Fjallkonan


Fjallkonan - 29.03.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.03.1898, Blaðsíða 2
50 FJALLKONAN. XV 13. Hvernig það hefir breyzt frá gamla Iaginu til hins nýja, hefir minni þýðingu að ræða enn hitt, hversu breyta mætti frá því á- standi sem nú er, til annars betra. Um það skal rætt næst. Grasrækt á íslandi o. fl. Um það efni hélt P. B. Feil- berg inspektör fyrirlestr á land- búnaðarþinginu í Stokkhólmi í fýrra. Hann getr þess fyrst, að fyrir áhrif Flóastraumsins (golfstraums- ins) sé vetrarhitinn á norðrströnd- um Noregs að minsta kosti 20 stigum meiri enn gera má ráð fyrir eftir legu landsins á hnett- inum. ísland er ver sett, því það er of nærri íshafsstraumnum, og því skiftast þar á áhrifin að norð- an og sunnan. Af 19 ára veðr- athugunum má sjá, að meðalhiti um árið hefir verið í Stykkishólmi +2.$° C., á Eyrarbakka +3,s° C., á Berufirði +2,#° og á Akreyri +2,a° C., enn í Möðrudal -i-0,s0 C. og í Vestmannaeyjum +5° C. Mánuðirnir marz, aprii og maí eru mjög kaldir, ög enginn veru- legr gróðr getr því byrjaðfyrenn í júnímánuði; þá er hitinn 6—8° C., í júlí og ágúst 8—9° C. Hér eru skilyrðin fyrir gras- ræktinni og ræktun rótarávaxta, og aðrar plöntur er ekki að tala um að rækta, þar sem 15—16° sumarhita algerlega vantar, og kornyrkja er því bönnuð. Höf. getr þvi næst um rann- sóknir, sem gerðar hafi verið á efnasamsetning íslenzks jarðvegar af ýmsum stöðum á Suðrlandi; af þeim má sjá, að jarðvegrinn er hér á landi frábrugðinn jarðvegi i öðrum löndum; hefir í sér meira af járni og leirjörð, og óvenjumik- ið köfnunarefni. Höf. skýrir og frá efnasamsetning islenzkra fóðr- jurta írá Möðruvöllum í Hörgár- dal, og kemst að þeirri niðrstöðu, að þær séu furðu-kjarngóðar (meiri fita í þeim enn í dönskum gras- tegundum) og að fénaðr þrífist vel á þeim. Glrastegundir, sem þykja mjög litilsverðar í Dan- mörku, eru kjarngóðar á íslandi. Það er ekki að hugsa til að gera stórar umbætr í jarðrækt- inni á íslandi, eins og t. d. í Dan- mörku; til þess er jarðvegrinn of verðlítill. Hið eina ræktaða land eru túnin. Nú eru hiuar 6000 jarðir á íslandi virtar á 8—9 milj. króna, og verðr þá hver hekt- ari (hverjar 4 dagsláttur) af rækt- uðu landi að eins 1 kr. 50 aura virði. Þetta lága verð bendir á, að hér geti ekki verið að ræða um stórkostlegar umbætr á jarðveg- inura. Alt verðr að vera einfalt og ódýrt, samkvæmt rýrleika jarð- gildisina og hinum erfiðu sam- göngum. Þar sem alt verðr að fiytja á hestum, verðr afrakstrinn að þola langan flutning, og þær vörur, sem þarf að flytja fljótt á neyzlustaðinn, t. d. smjör á enska markaðinn, er alls ekki hægt að framieiða, þótt hvorki skorti góð- ar kýr né gott fóðr. Húsakynnin verða að fara eftir loftslaginu og venjunni og þeirri viðarstærð, sem hægt er að flytja á hestum. Túnræktin er undir því komin, að nota mikinn áburð til að færa jörðinni hita, og engjaræktin er undir því komin, að nota vatn til áveitu, sem hefir í sér næringu fyrir jurtirnar, einkum fosfórsýru, sem er í jökulánum. Höf. getr þess, að á síðari ár- um hafi mikið verið gert til að bæta túnin á íslandi og engjar sömuleiðis. Nefnir hann sérstak- lega vatnsveitingar á örund í Eyjafirði, á Laxamýri, Hólum í Hjaltadal og í Skaftafellssýslu. Hafi tekizt að auka heyaflann t8lsvert, einkum þar sem jökul- vatn hafi verið notað. Því miðr séu engar skýrslur um heyaflann á lslandi, þótt hann sé meira verðr fyrir íslendinga enn kornyrkja fyrir aðrar þjóðir. Hann gizkar á að útheyið sé 38 milj. vætta og taðan l.a milj. vætta, eða heymagnið alls 5 milj. vætta. Sauðíje er kyngott og fylli- lega á við færeyskt og norskt fé, og kemst líklega til jafns við skozkt fé (blackface) á norðrlandi og austriandi. Nú koma á 1000 íbúa: kindr nantfé hestar á íslandi 7- -8000 280 400 í Danmörk 1000 700 200 i .Noregi 1000 560 90 í Svíþjóð 340 420 100 Engar skýrslur eru um, hve mikið er étið af kjöti á íslandi, enn sé það talið líkt og í Noregi 80 pd. á mann, þá eru það um 6 milj. punda, eun útflutningr af kjöti er um 8 milj. punda. Sjávaraflinn er helzta auðs- uppsprettan, og framleiðsla laud- búnaðarins er að vísu ekki mikil, enn með því að landrýmið er all- mikið, getr framleiðslau af gras- ræktinui orðið talsverð. Það er ætlunarverk búuaðar- ins að hagaýta þessi landsvæði til að framleiða kjöt, mjólk og smjör, og dæmi íslendinga hefir sýnt, að það er hægt, þótt það sé nokkrum erfiðleikum bundið. (Framh.). ISLENZKR SOGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, préfasts og prests að PrestBbakka. [Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to]. 10. Nær ég var 15 ára, var ég í skélann inn-tekinn á páskum árið 1744, og var þar eftir, sem mins skólameistara vitnis- burðr útvísar í 6 ár, að þessum parti frá páskum til Jónsmessu og öðrum frá Mikaelsmessu til föstu inngangs meðtöld- um, so raunar var það eigi meir enn 5 ár. Þá ég i skólann kom, kunni ég eigi so mikið að segja sem bonus dies, felix nox, lieet exire og þess háttar smáglós- ur, sem á þurfti að halda. Sr. Skafti Jópefsson, sem nú er prestr að Hofi í Vopnafirði, náfrændi minn, varð þar minn tutor o: forsvarsmaðr; hann skrif- aði upp þessar glósur handa mér og lagði mér það heilasta í öllu er ég þurfti að vita og gera meðan Baman vórum. Frí varð ég við innbyrðis skólareglur þeirra, er brúkast við nýkomna, snorra, bál, flug og skírn, nema með vægasta máta, vegna mins áðr laskaða fótar; þeim eýrdist ég og ei vera so stífsinna, að þess þyrfti stórum við. Séra Jón Þorkelsson gaf mér Douatinn, og sagði mér að koma til sín þá ég vildi að þiggja mjólkrsopaúr könnu hans, enn þá skóla- piltar komnst að því, héldu þeir, hvað þó ei var, ég bæri honum fréttir. Varð ég þá að leggja það niðr, er ég sagði honum, og grét hann þá yfir mér sagði: „Þó skal ég muna til þín“, hvaðhann og gerði, því þá er hann var aftr kominn

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.