Fjallkonan


Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 2
34 FJALLEONAN. XV 9. notað nein sérréttindi, af því vér erum of fátækir og fámennir. Yér getum ekki varið landhelgina, ekki einu eiuni með hjálp Dana, og vér getum ekki búið svo um hnútana, að útlendingar geti eigi haft uóg ráð til að ná í öli hin sömu réttindi við botnvörpuveið- arnar, sem landsmenn njóta sjálfir. Hvað er þá orðið af sérrétt- indunum ? Búnaðarbálkr. Ásetningr. Eensla í búijárrækt. Hinn hörmnlegi skepnufellir hefir átt sér stað hér á landi frá því landið bygð- i st. Hrafna-Flóki misti alt sitt ,fé, og líkt var komið fyrir Helga magra. Hjá Snorra Sturlusyni féll 100 nanta — og þannig hefir það gengið fram á vora daga. Til að koma í veg fyrir skepnu- felli, hefir verið lagt til að stofnað væri heyforðabúr, og þó iiðin séu meir en 100 ár síðan því var hreyft, hefir það lítið kom- ið til framkvæmda. Eins hefir verið með reglur og lög um heyja ásetning og horíelli á skepnum; alt hefir það orðið gagnslítið. Fyrir nokkrum árum (1884) komn út lög um horfelli á skepnnm, og er alt útlit fyrir, að þau verði skammlíf, þvi síðasta alþingi samþykti lög um sama efni, er margir húast við að verði stað- fest; enn ef það verðr, þá eru hin úr sögunni. Að drepa Bkepnur úr hor fyrir harð- ýðgi eða hirðuleysi, er svo svívirðilegt, að hegning við því er aldrei ofhörð. Ég get ekki betr séð, enn það heyri undir illa meðferð á skepnum og ákvæði hinna almennu hegningarlaga. Hin nýju lög munu að því leyti ekki bráð-nauðsynleg. Menn eru líka vondaufir um það, að hin nýju horfellislög, þótt þau verði staðfest, taki hinum eldri horfellislögunum mikið fram hvað gagnið áhrærir, þegar tímar líða, og er ég einn í þeirra tölu. Ég óttast, að sveitirnar þreytist á að kasta út stórfé á hverju ári fyrir skoð- unarferðir þær sem fyrirskipaðar eru í lögunum, ef menn sjá ekki sýnilegt gagn af þeim. Að ákveða að haustinu, hve margra skepna fóðr hver búandi hafi, er sá vandi, er enginn getr með vissu. Þar kemr svo margt til athug- unar, sem reynslan ein getr skorið úr. — Það er sem ég sjái suma skoðunarmenn- ina, þegar þeir eiga að álykta það, hvort skepnur náungans hafi fallið vegna fóð- urleysis, hirðuleysÍB eða harðýðgi! Ætli að það komi ekki vandræðasvipr á þá, og margar mildandi ástæður verði teknar til greina, bvo sem sjúkdómar, er enginn getr borið um nema lærðir dýralæknar? Menn vita það t. d. að lungnaveikar skepn- ur verða horaðar, hversu mikið sem rutt er í þær af fóðri; og líka hitt, að horaðar skepnur verða lungnaveikar; líka geta þær orðið lungnaveikar vegna hirðu- leysis, þótt þær hafi nóg fóðr, enn ég hygg, að margr hiki sér við, að ákveða orsakir og afleiðingar, í þessum tilfellum, og enda lærðir dýraiæknar. Svo eru mörg önnur tilfelli, sem ekki er hægt að telja öll hér. Það má því búast við, að hreppstjórum og öðrum skoðunar- mönnum falli ekki sem bezt þetta vanda- sama og óþakkláta verk, svo skoðanirnar verði stundum fremr nafnið enn gagnið, því ekki er heldr að gangast fyrir gjald- inu, ekki er það svo hátt, þótt það að likindum þyki fullmikið, þegar sveitasjóð- irnir eiga að fara að greiða það, þar sem búast má við, að það geti orðið, í atórum hreppum,J hátt á annað hundrað króna. Ég tel það eem sjálfeagt, að skoðunar- menn séu ætíð þrir. Eí skoðunarmenn- irnir væru aðeins 2, hreppstjórinn og ann- ar, er hreppsnefndin kýs, þá getr það leitt til vandræða, ef skoðanir þeirra eru gagnstæðar, sem oft getr að borið, nema ef atkvæði hreppstjóra á að ráða úrslitum, sem er óhugsandi, þar sem hinn Bkoðunarmaðrinn yrði sem núll, enn hreppstjórinn einvaldr. Mér er ekki ljóst, hvernig þingið hefir hugsað sér það. Ég er enn ekki búinn að fá þingtíðindin, til þess að geta séð það af umræðunum. Ef ég'hefði minstu von um, að horfellÍB- lögin gætu afstýrt skepnufelli, teldi ég þau ein hin þörfustu lög, enn að öllu óreyndu verð ég að efast um gagnsemi þeirra. Eins og áðr er á vikið, hlýtr ásetningr að haustinu aðj verða ætíð meiri og minni ’slumpa^-reikningr, nema ásetnings- menn fengju því nákvæmari upplýsingar hjá hlutaðeiganda, og ber þá til beggja vona, að þær skýrslur verði ætíð hárrétt- ar, því hugsanlegt er, að sá sem viidi setja djarft á hey sín gerði ekki minna úr þeim^enn þau væru. Svo getr álit skoðunarmannanna, eins og áðr er sagt, verið mismunandi, og vil ég tilfæra eitt dæmi, sem er bókstaflega satt. Haust eitt lét óg þrjá roskna bændr, búsetta í sveit minni, setja á hey, er ég ætlaði lömbum. Ailir mennirnir vóru ráðdeildarmenn, og höfðu mikinn hlnta æfi sinnar hirt skepnur; einn þeirra var gamall hreppstjóri, annar hreppsnefndar- oddviti og hinn þriðji gamail bóndi og fjármaðr. Hreppstjórinn setti á heyið 70, bóndinn 50 og oddvitinn 86 lömb. Að mínu áliti fór bóndinn næst því rétta; enn ég vil líka geta þess, að hreppstjórinn var einstakr fjármaðr, sem gat fóðrað skepnur vel á míklu minna fóðri eun flest- ir aðrir; mér er nær að halda, að hver þessara manua hafi sett rétt á heyið fyrir sig. Það er lítið. að marka, að sjá hey eða vita teningsmál þeirra, því i einum faðmi af snemmslegnu heyi getr verið meira fóðr enn í 2 föðmurn af seinslegnu heyi. Sama má segja um vel verkað og illa verkað hey, krafthey og léttingshey, fornt og nýtt hey, vel sigið og lítið sigið hey o.s.fr. Svo kemr annað, að ógleymd- um haggæðum, Bem jekki er minst vert,. þegar um ásetning er að ræða, það er hirðingin. Hirðing skepnanna er víða ófullkom- in. Það eru tiltölulega mjög fáir menn, eem er vel sýnt um það starf eða hafa á- nægju af þvi, sem^ekki er heldr von. Það er svo lítið gert til að örva hina fáu, er skara fram úr i þeirri grein. Þeir njóta ekki stórrar viðrkenningar, því þeir eru ólærðir; svo það verðr með það sem floira, að virðingin fyrir nauðsynlegu Btörfunum fer þverrandi, enn i þess stað- vill fólkið læra alt annað, sem það oft hefir litið gagn af, svo sem útlend tungu- mál, náttúrufræði, efnafræði m. fl., sem nemendrnir einatt botna lítið i eítir alt námið.— Hvaða gagn er það, þótt við lær- um ósköpin öll um útlend grös, sem aldrei sjást á íslandi? eða til hvers er að ber- jast við að kenna efnafræði, þar Bem við böfum ekki tök á að rannsaka efnasam- Betningu í einu ísl. heypundi? — Sá lær- dómr er líkastr þvi, ef menn færu að læra að Blá með ljálausu orfi. — Á skól- um vornm riðr á að kenna það eitt, sem nemendr geta haft gagn af, andlega eða likamlega. (Framh.). ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. % Æfisaga J óns S tein grímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to]. —---------') Árið 1737 var mikið vor- gott, so faðir minn rak fé sitt, sem var 1) Hér er feldr úr dálitill kafli. Þar er orðið „málnyta“ haft um búsmala og ndagverðarmál“ um þann tima, sem morg- unverðr var étinn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.