Fjallkonan


Fjallkonan - 15.02.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 15.02.1898, Blaðsíða 3
/ 15. febr. 1898. FJALLKONAN. 27 jiá út, ver enn so búna, með kvenfðlk- inu; Bigaði á hesta þeirra, sem hlupu út í myrkrið óvissa vega. Þá kuklarinn sá þetta, hverjar ðfarir þeir höfðu fengið, hleypr hann út í kirkjugarðinn og læzt ætla að vekja upp draug og hleypa hon- um á hana og föður hennar, og leggst niðr á eitt leiði; hún þrífr strax renglu, sem við hendina var, og Blær henni á bakhluta rhans og mælir þesaum orðum: „Þann djöful, Bem þú og þínir fylgjarar hugsa að hleypa á mig, kyrset ég hér með í ykkar hjörtum". Hann vildi ei fleiri höggva bíða, og stóð það snaiasta á fætr af sinni vondu bænagerð, og bað þá að taka hana höndum og gera henni ráð- ning. Enn þeir svöruðu þá: „Sú skömm og afspurn skal aldrei eftir oss liggja, að við gerum henni nokkurt mein, heldr skulum við hafa verðugan skaða í heim- gjald. Hér er af osa fundinn sá stærsti karlmannshugr í konu brjósti". Gáfu [þeir] henni þá ríkisdai, enn hún sótti þeim brennivínshorn; akyldu síðan að, og komu þeir ei þangað oftar. Hér sjást þau fornu ærlegheit, mitt i hryðjuverk- unum, og hvílíkr kvenskörungr hún var. Eitt barn átti hún um þessar mundir, er sáiaðist strax, og var síðan aldrei við karlmann kend. Hún var mér bezt af systkinum mínum, af því ég átti bezt við skap hennar að nema og læra af henni, að ég ei taii [um] hvað vænt henni þótti um mig, þá ég var í skóla kominn. Hún bað mig að láta heita eft- ir sér, og ber Guðný dóttir mín nafn hennar, enn alt so lengi ég var ei bú- inn að því, og þá fyrir mér lá að reyna einhverja lukku til sjós eðr lands, dreymdi mig hana oft áðr. Sama var fyrir Sra Sigurði föðurbróður minum, meðan hann lét ei heita eftir Páli karli. — Hvernig þessu er háttað í náttúrunni veit guð einn. Arnessýúu, 8. íebr.: „Nú er fann- kingja og ísalög yfir öllu hátt og lágt; er því a!lr fénaðr á gjöf. — Enginn tal- ar um heyskort enn þá; samt er ekki ólíklegt, að til þess dragi hjá stöku manni, ef þessu fer fram, eftir því að dæma hvað stirt gekk með heyskap síðastliðið sumar. — Kvef og ýmsir kviilar hafa gengið yfir sýsluna, enn virðast nú í rén- un. — Verðlag í verzlunum hér fremr gott, þegar peningar eru í boði. — Vöru- birgðir nægilegar, einkum í Lefolii-verzlun á Eyrarbakka. Stöðugar milliferðir eru nú frá Stokkseyrar- og Eyrarbakkakaup- mönnum til Keykjavíkr. Sækja flestir eitthvað af munaðarvörum. P. Nielsen lætr sækja síld þangað, er hann geymir í hinu nýja íshúsi, sem hann lét gera í sumar, og á að brúka síld þessa um ver- tíðina, og hyggja margir gott til þess.^— Bagalega kemr það sér í umferð þeirri, sem nú er með hesta milli Árnessýslu og Beykjavíkr, að Hellisskarð hefir verið ó- fært undanfarinn vikutima, og verðr það auðvitað þar til breytir um_ veðráttufar. Para lestamenn nú sunnan undir Eeykja- felli, hið svonefnda Lágaskarð. Villast sumii' þeirra drjúgum út af veginum, sem er óvarðaðr enn þá. Nú fyrir stuttu lágu þar úti vestr á fjalii stúlka og tveir bændr austan úr Plóa, Ólafr Jó- hannesson í Hreiðrborg og Eiríkr Árna- son frá Þórðarkoti; þeir vóru á suðrleið með 10—12 hesta; fylgdu þau nýja veg- inu meðan unt var, enn týndu honum í kafaldinu og náttmyrkrinu; samt komust þau með allan farangr og hesta austr af heiðinnijdaginn eftir. — V onandi er,'.að ekki verði frestað vörðuhleðslunni með vegin- innm þangað til slys er orðið. ísafjarðarsýslu, 28 jan. Veðrátta hef- ir verið mild og frostalítil, það sem af er þessum vetri, enn mjög umhleypingasöm og rosasöm, útsynningar og blotar á víxl; haglítið orðið víðast uú síðan um miðjan janúar, enn mátti heita auð jörð til þess tíma. Hey víða létt og rýr; töður skemd- ust og víða, og eru því kýr nytlágar og kostlitlar í vetur. — Fiskafli hefir venju fremr brugðizt við ísafjarðardjúp; síld hefir svo sem engin gengið árið sem leið; smokkveiði var mikil í vetr, enn lítið aflaðist á hann. — Bráðapest hefir gengið á mörgum stöðum, og sumstaðar þar sem aldrei hefir orðið vart veð þápestfyrri. Hólm- geir Jensson ætlaði að reyna bólusetn- ingu, enn hafði ekkert bóluefni sem hon- um líkaði þegar til átti að taka, enn sjónaukann hefir hann fengið, svo ekki er þvi um að kenna. — Politík er hér al- drei nefnd á nafn, nema það sem Skúli er að hnoða í Þjóðv—. íshús er verið að byggja á Dýrafirði 20 X 12 áluir; það gera nokkrir menn í félagi við Grams- verzlun (25 kr. í hlut). — Kvefveiki hefir gengið síðan í haust mjög vond; margir haft hana 5—6 vikur. Engir nafn- kendir hafa dáið. — Farið er að sneyð- ast um vörur hjá smærri kaupmönnum á ísafirði eftir vanda, enda eru þá hinir vanir að maka krókinn. Mannalát í Ameríku. Þessir íslendingar hafa látizt nýlega í Vestr- heimi, samkvæmt þeim blöðum að vestan er komu nú með póstskipinu: Einar Árna- son í Marshall, Minn., 52 ára gamail, frá Rjúpnafelli í Vopnafirði. — Bjarni Árna- són. 48 ára gamall. kvæntr, í Pembina, N. Dak. — Ungfrú Sigríðr M. Brynjólfs- soa í Tillamook, Oregon, 30 ára, fædd að Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu. — Margrét Þorsteinsdóttir, ekkja í Selkirk, Mau. 72 ára, frá Ljósalandi í Vopnafirði. — Bjarni Árnason, kvæntr maðr í Winnipeg, á fertugsaldri. — Jósef Ste- fánsson í Winnipeg, 62 ára gamall, úr Laxárdal í Dalasýslú. — Eggert Jónsson við Narrows, Lake Manitoba, Man., sex- tugr, bjó áðr að Hrafnabjörgum i Hörðudal í Dalasýslu. — Sölvi Þorláks- son, ókvæntr í Wínnipeg. — Ása Jó- hannesson, kona Benedikts Jóhannesson- ar, bónda að Gardar, dóttir Sæmundar Eiríkssouar frá Feiisseli, nú að Mountain, — Jónas Kortsson að Mountain, N. Dak., 73 ára, úr Köldukinn í Þingeyjarsýsfu. — Elín Jónsdóttir, kona Gunnlaugs F. Jóhannssonar, frá Yztábæ í Hrísey á Eyjafirði, dó í holdsveikisspítala í Nýju- Brúnsvík. — Ólafr Ólafsson, 83 ára, í Argyle-nýlendunni, frá Hjalla í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu („ísland“ segir frá Hjalla í Eyjafirði). — Jón Stefánsson í Winnipeg, kvæntr, ættaðr af Skógar- strönd, varð fyrir' járnbrautarvagni og beið samstunáis bana af. — Ingibjörg Sigurðardóttir að Gardar, móðir Bened. Jóhannessonar, bönda þar, á sjötugsaldri. — Ólafr Jónsson frá Dölum í Fáskrúðs- firði, móðurbróðr Jóns ritstj. Ólafssonar. — Vilhjálmr Jónsson frá Strandhöfn í Vopna- firði. — Þorgrímr Laxdal, af Akreyri. — Þessir 3 síðustu í Minnesota. Um ungfrú Sigríði M. Bryjólfsson. sem getið er hér á undan látinnar í Tilla- mook City, Oregon, hefir blaði þessu ver- ið send þessi fráskýring: Hún lézt 7. ágúst kl. 6 um kveldið á heimili foreldra sinna. Hún var fædd í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssyslu 21 okt. 1866. Hún var félagi í Oddfellow-regl- unni og Rebecca-reglunni. Jarðarförin fór fram 9 s. m. Hennar var mjög heið- arlega minzt í öllum blöðum bæjarins Ogrþess getið, að hún hefði verið af ís- landi og að hún hefði áunnið sér álit og vinsæld allra sem þektu hana. Frá Re- bekka-reglunni kom í blöðunum sorgar- auglýsíng um lát hennar 4 þessa leið: Með því að dauðinn hefir hrifið frá oss og úr félagi voru kæra systur vora Sigríði Brynjólfson, úr hinni stríðandi stúku vorri til hins mikla sigranda hers, og með því að vér beygjum oss í undir- gefni undir vald dauðans, og með öruggu trausti á guð felurn vérsystur vora vernd hans sem býr 1 hæðunum —

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.