Fjallkonan


Fjallkonan - 29.03.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 29.03.1898, Blaðsíða 3
29. marz 1898. FJALLKONAN. 51 til Kanpinhafnar og hann heyrði ég tók að mannast, sendi hann mér árlega gef- ins góðar latínubækr, enn ég honum aftr það sem prentað var á Hólum, og þá ég var útskrifaðr, skrifaði hann mér að sigla sem stúdent og koma til sín, og það ætlaði ég að gera, enn það féll öðru vísi, sem drottinn vildi. Ég settist neðstr í skólaröðinni sem von var; næst fyrír ofan mig var'jafnaldri minn Brlendr; hann hafði lært í heimaskóla einn vetr; enn áðr skólanum var sagt upp um sum- arið var ég búinn að ná honum í lærdóminum, þvi ég lagði svo að mér sem mest ég kunni og lá marga nótt í fötunum. Næsta haust var ég látinn fara upp fyrír hann sökum ástundunar og góðs siðferðis, hvar af hann lagði á mig innhyrðis sterkasta hatr, og þurfti þó oft orð og úrlausn til mín að sækja, enn á aðra hönd honum settist bónda- son nokkur af Langanesi, Bjarni Jónsson að nafni, sem nú er prestr á Breiðabóls- stað í Vestrhópi og prófastr í Húnavatns- sýslu, er síðan tór með íleirum öðrum uppfyrir hann. ÞesBÍ Bjarni Jónsson og ég bundum þá elsku og trygð saman, er hvorugr okkar hefir enn út af brugð- ið, og mun ei heldr verða, með guðs hjálp, so lengi lifum. Þá fyrstu nótt sem ég var í skóla dreymdi mig, að ég þóttist vera kominn þar í dómkirkjunni upp í prédikunarstól, enn sá strax þar að mér koma einn þann ófrýnilegasta jötun, sem kipti mér þaðan burt og kast- aði mér út fyrir dyr; svaf ég þá nótt ei meira enn þann dúr, því jafnsnart prédikaði sá vondi andi fyrir mér, ég mætti strax gefa frá mér eftirsótta upp- hefð, því mig mundi eitthvað það ilt henda, að ég félli með niðrlægingu úr henni aftr; þó var eins og mér þar á móti sagt væri, að ég skyldi ei tapt gefa að óreyndu, því ef ég hagaði mér vel og guðrækilega, mundi ei þetta ræt- ast, so að endrminning til þessa, fyrir Bérlega guðs handleiðslu, varð mér að fráhaldi, að gera nokkuð ilt eða ósæmi- lagt vísvitandi, meðan ég var í skóla, þó að oft gæfist orsök til þess, og leið heldr högg og slög enn gefa mig í vond- an selskap; var ég þess vegna af keskni og gamni lengi fram eftir kallaðr María, því þeir eldri gáfu þar drengjum ýmsa titla eftir lunderni þeirra og þess hátt- ar. Eitt sinn var ég flengdr í skóla vegna kunnáttuleysis, sem þá var af of- miklum vökum, og í annað sinn vegna hlátrs í kirkjunni af hneykslislegum hlut. So henti mig þar engin slys; réði því síðar, að draumrinn hefði verið fyrir þvi, er harðindin fyrir norðan með fleiru ráku mig þaðau hingað í suðrstiftið. (Framh.) Aflabrðgd. Góðr afli austanfjalls á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, enn afla- laust hér i Faxaflóa. — Þilskipin afla vel. Strandferðaskipið „Vesta“ kom til Reykjavíkr norðan og vestan um land 27. þ. m. með um hundrað farþega. Dáinn aðí.nótt 28. marz hér i bænum W. G. Sp. Paterson, brezkr konsúll, maðr mjög vel látinn; hafði verið hér um mörg ár, og talaði og ritaði ÍBlenzku sem hérlendr væri. Druknun. Tveir skiptapar urðu 28. febr. vestra; fórst í Bolungarvík sexæringr með sex mönnum, er hétu: Hagnús Einarsson formaðr, ókvongaðr, Bjarni Magnússon bóndi í Minni-hlíð, lætr eftir sig ekkju og 2 börn, Árni Gunnlaugsson, kvongaðr maðr, Steinn KrÍBtjinsson húsm. úr Súgandafirði, lætr eftir sig konu og 2 börn, Sigurðr Sig- urðsson frá Gilsbakka i Súgandafirði, lætr eftir Big ekkju og 1 barn, Elías Gnðmundsson úr Steingrímsfirði. Á bátnum úr Súgandafirði fórust: form. Sturla Jónsson á Stað, Guðni Egils- son í Bæ, Jón Guðmundsson í Bæ, Magn- ús Jónsson í Bæ, Maríus Þórðarson x Vatns- dal, Guðmundr Jónsson á Stað. Þeir Guðm., Jón, Magnús og Maríus voru kvongaðir og láta eftir sig 13 börn. úti varð maðr 16. febr. milli Ön- undarfjarðar og Skutulsfiarðar, Jón Sig- urðsson frá Dalshúsum og annar maðr varð úti á Steingrimsfjarðarheiði snemma í febr., Magnús Sigurðsson að nafni, hálfbróðir Guðjóns alþingismanns. Brunninn bær á Héðinshöfða, í- búðarhús úr steini, vátr. 10 þús., litlu bjargað. Menn komust af. Sótthreinsunarmeðul. Ef tekin eru í einu 50 pd. af klórkalki, kostar pundið 17 aura, og ef tekin eru í einu 50 pund af eaitsýru, koatar pundið 14 au., og ef sveitafélög vildu kaupa þessar vörur í st'orkaupum gef ég ennfremr mikinn afslátt af þessu verði, eftir því, hvað mikið er keypt. Pantanir verða að koma nægilega snemrna, því þótt ég hafi nú mörg hundruð pund af þess- um vörum, þá nægir það ekki, ef bændum er nokkur alvara að vilja losna við fjárkláðann. Rvíkr Apothek, 1. Marz 1898. . E. Tvede. Verzlun J, P. T. Bryde í Reykjavík hefir fengið nú með „Laura“ stór- p.r birgðir af alls konar vörum, sem seijast með mjög vægu verði gegn peniugum. Járnvörur. Vasahnífa, borðhnífa, fiskhnífa, járnkatla, kaffikönnur (emaill.), blikkskálar, skaftpotta (KasseroII- er), sprit- og STEINOLÍUMASK- ÍNUR, pressujárn, hengilása, skrár, eldtangir, koparsaum, þvottabala, vatnsfötur, seglhanzka, gummi- bolta, rakhnífa. Vefnaðarvönir. FATAEFNI, fleiri tegundir, ljer- eft, blikið og óblikið, barnakjóla, nátttreyjutau (Piqué), tvisttau og flannel, margar tegundir, svuntu- tau úr silki og ull, svart klæði, og svart og mislitt hálfklæði, stumpasirz og kjólasirz, dömuháls- kraga, trefla, sjöl, stór og smá, handstúkur og handskjól (múflur), handklæði, flíiri tegundri, hvít og mislit brjóst, flibba, mansjettur, herra- og dömu-slipsi, hvítogmis- lit gardínutau, stórt úrval af herra- og dömu-hönzkum, Brússel- teppi, gólf-vaxdúka, hatta og húfur fyrir börn og fullorðna, göngustafi og regnhlífar. Glervörur. Sykurker og rjómakönnur, smjör- skálar, Ijósastjaka, vínglös, stór og smá, og vínflöskur, mjólkur- kÖBnur. Consum-Chocolade. HNAKKA, reiða, ólar; steinolíu, fernis, blakkfernis, kláðameðui (sápu carbo!). Whisky, fleiri tegundir. r I verzlun Magnúsar Einars- sonar á Seyðisflrði fást ágœt vasaúr og margskonar smekklegar, fáséðar og vandaðar vörur með mjög sanngjörnu verði.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.