Fjallkonan


Fjallkonan - 14.03.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.03.1898, Blaðsíða 3
 14. marz 1898. FJALLKONAN. 43 hafa meðgjöf hans frá þessum degi til næstkomandi Jðnsmessu, — þá stðð skól- inn so lengi — og taldi honum þar strax út peningana, hvar við sjálfr hr. biskup Harboe og nokkru við bætti, og þar með var ég tiltekinn tíma í skölann inntek- inn. Það sama sumar fór háttnefndr hr. bp Harboe alfarinn þaðan i Skálholts- stifti, enn áðr hann fór, dimitteraði hann nokkura pilta úr skólanum og fðr að regla niðr aftr, hverir á ölmusuna takast skyldi eftirleiðis; vórn þar all- margir umbiðjandi, eins og vant er, enn ei losnuðu nema fjórar ölmusur; kemst nú stólshaldarinn i það viðtal og ráðslag. Er ég nú fyrst fyrir tekinn, þar ég hafði þenna litla tíma bæði vel hagað mér og mikið lært; annað varð ei so vel markað. Stólshaldarinn verðr enn móti mér og segir mér'sé þarfara, að læra lands og bóndavinnu og hafa fyrir móður minní, enn leggjast í örbeit með þennann lærdóm upp á það óvissasta útfall o. s. frv. í fljótu áliti mátti þetta illmenBka hans sýnast og nokkurskonar öfundsýki. Enn það gat ég til vits og ára kominn aldrei so útlagt. Hann vildi mðður minni og mér það bezta, og ætlaði ég mundi ei af komast; var og að koma á ölmusuna systursyni sínum, Magnusi Ketilsayui, er þð hepnaðist ei í það sinn. Annars er það ljðst, að honum hefir verið ætíð lítið gefið um skðlalærdóma. — — Þessu og því líku tali og mótmælum stólshaldarans svaraði herra biskupinn þessum orðum: „Hann skal í guðs og kðngsins nafni njóta einnar ölmusu." Stólshaldarinn upp á stendr þá, í tilliti til skólafororðn- ingarinnaT, að so megi einhver gefa sig fram og stiila fyrir mig caution, ef mér kunni mistakast eðr ei geta lært út eftir sem hun fyrir leggr, og nú komst enn í vanda að sýnast mátti. Enn guð kom nú vonum bráðar með liðveizlu. Áðr nefndr Mr Einar Jónsson í Viðvík var þá kominn á stólinn; hann gefr sigfram og stillir mín vegna begerða caution undir sínu nafni og hústrúarinnar Val- gerðar; so langt mundi hún nú fram; soddan fornaldartrygð var jafnan að fiuna hjá því sæla guðsbarni; hér kom engum í hug að leita hennar liðveizlu. Hér við varð stólshaldarinn nauðugr viijugr að þagna og iáta af, og var mér þar eftir sá allra bezti og ráðhollasti maðr, að fráteknu einu afviki Iöngu síðar. Þar eftir kom hann syni sínum Jóni, nú fó- veta, í sköla og fól mér hann þá framar öllum öðrum til forsvars og umgæzlu á hendr; margt fer öðru vísi enn ætlað er. Ei varð mér auðið að geta launað í neinu þeirri gððu hústrú velgerning sinn; söm var hennar gerð, þó ei þyrfti, fyrir guðs náð, á því að halda, enn mágr hennar, Mr Einar, hað mig að lána sér í harð- indunum 1753 2 rdr. til specie, enn ég sendi honum 4ra og gaf honum þá, og síðar 1770 hest á alþingi, er hann var þar so nær gangaudi, og hans fornu vinir, er hann þar hitti, gá.tu ei, eðr vildu ei, verða honum hjálplegir; þá gafst mér að sjá, að „full er haldinn félaus maðr", enn frðmum og guðhræddum manni legst þó ætíð eitthvað til, þegar í vandræði er komið; átti þetta vel heima * hjá honum. Hann sálaðist i heiðarlegri elli 1779, og lét ei barn eftir, enn einn systursonr hans er Mr. J6n Grímsson, þénari Hra Pinns, síðar prestr, nú ver- andi í Görðum á Akranesi. (Prh.) Húnavatnssýsla (vestanv.) 20. febr. Fram yfir jðl góð líð; síðan nmhleyp- ingar; mjög oft útsunnan eða vestan- hroðar og síðan á norðan; þetta þykir benda á að „sá hvíti" sé í nánd. Hag- lítið nú orðið, og ef vor verðr hart og ís kemr er hætt við að ýmsir verði hey- tæpir, enda litlar firningar og hey illa verkuð. — Bráðapest talsverð .Ymsir hafa látið bðlusetja fé sitt og hefir það víðast vel takizt.— Verzlunar- horfur ískyggilegar; matvara að hækka í verði; skuldir að aukast. — Búnaðar- félög eru stofnuð í flestum hreppum sýslunnar, og munu glæða áhuga á ijrða- bðtum. Önnur félög ekki teljandi. — Samtbk um að mírika blaðakaup. Blöð- in eru orðin regluleg landplága, svo nauða-ðmerkileg sem þau eru líka. í siðustu tölubl. „Dgskr." vðru til dæmis 150 þuml. af dálklengd blaðsins per- sðnulegar deilur og skammir. — Fólks- eklan stendr í vegi fyrir öllum búnaðar- framkvæmdum. Flestir vilja vera lausir og allr þorrinn þarf þá að ganga í skóla, enn úr því verðr fólkið svo fínt, að það má ekki vinna eins og hinir dðnarnir". Húnavatnssýslu (austanv.), 18. febr. líðarfar umhleypingasamt; lengst af vestanátt, ýmist hlákur eða frosthríðar, síðan á nýári. fíagar fyrir fé og hross hafa verið til skamms tíma. — 15. þ. m. gerði norðanhríð og setti niðr mikinn snjó; síðan er víðast haglaust til dala. — Skepnwhöld góð; bráðapest hefir drep- ið 2—4 kindr á stöku bæ; enginn getr um kláða, enda bóðuðu bændr úr kar- bölsýru og kreolíni, og sumir linna það helzt að því, að kostnaðrinn Bé of mik- ill, að hafa böðunarstjðra. — Fiskafli var allgððr á. Skagaströnd í haust; þð betri í Nesjunum (yfir 10 hdr. til hlutar, 14 hdr. hjá einum) — Verzlun ill; verð á innlendum vörum 6venju lágt t. d. kjötpundið 10—14 aura í haust á Blöndu- ðsi og Skagaströnd. — Heilsufar allgott; kíghðsti hefir gengið, enn heldr vægr. Iðnaðarmannafélag er atofnað á Sauðárkróki. .Gengnir í það allir hand- iðnamenn þar í bænum og nokkrir sem annarstaðar búa. Kaupféiög-in. Skip til kaupfélaganaa nyrðra kom nokkuð seint vegna óhappa þeirra sem komu fyrir með tvö skip félaganna „Nordcap" og „Alpa". — Á Húsavik fekk skip þetta versta veðr og skemdust þá í því vörur, svo að þegar skipið kom á Sauðárkrók var talsvert af vörunum skemt og varð að selja þær við uppboð. Snæfellssýslu í janúar. Fénaðarhöld hafa verið góð, það Bem af er vetrinum, og lítið borið á bráðapest eða kláða, og er nu búið að baða hér alstaðar. Enn ilt þykir hve mikið ber á nllarloBÍ á fé eftir baðið, þegar kreólín hefir verið brúkað; er það ilt ofan á ærna kostnað við böðunina að missa mikið af ull fén- aðarins ofau í húsgólfin. — Fiskafli hefir verið töluverðr utidir Jökli; iaxveiði með minna móti og fugiatekja rýr. — Verzl- un mjög erfið. — Litlar bætr verða hér að gnfubátaferðunum í sumar og hefir það meðfram komið af 6kunnugleika þeirra, sem sömdu terðaáætluaina; bátr- inn þyrfti að koma við bæði í vestr og suðrleið. Þetta verðr lagað aðlíkindum. Enn vel féll víð skipið og skipverja. — Vegabœtr eru hér unnar eftir ástæðum. Enn þessi sýsla hefir átt litlum vinsæld- um að fagna hjá þinginu með tillóg til vega. Liggja þð þrjár pöstleiðir um þvera og endilanga sýsluna, póstleiðin frá Arnarholti til Stykkishölms, pöstleið- in frá Kauðkollsstöðum út í Ólafsvik og póstleiðin frá Stað í Hrútaflrði út í Stykkishólm og Ólafsvík. Á öllnm þess- um póstleiðum er illr vegr. — Gerðir alþingi8 mælast nú misjafnlega fyrir eins og vant er. Ég vil að eins vekja at- huga á því, hve misjafníega þingið skamt- ar héruðunura úr landssjóði. Það er bd- ið að verja hundruðum þúsunda króna til austrsýslanna til vega og bríia, og þar á ofan kom til orða að kaupa hmida

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.