Fjallkonan


Fjallkonan - 19.04.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.04.1898, Blaðsíða 1
'Kemr út um miSja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJÁLLKONAN. XV, 16. Reykjavík, 19. apríl. Gjalddagi 15. júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt' AfgT.: ÞingholtsBtræti 18 1898. Stj órnmálahorfur. Tala má í tíma og ótíma. Sannarlega hafa þeir Framfaragellir og Skrá- veifa, eða hvað þeir heita aliir þessir hrossabresta- þeytarar, gert lítið gagn með stjórnarskrárskröltinu í blöðunum síðan þingi var slitið í sumar. Blöðin hafa verið sitt á hvoru máli, og sumir ritstjórarnir hafa verið þeir skynskiftingar, að þeir hafa haldið fram sinni skoðun í hvort skifti. Þannig hefir eitt blaðið árið sem leið haldið fram „aðskiinaði1*, bene- dikzku“, „valtýsku" og „miðluninni frá 1889“. Alt þetta hefir spásérað í mesta meinleysi innan í rit- stjórans rúmgóðu höfuðskel. Fjallkonan hefir lagt einna minzt til málsins af öllum blöðunum. Henni hefir virzt réttast, að af- ráða ekkert í málinu að sinni, áðr enn stjórnin léti til sín heyra. Fjallk. hefir viljað reyna sam- komulag á sama grund- velli og meiri hluti þings í sumar, án þess að binda sig við stjórn- arfrumvarpið. „Miðl- unina frá 1889“ og benedikzkuna gömlu telr hún báðar jafnó- vænlegar til sigrs. Nú eru einmitt tíma- mót í stjórnmálum vor- um. Stjórniu mun ætla að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni, sem vér vitum ekki hvernig verðr orðað. í annan stað er nú útlit fyrir, að ráðaneytis- skifti verði í Danmörku og viustrimannaráðaneyti komist að völdum. Þetta getr baft talsverða þýðingu fyrir ísienzka stjórnarmálið. Enn engar getur er hægt að leiða um það, hvernig vinstrimanna-ráðaneyti mundi taka á þessu máli. Loks er þess að geta, að landshöfðingi mun uú vera boðaðr á fund stjórnarinnar til skrafs og ráða- gerða í þessu máli, og ætlar að sögn að fara í næsta mánuði. Að öllu þessu athuguðu mun vera ráðlegast, að taka enga ákveðna stefnu í máliuu að sinni, enn bíða átekta. Holdsveikisspítalinn. Grunarinn undir holdsveikisspítalann í Laugar- nesi er fyrir löngu gerðr og akvegr til spítalans, sem liggr af þjóðveginum fyrir innan Rauðará (Reyð- ará). í þessum mánuði er von á skipinu, sem færir hingað efnið í spítalabygginguna. Enn skip það sem átti að flytja byggingarefnið hefir farizt, og seinkar það flutningnum hingað. Holdsveikisspítaiinn á að samsvara að öllu leyti fylztu kröfum tímans og verðr ágætlega útbúinn. Hús- ið verðr stokkahús, bygt úr bjálkum, svo að kalla má að gagnþéttr viðr verði í veggjunum. Það verðr stærsta hús á landinu, 87 álna langt og 27 álna breitt. Meðfram norðrhlið hússins verðr gangr eftir endi- löngu húsinu og úr honum er gengið inn í hinar ýmsu sjúklingastofur, sem allar eru meðfiram suðr- hlið uppi og niðri. Meðfram suðrhlið hússins uppi eiga og að vera skrifstofur ráðsmanns og læknis, lyfjabúð o. s. frv. — Út úr norðrhlið hússins gengr álma, 40 álna löng og 18 álna breið, og verðr það afarmikill salr; þar verðr vinnustofa og borðstofa sjúklinganna, og guðs- þjónusta verðr þar haldin. Uppi á efra lofti verðr íbúð fyrir ráðs- mann og heimilisfólk. Kjallari verðr að eins undir norðrálmu hússins, og þar á eld- húsið að vera. Spítalinn á að vera fyrir 60 sjúklinga, og verðr alger í sumar. Það er dr. Ehlers manna mest að þakka, að þessi spítali er settr á stofn. Hann fékk Oddfélagana dönsku til að taka málið að sér og skjóta saman fénu til spítalabyggingarinnar. Fyr- ir samskotunum genguat þeir Petrus Beyer (sem hingað kom í fyrra til að ákveða hússtæðið), dr. Ehlers og dr. jur. Goos, geheimeetazráð. — Kostnaðr- inn verðr alls um 100,000 kr. Sýslanirnar við holdsveikisspítalann eru nú allar auglýstar til umsókna: ráðsmanns, ráðskonu og gjald- keya (laun ráðsm. 1500 kr., ráðskonu 300 kr., gjald- kera 500 kr.). Yfirhjúkrunarkonuna ráða Oddfélagar sjálfir. Læknisembættinu mun nú einnig vera „sleg- ið upp“. Búnaðarbálkr. Skilvinda og strokbr. Þess var getið í Fjallk. einu sinni, að ný- fundin væri vél til að búa til smjör, sem bæði væri skilvél og strokkr. Lofaði blaðið að gera betr grein fyrir henni síðar. Eftir það skrifaði kand. mag. Holdsveikisspítalinn í Laugarnesi með útsjón til Yiðeyjar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.