Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 3
14. apríl 1898. FJALLKONAN. 59 / og fyrir marga aðra nýkomna; var ég að því nm daga, enn um nætr og morgna lærði ég oftaet lektsínr mínar, so fyrir þá iöni og árvekni átti ég í bókum þá ég útskrifaðist (með nokkrnm er mér gefnar vórn) upp á 15 rdl. Ég var í góðu umgengi bjá skólameÍBturum min- um vegna minnar árvekni og ástundun- ar; þó varð það fallvalt, eins óg hvert annað veraldarlán. Biskupinn, Halldór Brynjólfsson, var mér ætið góðr herra; (hann mátti kallast einn Job) Krasmi Colloqvia gaf hann mér þá ég var enn í skóla, af þvi heyrt hafði ég hefði yflr- bugaö tvo Bunnlenzka stúdenta í duspu- tation, og Kromayeri Systema skenkti hann mér, þá heyrt hafði mina dimmis- sions prédikun, jafnvel þó Þóra húsfrú hans Björnsdóttir heimtaði hana aftr eft- ir danða hans; hún var mér bæði i því og öðru hinn versti maðr, er síðar kann nokkuð að sjást. Hvar fyrir herra bisk- upinnm geðjaðist so vel að minni dimmis- sions prédikun var þeirra orsaka vegna: guð hafði skapað mig með stirðu og nokkuð viðtosandi málfæri, er mikið hefir vanizt af fyrir setning og aðrar reglur, 80 ég kann að segja, að vaninn sé sú önnur náttúra, enn af því ég var þá í nokkurri ógunst við skólameistara minn, Gunnar Pálsson (síðan prófast á Hjarð- arholti), setti hann mér fyrir texta, er ég tit af ieggja skyldi þá ég útskrifað- ist, þann er vel skyldi hiýða upp á minn tungu vanmátt, nefnil. Exod. 4,10, sem hijóðar um Móses þunga málfæri, enn so gaf guð mér náð að útiæra þau orð með sinum kringumstæðum upp á illa og vel talandi tungu, að allir sem heyrðu dáðust að, nema öfundsjúkir; og enn meiri náð sýndi guð mér i það sama sinn, að nær ég nú i fyrsta sinn prédik- aði, bar upp á sama hátíðisdag og faðir minn burt kallaðist; hvar fyrir ég í þess endrminning gerði mér bæn og epi- logum, hvar með ég þakkaði guði, sem hefði litið sínum náðaraugum yflr mig og ent á mér föðurlausum aumingja sín blessuð íyrirheit, upphafið mig þannig úr duptinu og sent mér í föður stað þá verandi góða herra, og so framvegis. Að afstaðinni þessari minni fyrstu embættisgerð á Trinitatis hátíðiskveld, hverja ég framflutti með allia stærstu hjartans lyst og gleði, lét biskupinn kalla mig inn fyrir sig, lofaði guð með fögrum tárum, sem mér heíði veitt so liðugar og góðar gáfur, gaf mér þá áðr téða bók, bað og spáði so fyrir mér sem síðan hefir fram komið. Yar ég so með góðum vitnisburði útskrifaðr VIII Cal. Jun. 1760; fékk þar upp á og eftir leyfi biskups að prédika og catechisera þar ég héldi mér uppi í hans stifti. Árið 1750 var þeim gamla skóla um- breytt að öllu leyti úr því formi sem hann hafði verið frá tíð Jóns Arasonar biskups, hér um 200 ár. Þótti oss skóla- drengjum mikið fyrir að missa það form, so vel vegna rólegheitanna að vera þar einsamlir, sem og bitaleikjanna, sem þar með lögðust ”niðr og út af dóu, við hverja leiki lærðust og iðkuðust áræði, harðfengi, nettleiki og fimleiki að hlaupa á skip, tré, hest, ís og jaka í lífsháska, hvað mér nokkurum sinnum hefir með guðs hjálp til bjargar komið í sjóferðum. André heimskautsfari á að vera kominn fram í Alaska, eftir hraðfrétt til Skotlands. Dáinn er Zachsrias (Zachris) Topelius, þjóðskáld Finnlendinga á 81. ári (f. 14. jan. 1818). Hann var af góðri finskri ætt (faðir hans var læknir) og hafði skáldið Runeberg fyrir kenn- ara. Eftir hann eru bæði ágæt kvæði og sögur. Af sögum hans eru „Sögur herlæknisins" fræg- astar, sem er álíka tíðlesin al- þýðubók á Norðrlöndum sem sög- ur Walter Scotts í Bretlandi eða sögur Ingemanns í Danmörku. Til póstflutninga tll íslands og Færeyja, var í ráði að norska stjórnin veiti (Wathne) 5000 kr. Dr. Finnr Jónsson er orðinn prófessor extraordinarius við Kaup- mannahafnarháskóla. „Heimdallr" kominn hingað. Hafði tekið ióðafiskiskip enskt í landhelgi við Vestmannaeyjar; sekt 5 pund sterl. Strandferðahátarnir nýju, „Skálholt“ og „Hólar“ komu hing- að um páskana. Þeir virðast vera vel útbúnir tii strandferðanna og hæfilega stórir. Aílabrögð. Á Eyrarbakka og í Þor- lákshöfn voru fengnir hæst fjögra hundr- aða hlutir, er síðast fréttist. — Aflalaust enn í Faxaflóa. — Aflaiaust í ísafjarðar- djúpi út að Bolungarvík, enn þar góð- fiski, svo að fjöldi hefir sótt þangað úr innri veiðistöðunum; allar búðir þar full- ar af vermönnum. Verzlun á fsafirði. Svo segir bréf- ritari þaðan að vestan: „Verzlun er hér mjög erfið fyrir alþýðu; kaupmenn hafa um mörg ár ekki selt dýrara en einmitt nú, og þó eru orðnir milli 10—20 kaup- menn og prangarar á ísafirði. Þar tekr varla annar öðrum fram; reyndar á að heita að jafnódýrast sé sem stendr selt hjá Skúla Thoroddsen, enn sumir kvarta um að vara sé hjá honum lakari enn hjá sum- hinum, einkum álnavaran, og með tím- anum halda menn að hann verði ekki eftirbátr hinna kaupmannanna, því maðr- inn er séðr og vill eiga sitt. — Kaup- félag ísfirðinga heldr áfram, þó i langt- um smærra stíl enn áðr. Það eru nýlega komnir reikningar til félagsmanna og hafa vist flestir vonazt eftir betri upp- skeru, þar sem félagið sendi út á 5. þús- und skippund af saltflski, og var þar af leiðandi meiri umsetning á ailri vöru enn nokkru sinni áðr; héldu allir að verðið yrði skárra, enn sú von brást algerlega og félagið skuldaði nú í fyrsta skifti. Þetta stafar auðvitað að nokkru leyti af óhöppum, enn því verðr samt ekki neitað, að stjórninni sé að nokkru leyti um að kenna. Fiskitökumennirnir eru launaðir eins og hátt launaðir embættis- menn, og ættu því auðvitað að standa vel í sinni stöðu. Haínsögumaðr annars skipsins hleypti þvi upp á grunn og varð að fá annað gufuskip til að draga það ofan aftr; þuríti þá að afle3ta skipið og skoða og ferma aftr á ný. Af þessu og fleira ber nú félagið höfuðið halt. Hinn háttlaunaói kaupfélagsstjóri Skúli var suðr í Reykjavík meðan á þessu stóð og mátti þó vita hvernig stjórn félags- ins var heima fyrir. Yonandi er þó að félagið rétti við aftr. Kaupmenn eru nú gleiðir og kampakátir yfir þessum hnekki félagsinB og bera harm sinn í hljóði yfir tapanum, sem þeir höfðu á fiskikaupunum í sumar, í von um að ná sér aftr, ef félagið gengi fyrir ætternis- stapa, enn menn munu ekki láta kaup- menn hlakka yfir því, heldr halda í horf- inu, þó svo lítið kuli á móti, enn búa betr um hnútana, og hafa meiri hönd í bagga með eftirlit alt síðar meir“. Sjómannafélag í Grindavík. Úr bréfi að austan: „Á vetrarvertiðinni í fyrra var stofnað sjómannafélag í Grinda- vík, er stóð til vertíðarloka, og iíklegt er að haldið verði áfram á hverri vertíð. Það var aðailega tilgangr félagsins að sporna við drykkjuskap á vetrarvertíð- inni. Bindindismáiið hefir átt erfitt þar syðra uppdráttar, sem stafar af blaut- fisksverzlun og brennivínskaupum; hefir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.