Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 26.04.1898, Blaðsíða 1
KemT út um mifija viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Anglýsingar ódýrar. FJÁLLKONAN. Gjalddagi 15. jult, TJpp sögn skrifleg fyrir 1. okt' Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 17. Reykjavík, 26. apríl. 1898. Sinnuleysi alþingis. Helztastarfhvers löggjafarþings mun nú vera í því fólgið, að efla atvinnuvegu landsins með hyggilegri löggjöf, bæta framleiðsluna, greiða fyrir allri verzlun og útflutningi á innlendum vórum og auka verð þeirra. Alþingi íslands hefir; oftast haft annað að gera; það hefir hrúgað upp frumvarpa-smælki, sem ekk- ert hefir orðið búið til úr þing eftir þing, og rogazt með stóreflis stjórnarskipunarfrumvörp, sem allir vita að ekki geta orðið að Iögum að þeirri kynslóð lif- andi sem nú er uppi og þá að likindum aldrei, því sú stjórnarskipun, scm nú þykir bezt hæfa, mun þykja óhæf eftir 1—2 mannsaldra. Bráðustu lífsþarfir þjóðarinnar æpa neyðarópi í eyru þingsins; landbunaðrinn hefir beðið stórhnekki; gildustu bændr verða að hætta búskap, og fyrir- taksjarðir eru að leggjast í eyði, því ekkert íólk fæst til að vinna að heyskap og íénaðarhirðing; það hverfr alt að sjónum og í kaup- staðina og lifir þar á vatni og vist- frelsi. Þessi fólksekla veldr stór- kostlegri þverrun á allri fram- leiðslu; af minni fóðrafla ieiðir að sjálfsögðu minni fénaðareign og rýrnun búanna. Ofan á þetta bæt- ist, að afurðir landbúnaðarins hafa stórum fallið í verði, svo sem ull, sem nú er komin í 40 aura, og lifandi fénaðr, sem ekki verðr seldr á viðunanlegan markað. Sama er annars að segja um flestar útflutn- ingsvörur; þær lækka meir og meir í verði, og eru sumar lítt seljanlegar. Horfurnar eru mjðg ískyggilegar, þegar þess er gætt, að flestar vörur vorar eiga nú að mæta miklu meiri samkepni á heimsmarkaðinum enn áðr. Hvar á þetta að lenda? Alþingi mókar og lætr sig dreyma um íslenzkan jarl og ráðgjafa í Reykjavík. Enn því finst sér ekki skylt, að hugsa um hina báguhagi alþýðunnar, dettr ekki í hug, að rétta hendina til að styðjahinn fallanda landbúnað. Hvað á þingið að gera? Það á að reyna að hafa hönd í bagga með verzlun landsins, gera ráðstafacir til að safna skýrtsl- um um sölu á öllum afnrðum landsins, og greiða^fyr- ir henni. Það á að bæta úr atvinnuvandræðunum með nýjum verkafólkslögum (sem þörf er á fyrir löngu) og með því að gera ráðstafanir til að fá fólk til að flytja inn í landið (ekki frá Danmörku, eins og stóð í einhverju blaði, heldr) frá Svíþjóð og Nor- egi og víðar að. ,^3^ Felix Faure, forseti franska lýðveldisins- Forseti franska lýðveldisins. Það er alltítt í lýðveldunum, að menn af alþýðu- fólki, eða af hinum lægri stéttum, sem kallaðar eru (þó engin stétt sé í sannri raun annari æðri), komist til æðstu valda. Þannig hafa ýmsir af forsetum Bandaríkjanna verið upphaflega af alþýðufólki eða iðnaðarmenn. Svo er líka um forseta franska lýðveldisins sem nú er, Felix Faure (for). Hann er fæddr í París 30. jan. 1841 og sonr fátæks söðlasmiðs. Hann fekst fyrst við söðlasmíði í æsku hjá föður sínum, enn síðar lærði hann skinnasútun. Eftir það er hann hafði lokið iðnaðarnámi sinu komst hann að verzlun í Havre, og átti það starf betr við hann. Hann hóf þá brátt sýslu sjálfr, og stundaði hana svo vel, að hún hefir nú í veltu svo miljónum skiftir. Hann var herforingi í stríðinu 1870—71, og eftir það komst hann í verzlunarráðið í Havre. — 1881 var hann kosinn á fulltrúaþingið í Havre. öerði Grambetta hann þá þegar að embættismanni í utanrík- isstjórninni. — 1894 varð hann varaforseti þingsins og síðan her- málaráðherra, og 1895 varð hann ríkisforseti. Hann er hóglátr í stjórnmálum, sem bezt hæfir ríkis- stjóra, og hagsýnn i tillögum. Hann er vinsæll af alþýðu, enda er hann mjög þýðr í viðmóti, eins og París- arbúar alment eru. Útlendar fróttir. Danmörk. apríl 1898. bjuggust við: Khöfn, 1. Svo fór sem menn kosningarnar urðu stórmikill sigr fyrir vinstrimenn. í hinu nýkosna fólksþingi haía nú vinstrimenn 63 fiokksmenn, hægri menn aðeins 16, sósialistar 12 og hófsmenn (moderate) 23. Enn á síðasta fólksþingi sátu: 55 vinstri, 24 hægri, 9 sósíalistar og 25 hófs- menn. Vinstri menn eru því nú í meiri hluta, enn það hefir hingað til vantað til þess að vinstra- ráðneyti yrði myndað. Við kosningarnar börðust vinstrimenn og sósíalistar saman sem bræðr, og þess vegna varð árangrinn svo góðr. Meðal kjósenda fer vinstrimönnum óðum fjölgandi; Kaupmannahöfn var t. d. fyrir rúmum 10 árum nær eingöngu hægri, enn nú kýs bærinn nær eingöngu vinstrimenn og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.