Fjallkonan


Fjallkonan - 28.01.1898, Síða 4

Fjallkonan - 28.01.1898, Síða 4
16 FJALLKONAN. XV 4. ustu tímaritum þýzkum, stóð í júlí i sumar grein um ísland með myndum (Reykjavík, Almannagjá og íslendingar á ferðalagi). Höfundr segir, að íslend- ingar séu danfgerðir (phlegmatiskir) og vinni að eíns íáa mánuði að sumrinu til þess að afla heyja handa kúm og sauðfé; reiðhestunum ein- nm sé geiið hey að vetrinum, enn aðrir hestar lifi 4 útigangi og á þorskhausum og fiskbeinum. Ymislegt fieira er þar mishermt eða ónákvæmlega orðað. Mynd- irnar eru allgóðar, nema myndin af ís- lendingum á hestbaki; þeir líta mjög óprúðmannlega út, og eru „eins og keng- ir íbognir“. líorskt hlað, „Avisen“, sem kemr út í Kristjaniu, segir, aðBenedikt sýslumaðr Sveinsson hafi verið stjórninni óþægr á alþingi í sumar. Hann hafi aldrei verið hræddr að segja stjórninni beizkan Bann- leikann, enn nú fái hann góðan liðsmann í stjórnarbáráttui’.ni gegn Dönum, skáld- ið Jón Ólafsson, sem sé nýkominn frá Ameríku. Skattr á sveinkörlum (piparsveinum). Þjóðveldið Argentina eða Argentinía er auðugt mjög og frjósamt, enn ekki fjöl- ment að því skapi. Löggjafarnir hafa verið að grafa heilann um það, hvernig þeir ættu að fjölga iandsfólkinu og kom- izt að þeirri niðrstöðu, að gera hjúskap- inn að skyldukvöð. 1. gr. i nýjum lögum um þetta ákveðr, að hver karlmaðr skuli greiða skatt á hverjum mánuði, frá þvi hann er tvítugr og þang- að til hann er áttræðr, nema hann kvong- ist. í 2. gr. stendr, að ókvæntir ung- ir menn og ógiftar ungar stúlkur, sem neita bónorði, án þess að hafa gildar og góðar ástæður til þesa, að eins af þrá- kelkni tómri, skuli greiða 500 pjastra í skaðabætr þeirri stúlku eða þeim manni, sem fengið hefir afsvarið. — Af þessu má sjá, að stúlkurnar í Argentiníu biðja lika karlmannanna, og ættu íslenzku stúlk- urnar að taka sér þeirra dæmi til fyrir- myndar, ekki sizt þær, sem kvarta mest um skort á kvenréttindum; þenna rétt geta þær tekið sér sjálfar. Emhættis-trúmenska í Kína. 1 höfuð- horg Kínaveldis, Peking (á kínverskum framburði: bæ-dang), þykja götur og stræti ekki þrifalegri en í höfuðstað íslands. Svo ramt kvað að óþrifnaðinum í einni götn, þar sem útlendr sendiherra átti að setjast að, að hann áræddi ekki að stíga þangað fæti, og sendi kvörtun til keisarans. Keisarinn sagði svo fyrir, að verja skyldi 60 þúsund krónum til að gera við götuna, og lét greiða féð úr sínum eigin-sjóði. Siðan var ráðherra þeim sem stýrir vinnubrögðum i lands- þarfir falið að sjá um framkvæmd verks- ins. Hann fól síðan nokkurum vinum sínum á bendr, að láta framkvæma verkið; þeir stálu s/s af fénu, en Vs ákváðu þeir að verja samkvæmt fyrirmælum stjórnar- innar. Þetta gekk koll af kolli, að ný- jum mönnum var fengið málið í hendr, enn alt af gekk á peningana, þótt ekki væri snert á verkinu. Loks var búið að stela öllu nema 30 kr., og bauðst þá fátæklingsræfill til að vinna verkið fyrir það verð. Hann fekk peningana, en stal þoim eins og hinir, án þess hann snerti á pál eða reku, og endirinn varð, að ekkert var hreyft við götunni, og er hún jafn- sóðaleg enn i dag. Grænland til sölu. Það stóð í ensk- um blöðum og amerískum í haust, að Bandaríkjamenn legðu fölur á Grænland, enda væru ekki einir um boðið, því Englendingar vildu líka fá það keypt.— Ætli Danir seldi ekki Jóni Bola allar hjálendurnar sinar, ef hans hjarta girnt- ist? IJppfundningar. Brauðskurðarvél er farið að nota á stórheimilum, í vinnuhúsum og í fang- elsum o. s. frv. Hún skerj] brauðið og smyr það um leið, Fínasta sápa er húin til úr engi- sprettum. Líkkistur úr gleri eru farnar að tiðkast í Ameriku. At því það er svo hægt að hafa þær loftheldar, er álitið minst loftspell verði að þeim. Lögbálkr. TJndir þessari fyrirsógn koma fram- vegis í þessu blaði spurningar og svör lögfrœðileg8 efnis, eins og „Fjallk.“ byrjaði á fyrir nokkrum árum fyrst ís- lenzkra blaða. Fyrir hvert svar verðr að borga minst 25 aura. 1. Varðar það ekki við lög, að út- hýsa ferðamanni, og hvað Iiggr við? Svar: Þegar svo er ástatt, að sá sem úthýsir hefði átt að geta séð það fyrir, að ferðamaðr gæti orðið ósjálfbjarga á leiðinni, varðar það fangelsi, betr- unarhúsvinnu eða typtunarhúsvinnu eftir málsástæðum. 2. Getr húsbóndi kært hjúið fyrir það, að það hlýðir ekki Bkipunum hans eða hefir ill orð í frammi og fyrir hverjum á að kæra? Svar: Húsbóndi getr kært hjúið fyrir óhlýðni, þrjózku, mótþróa eða illyrði við sig eða þann, sem fyrir hans hönd á yfir því að segja, og getr það athæfi hjúsins varðað sektum 2—40 kr., enn kæra verðr fyrir lögreglustjóra (sýslumanni eða bæ- jarfógeta). 3. Eru pðstafgreiðslumenn eða bréf- hirðingamenn skyldir tii að minna kaup- endr blaðs þess, sem pantað er í gegn- um póststjórnina á það, að endrnýja kaup á blaðinu í ákveðinn tíma og inn- heimta horgunina? Svar: Nei, sbr. auglýsing um póst- mál 3. maí 1872, 23. gr. 4. Hvað á að greiða fyrir yfirheyrslu vitna fyrir rétti? Svar: 30 aura fyrir hvert vitni. Én; undirBkrifaðr, sem mörg ár hefi þjáðst mjög af sjósótt og leit- að ýmsra lækna, enn árangrslaust, get vottað, að mér hefir reynzt Kíua-Lifá-Elixíriun ágætt meðal gegn sjóaótt. 2. febr. 1897. Guðjbn Jónsson, Tungu í Fljótshlíð. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendr beðnir að líta vei eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kinverji með glas í hendi, og firmanafnið Yaldemar Petersen, Frederekshavn, Danm&rk. íslenzk unilboðsverzlun se!r allskonar íslenzkar verzlunar- vörur á mörkuðum erlendis og kaupir inn útlendar vörur fyrir kaupœenn og sendir um alt land. Umboðssala á vörum fyrir enskar, þýsltar, sænskar og danskar verk- smiðjur og verzlunarhús. Glöggir reikningar, lítil ómakslaun. Jakob Gunnlðgsson. Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. Útgefandi: Vald. Ásmuudarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.