Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 01.02.1898, Blaðsíða 2
18 FJALLKONAN. xv 5 granda rétti vorum, þá, láttu þá kenna á þínurn járnvarða knefa“. FJotinn mun eiga að vinna nokkura hafnarbæi af Kínverjum, og hafa þýzk herskip þegar lagt kald á eina mikilvæga höfn, Kiao tschao. — Á þetta geta hin stórveldin eigi horft róiega, heldr krefjast nú Rúss.ir, Englendingar og Frakk- ar ailmikilla landspildna af Kín- verjum. TeJja menn víst, að ef þessu fer fram, verði Kína innan 1 skamms gersamlega snndrlimað og skiít milli stórveidanna, svo sem farið var með Pólland forðum. Einkum mun Rússinn sjá svo um, að hann fari ekki varkluta við skiftiu á reitum „hins heilaga ríkis“, enda heíir rússneskr floti þegar tekið Port Arthur og þang- að ætla þeir að leggja Siberíu- járnbrautina. Höfn þessi verðr þá einkar þýðingarmikill verzlun- arstaðr, og þaðan hafa Rússar líka greiðan gaug til Peking. Bismarck gamii er um þessar mundir lasburða mjög, og er jafn- vel búizt við, að hann muni nú þá og þegar hrökkva upp af. Austrríki. Tlm miðjan nóv. urðu róstur miklar á ríkisþingiuu. Ástæðan var sú, að ráðaneytisfor- setinn Badeni hafði gefið út tii- skip&nir, er hölluðu rétti þýzkrar tungu og veittu tungu Czecka meiri hlunnindi enn Þjóðverjar fengu þolað. Á ríkisþinginu vóru Þjóðverjar einir síns liðs, því að Czeckar höfðu allar hinar þjóð- irnar með sér og vóru þá í meiri hluta. Enn er Þjóðverjar fengu ekkert á unnið, tóku þeir til sinna ráða og settu sig gegn hverju máli er rætt var, svo að engin lögleg atkvæðagreiðsla gat átt sér stað. Gerðist þá að lokum all- róstnsamt í þingsalnum. Þing- menn tóku prótókolia, blekbyttur o. fl. og einhentu í höfuð hver öðrum, og var orðbragðið eftir því; að síðustu komst alt i handa- lögmái. Yar þálögregluliði hleypt inn í þingsalinn; margir þingmenn teknir höndum, ean aliir reknir út og salnum svo lokað. Enn með því að þingmenn eru hyar- vetna friðheilaglr, vakti þetta megna óánægju. — Upphlaup urðu í Yín og fleiri borgum, og lá jafn- vel nærri að uppreisn yrði. Sá keisarinn þá eigi annað vænna, enn að láta undau og setja Badeni og ráðaneyti hans frá völdum, og vakti það hina mestu gleði hvar- vetna; rneðal Þjóðverja. Heitir sá G&utsch, er keisarinn hefir falið á hendr að mynda hið nýja ráða- neyti, og hefir hann verið kenslu- málaráðherra í ráðaneyti Badenis. Og er honum tókst heidr eigi að miðla málum milli Þjóðverja og Czecka á ríkisþinginu, var því slitið að boði keisarans. Er ekki it búizt við, að hið nýja ráðaneyti tolli lengi í sessi. — Nærri lá um tima, að Ungverjar vildu nota tækifærið til að slíta sambandi við Austrríki. Enn nú hefir þó tekizt að fá ríldsdag Ungverja til að samþykkja lög um fram- hald á félagsskap í sameiginleg- uro málum, toilmáium og þess háttar. Frakkland. Eins og getið var nm síðast, var farið að hreyfa við Dreyfus-málinu. Gerðist varafor- maður öidungaráðsins, Scheurer- Kestner, helzti talsmaðr Dreyfuss, og kvað sýnt, &ð liann hefði sak- laas dæmdr verið. Málsrekstrinn var allr íeynilegr og iunan luktra dyra,samkvæmtfyrirmælum,stjórn- arinnar, enn þó hefir það vitnazt, að Dreyfus hafi einkum sakfeldr verið sakir skjals eins, er fanat í sendisveitarbyggingunni þýzku, og hafði franska stjórnin náð í það með því að múta þjónunum þar. í skjali þessu var getið um mikilsverða uppdrætti á ýmsum nýjum vígvélum og fleiri launung- armál úr franska hermálaráða- neytinu. Var skjal þetta svo af rithandsrfræðingum (Grafologer) borið saman við hönd Dreyfuss, og töldu sumir það ritað af hon- um, aðrir eigi. Enn svo bárust böndin að öðrura manni, Ester- hazy greifa, og vildu fræcdr Drey- fuss kenna honum aai, að hann hefði falsað þetta skjal og stælt hönd Dreyfuss til þess að fella hann. Ein af vinkonum Ester- h&zy’s framseidi lögregluliðinu bréf, er hún kvað hanu hafi skrifað, og er þar farið smánar- orðum um her Frakka. Blöðin fröasku eru flest á móti Dreyfuss; enn binn frægi rithöfundr Emile Zola hefir kröftugiega haidið fram sýknun Dreyfuss í ræðum og rit- um. — Á þingi Frakka vóru gerð- ar fyrirspurnir tii ráðherranna um þetta mál; svöruðu þeir, að Drey- fus væri löglega dæmdr sekr og kváðu ekkert nýtt fram komið í málinu, sem gæti heimilað að það væri tekið fyrir að nýju. Þing- menn beggja deilda lýstu með at- kvæðafjölda yfir samþykki sinu og trausti til stjórnariunar og fraœkomn hennar í þessu máli. — Sakargiftum þeim, er Esterhí.zy var borinn, neitaði hann öllum og kvað þær uppspuaa einn af fjand- mönnum sínum; hefðu þeir falsað bréf og skjöl með sínu nafni og hendi til þess að geta felt sig. Enn þótt fylgismenn Dreyfuss fengju cigi á unnið, &ð mál hans væri tekið fyrir af nýju, gátu þeir þó komið því tií leiðar, að Ester- hazy var dregiun fyrir hermenna- rétt. Fjöldi vitna var yfirheyrðr; þar á meðal bróðir Dreyíuss og Scheurer-Kestner, enn ekkert vitn- aðist upp á Esterhazy annað enn hitt og þetta um hans prívatlíf, svo sem að hann á vinkonur margar og er skuldum vafinn. Herréttrinn sýknaði hann því í einu hljóði. — Zola birtir í dag í blaðinu L’Aurore opið bréf til forsetsns Felix Favre; ber hann þar hermálaráðherranum Billot á. brýn, að hann hafi stungið undir stól skjölnm. er sönnuðn sýknun Dreyfuss, og herréttinum, er dæmdi Esterhazy, að hann hafi vísvit- andi sýknað sekan mann. Ráða- neytisforsetina Méline svaraði í fulltrúadeildinni fyrirspurnum á þá leið, að Zola myndi tafarlaust dreginn fyrir lög og dóm. Þingið samþykti með atkvæðafjölda dag- skrá, er lýsir trausti þess til stjórnsrinnar. Alphonse Daudet, hinn heims- frægi frauski skálds&guahöfundr, íátinn, 57 ára gamall. Eugiendingar og Frakkar deila um ylirráðin yfir Sudan og lönd- 'unum rneðfr&m ánni Niger, og viija hvorugir vægja til. Nú er nefnd af báðum þjóðum samau komin í P&rís til að gera út um misklíð þessa. — Forsetinn Felix Favre og Czarinn hafa skifzt við hjart- næmum nýársóskum. Frá Rússlandi hafa hraðskeyti

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.