Fjallkonan


Fjallkonan - 22.03.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 22.03.1898, Blaðsíða 3
22. marz 1898. FJ ALLXONAN. 47 Þegar það fréttist tii Englanda, að þetta danska félag v»,ri sett á stofn, stóð Bretum stuggr af því að félagið mundi stunda fiskiveiðar sínar í Horay (morei)-llóanum, hinum )mikla flóa norð- austan á Skotlandi, sem er álíka fiski- grunn fyrir Skota sem Eaxaílói fyrir íslendinga, enn Skotar vilja fyrir hvern mun loka Moray-íióanum fyrir öðrum þjóðum. Útgerðarmenn i Grimsby sneru sér nó til Hermanns, sem lítr fit fyrir að vera góðr kunningi þeirra, ogj spurðu^hvort hann ætlaði að fara að stunda veiðar á Moray-flóanum. Hann kvaðst þá vilja loka flóanum, svo að hann yrði að eins brezk veiðistöð. Þessi flói væri gulináma fyrir Breta, sem yrði meira verð af því aflinn í sjálfu Englandshafi (Norðrsjón- um) væri að minka. Hann vonaði að Englendingar mundu brátt sannfærast um, hver nauðsyn ræki til að loka fló- anum, og benti í þvi efni á gerðir al- þjóðafundar. Enn meðan erlendum þjóð- um væri leyfilegt að stunda veiðiskap í Moray-flóanum mundi félag hans einn- ig gera það. Það hefði jafnvel þegar gert það; eitt af skipum hans hefði aflað fyrir 200 pd. sterling þar í flóan- um og farið með fiskinn til Grimsby. Annars kvað hann Breta eigi þurfa að óttast félagið, því það ætlaði sér að afla við Island árið í kring. Það ætlar sér að flytja mestallan aflann til Grims- hy. Meiri hlutinn af skipshöfnunum kvað hann ættu að vera Englendingar, þó ekki yrði komizt hjá &ð hafa nokkra danska menn (og Islendinga). Skipin og alt sem þeim fylgir, veiðarfœri og vistir, á að kaupaj, Q-rimsby. Af öllu þessu er auðséð, að fyrirtækið má fremr heita enskt enn danskt, enda mun vera í sambandi við hina ensku botnvörpuútgerðarmenn í Grimsby, og að það ætlar að fara í kringum lögin, enda hefir formaðrinn þegar sýnt það, þar sem hann nú þegar siglir undir dönsku flaggi, án þess hann hafi laga- heimild til þess, að því er dönsk blöð i segja. Dönsk blöð taka það fram, að ef félag þetta ætli sér að veiða í landheigi við Danmörku, mundi það verða til stórtjócs fyrir danska fiskimenn og fara i kring- um þær tilraunir, sem stjórnin gerir með svo miklum kostnaði til að vernda hið danska fiskisvæði fyrir útlendingum. Hvað ísiand snertir, taka blöðin það fram, að félagið megi alls ekki stunda þar landhelgiveiði, enn þá muni farið með „ytírvarpi laga og réttínda", eða fengnir „ieppar11, eins og oft hefir verið áðr getið til. Hvað segir „Dagskrá11 hér til? t Sigmundr Guömundsson. Skylt væri blaða og bóka útgefendum hér í Keykjavík að minnast Sigmundar Ouðmundssonar því honurn er það að þakka, hve miklum framförum prentiðn- aðrinn hefir tekið hér á landi á síðustu 20 árum. Hann or fæddr 18. okt. 1853 í Ólafs- dal í Dalasýslu (ekki Barðastrandarsýslu eins og stendr í ‘Isiandi’) og ólst upp þar vestra (í Dalaa. og Strandasýslu) við lít- inn kost og algert menningarleysi fram undir tvítugt. Þá fór hann hingað suðr tii að læra prentstörf hjá Einari Þórðar- syni. Eftir það hann hafði lokið þar námi fór hann til Kaupmannahafnar 1876 til að leita sér meiri þekkingar og kom hingað aftr 1877 með nýja prentsmiðju að undirlagi Jóns heitins landritara Jónssonar og útgef. ísaf., sem síðan hefir verið nefnd ísafoldarprentsmiðja. Næstu ár var Sigmundr yfirprentari við ísa- foldarprentsm., enn 1879 sendu eigendr hennar hann til Lundúna til að kaupa hraðpressu og læra á hana. Kom hann með hraðpressu þessa og var enn yfir- prentari prentsmiðjunnar til 1883. Þá um sumarið ætlaði hann til Vestrheims með fóik sitt, enn sneri aftr í Skotlandi og fór heim aftr. — Um haustið keypti hann nýja prentsmiðju handa sér og stóð fyrir henni þangað til hann seldi hana 1887, og er sú prentsmiðja nú kölluð Pélagsprentsmiðjan. — Hann var um mörg ár vestrfaraerindreki. — Sum- arið 1891 fór hann til Ameríku (New York) í því skyni að setjast þar að,íenn kom aftr snemma á árinu 1892. Var hann enn þá við prentstörf og sagði fyrir verkum í ísaf.prentsmiðju, þótt það væri eigi að staðaldri, þar til 1895—96 er hann fór til Danmerkr og dvaldi um vetrinn á Jótlandi. Hafði hann þá um nokkur ár hneigzt mjög tii vínnautnar, enn mátti heita aibata af þeim kvilla, er hanu kom heim aftr 1896. Tók honn þá enn við forstöðu íaafoldarprentsmiðju og útvegaði prentsmiðjunni þá nýjar hraðpressur og steinolíugangvél til að hreyfa þær, í stað handafls, og setti sjálfr samari vélarnar. Var svo verkstjóri ptentsmiðjunnar tii dauðadags. Sigmundr naut eins og áðr er sagt engrar mentunar í uppvexti og ólst upp sem þurfamannsbarn, enn undir eins og hann kom til Beykjavíkr, fór þosai af- bragðs-gáfaði unglingr að menta sig sjálfr. Þannig lærði hann að mestu til- sagnarlaust dönsku og ensku, og sömu- leiðis frönsku og þýzku, og talaði að minsta kosti hin fyrnefndu mál mjög vel.. I öllu er prentun snertir skaraði hann langt fram úr öllum hér á landi bæði í setning, prentun og vélfræði, enda hafði hann framast í þvi ekki einungis í Dan- mörku, heldr einnig á Englandi (Lund- únum, Edínborg og Glasgow) og í Ameríku. Hann mun hafa haft óvenju- lega fjölhæfar gáfur og skarpar, því kalla mátti að honum lægi alt í augum uppi. Hann hafði yfirleitt mjög víðtæka verklega þekkingu. Hann var gleðimaðr mikill og var allra manua skemtilegastr, þegar mátu- lega lá á honum. Eyndnin og orðheppn- in var afbragð. Hann gat og látið fjúka í kviðlingum, og var þá fljótari til taks enn vér þekkjum dæmi til. Tíðarfar. Alt að þessu hafa hald- izt Bömu harðindin, og er nú haglaust hvarvetna sem til spyrzt um Suðrland, vestan lands og norðan, að minsta kosti norðr að öxnadalsheiði. Útlitið mjög í- skyggilegt á Suðriandi, ef ekki batnar bráðum; hefir verið skorið af heyjum viða og munu fáir vera birgir til sum- armála. Þó munu flugufregnir, sem ber- ast daglega um heyskortinn hér í nær- sveitunnm, vera nokkuð orðum auknar. Nú hefir brugðið tii þiðu og vonandi að batinn sé í vændum. Ofsaveðr gerði 15. febr. á Siðu og víðar austr um, og gerði talsvert tjón. — Á Hörgslandi fauk þak af hlöðu, sem Sigurðr póstr átti, með báðum stöfn- um í einurn svip og fuku úr henni um 70 hestar af heyi. Veðrið braut flestar % rúður í gluggum á Hörgslandi og viðar. Matvörulaust er nú hjá borgfirzku kaupmönnunum að kalla, og verða því Borgfirðingar að sækja fóðr handa fénaði sinum nú í heyskortinum alla leið suðr í Beykjavík. Komu nú bændr ofan úr Beykholtsdal eftir korni hingað suðr, og er það ærið erfitt fyrir þá, að ná þessu fóðri að sér um fimtán mílna veg i slíkri ófætð sem uú er. Aflabrögð. Siðustu fréttir (frá I&ugardeginum) segja landb trð af fiski i Grindavik og Höfnum .

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.