Fjallkonan


Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 3
7. marz 1898. FJALLKONAN. 39 VIÐ LESBORÐIÐ, Þjóð. og ísaf. liafa orðið nokkuð langorð um ejðnleikina hér í bænum. Blöðin verða að vísu að líta eftir þessum leikaraskap. sem hverju öðru er fram fer i bænum, enn meðan leikararnir eru ekki komnir lengra áleiðis í list sinni enn þeir eru, mun alþýða út um landið láta sig mál þetta litlu Bkifta. Það er samt allstað- ar viðrkent, að sjónleikir séu mjög ment- andi fyrir almenning. Enn ef hér á að verða nokkuð úr sjónleikalist, ætti að styrkja svo sem 2—3 efnilega leikendr til að temja sér leikment erlendis, eins og Þjóð. hefir lika lagt tii. Það er annara gott dæmi þess, hve mikið er að marka dóma fagrfræðinga vorra, að Isaf. og Þjóð. dæma hvort þvert á móti öðru um frammistöðu leik- endanna i „Æfintýri á gönguför“. Þjóð. segir að frú Stefanía hafi leikið Láru „með mikilli snild, tilfinningu og við- kvæmni". Enn ísaf. segir: „Engan sem að eins hefði séð frú Stefaníu sem Láru mundi gruna, að hún hefði minstu leik- gáfu“. Um hr. Þorvarð Þorvarðarson segir Þjóð. að hann hafi „engan leik- gáfuneista og sé með öllu óhafandi í Leikfél. B.víkr“, enn ísafold segir: „Hr. Þorv. Þorvarðarson lék Ejbæk betr enn flest eða alt annað, sem vér höíum séð hann leika,-------enn hann ætti ekki að leika unga menn“. Þjóð. segir: „Kranz var mjög vel leikinn af Kr. Ó. Þorgríms- syni“. ísaf. segir: „Hr. Kr. Þorgr. varð merkilega lítið úr Kranz;---------venju- legast stóð hann eins og staur og lé't sér ekkert skrítið til hugar koma“. Þjóð. segir, að frú Kranz og assesaor Svale hafi verið rétt vel leikin, enn ísafold Begir, að það hafi verið merkiieg fyrirmunun hvernig frú Kranz lék, og þó hafi alt verið hátíð hjá assessor Svale; það hafi verið „eins og maðrinn væri brjáíaðr“. Hverjum á nú að trúa? Líklega hvor- ugum. Fjallk. getr ekki lagt neinn dóm á þenna leik, því ritstj. hefir ekki séð hann. „Dgskr“. var fyrir skömmu að hjala um búskap; leizt henni einna bezt á svínin til búnaðarframfara. Hún ætiar „að menn muni komast að raun um, að svínaræktin er gróðavænieg, ef menn að eins eiga kost á ódýrri mjólk og ein- hverjum jarðarávöxtum, er nota má svín- unum til fóðrs“. Já — ef svo væri. Danir eru ein- hverir mestu svíneldismenn, og mjólk er ódýrari i Danmörku enn hér á landi. Þar er svínunum gefin undanrenning, enn það þykir þó ekki svara kostnaði, ef undanrenningar-ostr gengr út á 12 au. pundið. — Mais þykir langt of dýr tii svínafóðrs. — Kartöflur þykja allgóðar, enn þær koBta ekki í Danmörku Vs af þvi, sem þær kosta hér. Af þessu má ráða, að ekkert vit muni vera i því, að halda að það jsé til vinn- andi hér á iandi að ala svin á mjólk. Annað mál er, hvort eigi væri hægt, að ala svín hér á landi á einhverju ó- dýrara fóðri. Yíst er um það, að þau hafa verið létt á fóðrum hér á landi í fornöld, er svín vóru alin í öllum héruð- um landsins, enn gagnið af þeim mun líka hafa farið eftir því. Satt aö segja mun bændum vorum standa eitthvað nær fyrst um sinn enn að stunda svínarækt. Sum blöðin hér hafa nú að undanförnu verið að ræða um bjargarskort í Reykja- vík. „Dagskr.“ og „N.-Ö.“ segjast vita af heimilum, þar sem fólkið liði sára hungrsneyð, enn hvorugt blaðið hefir enn sagt til þeirra, svo að aðrir gætu hjálp- að. Enn engin almenn bágindi eru hér nú sem betr fer; munu nú ástæður fá- tæka fólksins vera heldr betri enn und- anfarin ár, og er það þakkað fjölgun þilskipanna. Veðrid. Siðustu daga hefir brugð- ið tii þíðu og er vonandi, að hagar komi upp hér nærlendis, enda er þess þörf, því margir eru nær heyiausir, bæði hér í grendinni og austr um sýslur og sömu- leiðis á Mýrum og í Borgarfirði. — Byr- ir norðan hefir að sögn viðrað miklu betr, og munu þar vera nægar heybirgðir. Aflabrðgð. Góðr afli í Miðnessjð, svo að margir hafa hlaðið; mikið af afl- anum er þorskr. — Eimbátrinn „Oddr“ kom inn í Keykjavík á föstudag með 300 af þorski. Mannalát. Þorbjörn Ólafsson, bóndi á Steinum í Stafholtstungum, einn af hinum merkari bændum þar um slóð- ir, lézt 27. febr., 70 ára. Með konu sinni Kristínu Gunnarsdóttur átti hann að eins einn son, Gunnar kaupm. í Bvík. — Dáinn er og Árni Ghiðmundsson, bóndi á Hraunsnefi i Norðrárdai, einn af betri bændum þar. — Ennfremr eru ný- dánar Jóhanna Jónsdóttir á Ökrum móðir Arinbjarnar bókbindara í Reykja- vík og Guðríður Magnúsdóttir í Mun- aðarnesi (ekkja Eggerts bónda Eínars- sonar) á 93. ári. 26. febr. lézt Grímr Gíslason, bóndi í Óseyrarnesi í Flóa, búmaðr mikill og með stærstu bændum í Árnessýslu. Druknun. 28. marz druknuðu 4 menn at skipi frá Flankastöðum á Miðnesi: Símon Benjamínsson frá Hæli í Eystrihrepp, Jón Stefánsson frá Þjórs- árholti, Eiríkr frá Kópsvatni og Helgi Sigurðsson frá Flankastöðum, allir ungir og ókvæntir. Formanninum, Þórði Jóns- syni frá Þóroddsstöðum, og 2 hásetum varð bjargað. Slys. Ólafr Guðmundsson læknír á Stðrólfshvoii hafði meiðzt af púðri, sem hlaupið hafði úr byssu í andlit honum, enn var á góðum batavegi, er síðast fréttist. Séra Ingvar Nikulásson í Gaulverjabæ var nýlega að sópa upp moði fyrir kú; hún brá við höfðinu og rak hornið við auga honum, svo að tvísýnt þykir hvort hann muni halda þvi. Verð á nokkrum vörutegundum í pöntunarfélagi Skaptfellinga árið 1897. Búgr 200 pd. á 11,35. Búgmjöl 200 pd. á 13,48. Bygg nr. 1 200 pd. á 18,18. do. nr. 2 200 á 17,06. Hrísgrjón 200 pd. á 20,64. Baunir 200 19,40. Over- head 200 á 12,76. Kaffi 1 pd. á 0,62. Export 1 á 0.37. Sykur 1 pd. á 0,23 Rulla 1 pd. 1,45. Þakjárn 4 áln. rifl. nr. 27 stk. 1,89. do. 3Y2 áln. rifl. nr 27 1,68. do. 3 áln. rifl. nr. 27 stk. 1,40 Steinolía pt. á 0,14. Heílulitur 1 pd. á 0,37. Blásteinn 1 pd. á 0,33. Vefjar- garn hvítt bl. 1 pd. á 0,81., hvítt óbl. 1 pd. á 0,73, brúnt 1 pd. á 1,05, blátt 1 pd. á 1,19, gult 1 pd. á 1,10, rautt 1 pd. á 1.16. Grænsápa 1 pd. á 0,18. Sóda 1 pd. á 0,05. 1000 stk. hóffjaðrir á 3,55 Bjól 1 pd. á 1,08. Reyktóbak (gott) 1,32. Á vörur þær, sem hér eru taldar, er allr kostnaðr fallinn, nema renta af vörun- um (vöruverðinu) í 6 mán. 2 V2 % eða 2,50 af hverjum 100 krónum og deildar- stjóralaun 2% af reikniugsupphæðinni er hvorttveggja ótaiið með vöruverðinu. Innlenda vöru verðr ekki sagt um, því ullin er, eða var þá seinast fxéttist, óseld; að vísu var eitthvað lítið látið í félagið af harðfiski og saldist hann rúm- ar 100 kr. ekpd., og hross voru látin mörg, enn seldust illa — 54 kr. beztu hestar, að öl-um kostnaði frádregnum. L.H.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.