enn 1895, enn aftr nokkru
minni enn 1893, því þá var hann yfir
40,000 kr. Hækkunin er nokkuð fólgin
í prófarkalestri Alþingistíðindanna. Út-
gefandi þessa blaðs hefir hvað eftir ann-
að boðizt til að lesa prðfarkirnar af Al-
þingistíðindum fyrir miklu minna enn
áðr hefir verið venja. Útgef. .ísafoldar"
lét borga sér 7 kr. eða jafnvel 10 kr.
fyrir að stökkva npp á nef Bitt, sem
snmra er siðr.
„Bjarki fiytr söguna „Snjór" eftir
Alex. Kjelland. Það eru komnar nokkr-
ar blaðsiðnr af henni neðanmáls. Hún
virðÍBt vera vel þýdd, og betr enn „Sög-
nr frá Siberíu" í Bókasafni alþýðu, enda
er svo að sjá, sem tveir menn vinni að
þýðingucni.
í „Stefni" hefir Páll Briem amtmaðr
svarað i löngu máli örstuttri gtein, sem
stðð í haust í Fjallk. um tímaritið „Lög-
fræðing". Honum mun bráðum verða
sýnt, þesBum hálærða manni, að hann er
ekki eins orðhagr og hann heldr.
Aflalaust hvarvetna, enda stöðugar
ógæftir.
Kvillasamt mjög hér í bænum
og nærlendis: ilt kvef, magaveiki, hettu-
sott og fleiri kvillar.
ÍSLENZKR SÖGUBÁLKR.
Æfisaga Jóns Steingrímssonar,
prófasts og prests að Prestsbakka.
[Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to].
Frost og- fannkoma hefir verið öðru
hvoru nú í nær hálfan máuuð.
1. Ég Jón Steingrímsson, fyrir guðs
sérlega gæzku og miskunnsemi prófastr
yfir Skaftafellssýslu og prestr til Kirkju-
bæjarklanstrsBafnaða, er borinn og
barnfæddr í þennan heim á Þverá,
í Blönduhlíð i HegraneBsýslu eftir
vors frelsara hingaðburð 1728 af
guðhræddum og frómum foreldrum;
Minn fæðingardagr var 10. sept-
embris, er þ4 bar upp á föstu-
dag, sex vikum fyrir vetr. Minn
gúði faðir bar sitrax umsorgun
fyrir því, að ég Bkyldi öðlast hei-
laga skírn, hverja mér veitti sá
æruverðugi og mikið velgáfaði
kennimaðr Sra Bjbrn Skúlason, er
þá var prestr í Plugumýrarþing-
um; mín guðfeðgin bétu Páll Skúla-
son og Guðný Stephánsdóttir. Hann
var þá orðinn umferðakarl; ei
hafði hann mikill búsældarmaðr
verið, né gefinn fyrir stundlegn,
enn yfrið margfrððr og guðhræddr; tíð-
nm hafði hann gengið berhöfðaðr milli
bæjanna, og þó gárungar, sem þeirra
venja er, gerðu skimpi að honum, var
hann þokkasæll hjá öllum guðelskandi
mönnum. Heyrði ég oft um það getið,
hvað karl þessi hefði heitt beðið fyrir
mér, bæði þá er ég skírðr var og síðar.
Föðurbróðir minn, Sra Sigurðr, lét heita
eftir honum, so séra Páll á Holti, pró-
fastr í RangárvallaEýsIu ber hans naín;
enn um hitt guðfeðgin mitt skal síðar
talað verða. Að van(a)legum móð nefndi
ég ei í öndverðu feðra nöfn og foreldra
minna, af því ég vildi sér í lagi nokkuð
þar um mæla. Minn faðir hét Stein-
grímr Jðnsson, enn mððir mín Sigríðr
Hjalmsdóttir; minn föðurfaðir var Jón
Steingrímsson lögréttumaðr í Skagafirði;
sá Steingrímr var Guðmundason af ætt
Finnboga lögmanns; mín föðurmóðir var
Ingiríðr Aradóttir, prófasts i Hegraness-