Fjallkonan


Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miöja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. G.ialddagi 15. júli Up, sögu skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, ÍO. Reykj^tVík, 7. marz. 1898. „FJALLKOtfAF' frá npphafi, 1.—14. árg., hver árgangr innheftr í kápu, fæst hjá útgefandanum. „Lögfræðingr". Það hefir dregizt of lengi, að evara grein Pála amtrnanns Briems um Kýyrðin í „Lögfræðingi". — FjallJconan fann eitthvað að þeim í hanst, og studdist sá dómr að eins við fljótan yfirlestr; síðan hefi ég lesið ritið betr og séð, að í því eru einnig dágöð nýyrði, svo sem „nákvæmi" og „hagkvæmi", „viðrlög", „undantök" o. fl. Það getr verið, að sum at ný- yrðum þeim sem ég b)ó til í stað- inn fyiir nýyrði „Lögfræðings" sé ekki heppiieg, og skal ég ekki verja þau. Enn nýyrði „Lögfr." verða enn síðr varin, aí því að sum þeirra eru ekki „samkvæm eðli málsins", sem höf. vill þó telja þeim til gildis. Orðin „ár- gjaldsþolir" og „rangþolir" eru ekki rétt mynduð. Líkt er að segja um orðin „félægingar" og „sameigingar", sem eru ekki gild- ari fyrir það, þótt þau hafi verið tekin upp í dönsku orðbókina nýju. Mér var fullkunnugt um þessi orð; þau munu hafa staðið fyrst í Fjallkonunni, í ritgerð eftir séra Arnljót, og verðr eigi séð eftir hvaða reglum þau eru mynduð. Enn það eru ýms fleiri nýyrði í „Lögfræðingi", sem eru ekki si'ðr athugaverð enn þau sem ég hefi nefnt. Á 132. bls. stendr „ströffunarhús", sem er óhæfilegt orð og ætti að vera „refsihús". Á 134. bls. stendr „sakberi", sem á að vera sama sem „sakborningr", og það orð er einnig haft í ritinu (153 bls.). Orðið „sakborningr" er myndað af öísla Magnússyni og miklu betra orð enn „sakberi"; „sakberi" hefir fremr verknaðar- merkingu enn þolmerkingu; sama er að segja um orðið „stefningi" (140 bls.), sem hefir verknaðar- merkicgu og ætti fremr að vera „stefnihgr". Orðið „fengjutimi" (á 110 bls.) mun eiga að vera „fengitími". Á 105 bls. stendr: „Loðinn leppr brigzlaði um það á alþingi", enn „brigzia" er gersagnarorð, og er ekki haft nema e-m sé „brigzlað". Ýmislegt fleira þykir mér at- hugavert við mál „Lögfræðings", þó að ég hisrði eigi að tína það til, einkum vegna þess, að mál- fræðilegar ransókair og skýring- ar eiga ekki heima í blöðum. Búnaðarlbálkr. Ásetningr. Kensla í Mfjárrækt. II. [Niðrl.] Þegar um kvikfjárrækt vora er að ræða, þá eiga búnaðarskólarnir að kenna hana. Það riðr á, að hún sé kend vel, þar sem hún er undirstaðan undir landbúskapnum, enn til þess að bú- fjárræktin fari í lagi, utheimtist fyrst og fiemst, að hirðing skepnanna fari ekki í handaskolum. Það stoða lítið allar jarðabætr og lærdðmr um grös og dýr, ef menn kunna ekki að hirða skepnurn- ar, sem eiga að framfleytast á því sem jarðabætrnar gefa af sér. Bðkleg kensla kemr ekki að hálfu gagni í því tilliti, þð hún se góð með. Ef rétt aðferð væri, þá ættu nemendr á búnaðarskól- unum fyrst og fremst að læra að hirða búfénað úti og inni, með stöðugu eftir- liti og tilsögn kennaranna, sem ættu að vera færir um, að geta leiðbeint piltum *í því. Auðvitað yrði bðklega kenslan að minka, og tel ég það ekki stórt tjön, einungis vildi ég leggja áherziu á það, að verklega kenslan væri í sem beztu Iagi, og svo fullkomin, sem tök væru á. Það eru mörg dæmi til þess, að hey- leysi hefir oft fremr gtafað af kunnáttu- leysi, enn fyrirhyggjuleysi. „Svo má einn eyða, Batt ég tel, að sjö megi þar af lifa vel", segir í gömlu vísunni, og er það sannleikr, sem hvergi er sýnilegri enn einmitt við skepnuhirðingu. Ég hofi þekt menn, sem hafa gengið svo þrifalega um hey, að heyst&lið hefir ver- ið svo slétt sem hefluð fjöl, og ekkert strá sézt á gólfi, enn þrátt fyrir allan þrifnaðinn hefir þessum mönnum, sumum hverjum, orðið svo ðdrjúgt í höndum, að þeir hafa eytt miklu meira fóðri, og samt haft skepnurnar á endanum í lak- ara standi, enn hinir, er ekki sýndust vera eins þrifnir. Munrinn var miamunr á þekkingu og reynslu. í staðinn fyrir að þrifni maðrinn hugsaði mest um það, að alt væri sem þrifalegast, og hélt að allr sparnaðrinn lægi í því, þá hélt hinn að það væri enginn sparnaðr, ef þess væri einungis gætt, að ekkert af fóðrinu færi til spillis. Þrifni maðrinn gaf t. d. á húsin meðan féð var úti, og var lengi að því. Hinn, þar á móti, var hjá fénu, leið því hvorki að standa eða liggja lengi, eða að rása afgeipa, um ónýtan haga, leítaði að beztu blettunum, og færði það til, ef snjór var og kraps- jörð, enn hann vissi líka upp á hár, þegar heim kom, hvað hann þurfti að gefa. Oftast gaf hann minna enn hinn og lét einatt nægja að hrista upp heyið, sem féð hafði skilið eftir frá fyni gjöf- inni Þannig sparaði hann margan hey- hestinn, og hafði samt féð í betra standi enn hinn. Með margt fleira var aðferð þeirra ðlik. Þrifni maðrinn hafði t. d. húsin heldr Tök enn þurr; sagði, sem satt var, að taðið eða „skánin" yrði þá betra, — því það var notað til eldiviðar — og ðþrif kæmu síðr í féð. Hinn áleit, að með því kæmi svækja í húBin, og féð gæti orðið lungnaveikt og kulvist, þegar það kæmi úr raka loftinu út í frost, enda sæist það, þegar fé væri sjálfrátt, að það veldi sér allra þurrustu blettina til að liggja á, og hygg ég að.hann hafi haft rétt fyrir sér með það. Þó sá ég greinilegastan muninn, þegar báðir gáfn lyktarslæmt hey. Hjá þrifna manninum azt það ekki, og gaf hann þð töðu sam- an við; hjá hinum ázt það furðanlega vel. Þegar ég spurði hann, hvernig stæði á þessu, svaraði hann, að hinn gæfi ofmikið af gððu saman við, svo féð tíndi aðeins göðu stráin úr, enn hann sagðist gefa svo litið af; því lyktargðða saman við, að þess gætti okkert; það gerði aðeins góða lykt; ef fénu ætti að muna nm það, þá sagði hann að það væri betra að gefa góða tuggu sérskilda.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.