Fjallkonan


Fjallkonan - 14.03.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.03.1898, Blaðsíða 2
42 FJALLKONAN. XY 11. þeirrar skoðunar, að bezt eé að kaupa hvern viljugan. Hann virð- ist aftr á móti vera einn úr íiokki þeirra manna, sem vill taka trúna nauðuga. Samkvæmt þessari skoðun er það, að haun býr sig klunnaleg- um berserkjabúningi, þegar hann fer í víking fyrir kirkju síua, til þess að hernema veikar sálir og varnarlausar — til þrælkunar. Það er gott fyrir kirkju Vestr- íslendinga, og hvert íélag sem er, að hafa hugsunina, sálina og trúna í þjónustu sinni — enn það er þó því aðeins gott og gagnlegt, að þær séu ekki hermanna ambáttir. Það er um trúna eins og ást- ina. Það er óðs manns æði og vit- leysa að hertaka hana með ofbeldi, eða þröngva kosti hennar á nokkurn hátt. Það ráð tekr eng- inn maðr, sem vili vinna hana handa sér. Það vita iíka prestar vorir hér heima. Þetta er óðs manns æði. Enn þó hafa margir hæfileika menn brent sig á þeim eldi. Einn þeirra var Meistari Jón. Hann herjaði á land trúarinnar — fór með báli og brandi, herópi og Iúðra- þyt. Enn hann vann ekkí lófa- stóra landspildu undan drotning- unum vantrú og synd, — þ. e. a. s. hann vann ekkert, þegar hann fór herskildi. Enn hitt er líka eins víst, að þar var riddari á ferðinni, sem bar vopnin fimiega og fór vel með hernaði sínum. Það má segja um hánn, að hann hjyggi svo hart og títt, að þrjú sýndust vopn- in á lofti. Og hann bar þrumur og eldingar á tungu sinni. Þess vegna mun mega full- yrða, að vantrúin og syndin hafi hræðst hann. Enn það er víst, að trúin og vonin elskuðu hann ekki og þess vegna vann hann þeim hvorki veg né völd. Hann var svo sem stormbylr sem fer yfir löndin, hreinsar loftið að vísu, rífr og sópar ofan af fræinu og frjóöngunum, enn hlúar þeim hvorki né vökvar þau. Og suiuum sópar hanu á burt út á auðnir. Líkt má segja um séra Jón Bjarnason. Allir flykkjast að þessum mönn- um, til þðss að sjá vopnaburð þeirra og fimleika, þeir sem eru heilir heilsu og forvitnir. Enn sjúkir menn eiga tii þeirra ekk- ert erindi, þvi þeir eru engir græðarar eða læknar. Eun það þurfa einmitt, kenni- menuirnir að vera. Ritstjóri „Lögbergs“ ætti að vita það, — eða hann ætti að trúa því, þegar honum er sagt það — að hann er enginn riddari „af guðs náð“. — Hann kann að geta sagað við í kirkju — ég veit annars ekkert um það. — Enn hann er ófær til þoss að stíga í stolinn. Hann hefir a. m. k. engar þær hugmyndir eða máls- greinir á valdi tungu sinnar eða penna, sem reka „vantrú“ okkar Þ. E. á flótta. Ég veit það, að hann hefir haft sig „vel áfram“ í Ameríku. Enn hann er samt enginn Móses — enginn leiðtogi, sem sé fær um að vísa börnum þjóðar sinnar veg út úr Egyptalandi vantrúarinnar inn í hið fyrirheitna Iand trúar- innar. Hann er að vísu í járnbrauta- landi. Enn hann á enga járn- braut né hefir tii umráða, til þess að liytja fólk á inn í guðsríki Ég er sannfærðr um, að iiaun veit ekki betr enn við Þ. E. hvar guðs ríki er að finna. 1672. ’98. Ouðmundr Friðjónsson. ÍSLENZKR SÖGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182,4to]. (Frh.) Jón hét foðurbróðir minn; hann bjó pá á Þverá. Hann tór um jólin að Hólum sinna erinda ; fann hér-greindan Jón Þorkelsson, telr sig í ætt við hann, hvar við hann kannaðist. Hann spyr hann að, jhvort þar sé enginn í ættinni, sem geti lært í skóla; hinn neitar því, nema ef ég sé, og sé þó búið að reyna það; segir þó ég sé hann, sem þeim hafi líkað bezt við á Flugumýri. Hann gætir að og finnr það er satt. Þarf það ei að orðlengja: hann segir honum um morg- uninn eftir, að biskup Harboe segi hann og móðir mín skuli koma með mig heim til stólsins á páskum og skuli með fylgja prests attest um náttúrufar mitt, fram- ferði, lærdóm og aldr. Nær þessi tíðindi berast, er í ýmsum áttum gert að þeim spott og athlátr, rangfærð orð og frá- sagnir karlsins á marga vegi, setið við eyra á presti: ég sé fullr af grillum, standi og stími þar og þar úti um hag- ana; mér er kvöl að minnast á allan þann elg. Helzt átti Frostastaða og Brekkna fólk þátt i þessu. Sigfús sonr Þorgríms, sem nú var einn búinn að gefa frá sér skólaveruua, gerir Bér ferð til mín, og það oftar enn einu sinni, útmál- ar fyrir mér skólann sem það argasta fangelsishús, piltana að sama skapi, lær- dóminn sem stundlega kvöl, so nú varð ég tvilráðr hvað af skyldi taka. Enn móðir mín, sem betr þekti þá heimsins öfundsýki enn ég, sagði ég skyldi sem minst festa trú á þetta, og láta eins og ég heyrði ei né sæi hvað sem á gengi. Hún fór til prests síns, séra Björns Skúla- sonar, bað hann um vitnisburð minn skriflegan, er so var látandi: Ég hefði sér og henni verið hlýðinn og mundi vera temmilega næmr; um fleira mun hann ei hafa þorað að vitna, vegna þess sem búið var að útflæma mig í hans eyru. Nú fer vel-nefndr föðurbróðir minn Jón og móðir mín með mig hér eftir heim á biskupsstólinn (var það á 4. í páskum árið 1744) á fund við hr. bisk- upinn Harboe; tók hann móður minni sérlega vel; lætr hann hr. Jón Þorkels- son spyrja mig á alla vegu út úr Hag. Jóns Árnasonar spuiningum, er yfir stóð meir enn eyktartima, og varð það að leikslokum, að þeir ályktuðu mig hæfan að takast i skólann. Hann lét kalla stólshaldarann eðr Oeconomum fyrir sig, er þá var núverandi fógeti Skúli Mag- nússon, og segir honum ég sé hæfr að takast í skóla, enn sé fátækr og kunni ei gefa með mér, og það sannar hr. Skúli satt að vera, enn afsegir ég inntakist án meðgjafar. So brást nú krosstré sem önnur tré. Tók þá velnefndr Sr. Jón Þorkelsson so tali hans: „Þö þér viljið nú ei ærlegheit sýna, sem forsvar þess- arar ekkju, við þennan stakkels-dreng, er ég hefi heyrt að sé ættingi yðar, so skal það eigi í vegi standa; þér skulið

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.