Fjallkonan


Fjallkonan - 22.03.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.03.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um mioja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLK Gjalddagi 15. júli Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 12. Reykjavík, 22. marz. 1898. Útlendar fréttir. Khöfn, 4. marz. Danmörk, Veðráttufar hefir verið hér að undanförnu hlýtt og milt, og svipar til vorveðrs heima á Fróni. — Frá ríkisþinginu er alt stórtíðindalaust. Samvinna milli þings og stjórnar í góðu lagi, og er búizt við, að samkomu- lag náist um fjárlögin. Seint í þessum mánuði eiga nýjar kosn- ingar að fara fram, og búa flokk- arnir sig til þeirra af mesta kappi. — í næsta mánuði drekkr Krist- ján prinz festaröl til heitmeyjar sinnar Alexandrínu prinzessu, og er nú verið að dubba upp höllina Sorgenfri handa þeim hjónaeínun- um. Nafnið Alexandrína fellr ekki í smekk Dana; þykir þeim það langt og óþýtt. — Oddfólag- ar hafa haldið samsöng til ágóða fyrir holdaveikisspitalann íslenzka; sýna þeir annalsverðan áhuga á því máli, og má telja þá doktor- ana Beyer og Ehlers þar fremsta í flokki. Spítalagrindin er nú fullger, enn undir 20,000 kr. vantar enn þá, enn það fé gera þeir sér góðar vonir um að fá inn. Noregr. Ráðaneytiskifti hafa orðið, eins og búizt hefir verið við. Eáðaneytið Hagerup hefir lagt niðr völdin, og hefir konungr fal- ið Steen á hendr að mynda hið nýja ráðaneyti. Flestir hinna nýju ráðherra eru úr flokki vinstri mamia, og þar á meðal ráðaneyt- isforsetinn sjálfr. — Enginn varð árangr af störfum sambandsnefnd- arinnar, því að hinir norsku og sænsku gátu eigi orðið á eitt sáttir. — Nansen er nú kominn frá Ameriku og hefir haldið fyrir- lestra víðsvegar um England. Illa lætr hann yfir Ameríku-leið- angri sínum, og telr hann hafa reynzt sér jafn-erfiðan sem heim- skautsieiðangrinn. Frakkland. Svo sem getið var um síðast, ritaði Zola grein í blaðið „LAurore", og bar þar á hermálaráðherrann, og ýmsa af hershöfðingjunum, að þeir hefðu vísvitandi sakfelt saklausan mann, þar sem Dreyfus var, enn hilmað yfir með hinum seka, Esterhazy greifa. Fyrir grein þessa var Zoia ayo dreginn fyrir lög og dóm. Tilgangr hans með henni var að neyða stjórnina til að leggja fram fyrir almennings augu skjöl þau, er feldu Dreyfus og leyni- legam var haldið. Stefndi hann því fjölda vitna, þar á meðal fyrrverandi ráðherrum og hers- höfðingjunum, enn í hvert skifti sem málaflutningsmaðr Zola, Labori, Iagði spurningu fyrir vitn- in, er snertu Dreyfus-málið, var vitnunum harðbnnnað að svara þeim af dómaranum. Vitnaleiðsl- an stóð yfir tæpan hálfsmánaðar- tíma og var það ráð þeirra Zola og málfærslumanns hans að draga málið á langinn sem mest, því að með hverjum degi urðu Parísar- búar æstari. Óspektir urðu dsg- lega við dómhöllina og troðningr svo mikill að við mannhættu lá. Enn þrátt fyrir alt tókst þó eigi að fá almenningsálitið með Zola. Múgrinn réðst oft á vagn hans, er hann ók frá dómhöllinni, og varð lögregluliðið að skerast í leikinn og vernda líf hans fyrir aðsúg lýðsins. í réttarsalnum æptu áheyrendr að vitnum þeim, er báru Zola í vil. Málaflutnings- maðr hans, Labori, flutti mál hans af hinni mestu snild, enn ekkert gat stoðað. Menn töldu það fyrirfram víst, að Zola myndi dæmdr sekr og svo varð. Kviðr- inn dæmdi hann í eins árs fang- elsi og 3000 franka sekt. Hann er þegsr byrjaðr á að afplána sekt sína og ætlar að verja tím- anum til að rita bók um Dreyfus- málið. Ekkert nýtt hefir komið fram um það mál, annað enn það er nú fullsannað, að Dreyfus var dæmdr sökum leynilegra skjala, sem hvorki voru lögð fram fyrir hinn ákærða eða málaflutnings- mann hans. Grikkland. Eigi er enn þá afráðið, hver verði yfirmaðr Krít- eyjar. Um tíma leit út fyrir, að Nikulás Rússakeisari myndi koma því til leiðar — eftir undirlagi drotningar vorrar að sagt var —, að öeorg Grikkjaprinz yrði for- seti eyjarinnar, enn með tilstyrk vinar síns, Vilhjálms Þýzkalands- keisara, hefir soldáni tekizt að af- stýra því. — Fyrir skömmu var Georg G-rikkjakonungi sýnt bana- tilræði. Konungr ók í vagni ut- an við bæinn með dóttur sinni, og var þá skotið á hann tveim skot- um af mönnum, er lágu í launsátri við veginn. Hvorug kúlan hitti. Er það rómað mjög, að konungr laut yfir prinzessuna til að hlífa henni við skotunum. Ökumaðr sló í bestana, enn morðingjarnir eltu vagninn og hieyptu af 7 skot- um eftir honum en ekkert hitti. Afarilla er Iátið af tilræðinu og hefir öll þjóðin vottað konungi hollustu sína og fögnuð yfir því, hversu farsællega honum auðnað- ist að yfirstíga hættuna. — Morð- ingjarnir hafa náðst og eru an- arkistar. Kiíba. Á Havanna-höfn vildi það voðaslys til hinn 16. f. m., að herskip Bandaríkjanna . „Maine" sprakk í loft upp og fórust þar 260 manns. Hver orsökin hafi verið er mönnum ókunnugt, en eftir því, sem fram hefir komið telja menn þó ólíklegt, að svik frá Spánverja hálfu sé orsökin. Eftir síðustu fregnum vóru lík- ur til, að Bandaríkjamenn mundu hlutast til um hagi Kúbu-manna og rétta hlut þeirra gegn Spán- verjum. — Hefir það lengi staðið til, enn nú er sagt að Bandamenn ætli loks að gera alvöru úr því, enda munu kenna Spánverjum um sprenging amerska herskips- ins á Havanna-höfn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.